lýg engu um það að ...

... eftir algjört tyggjóbindindi síðan 3.október í fyrra, þegar þáverandi tilvonandi barnsfaðir minn og sambýlismaður var að tala við mig í símann og hélt ég væri að vaska upp, þvílíkar voru tuggurnar ... þá fór ég í sjoppuna í skólanum mínum í morgun og sagði hátt og snjallt, ég ætla að fá einn pakka af svörtum extra takk og svo fór ég í tíma og borðaði hann allann (tyggjópakkann, ekki tímann) ... þetta var dásamleg stund, fékk mér fyrst bara eitt stykki og alveg viss um að þannig yrði það, bara eitt á dag ... en nei svo var bara annað og annað og annað ... núna, fjórum klst seinna, er mér illt í hausnum, er á leiðinni á wc, það er frekar þungt loft í mínu nánasta umhverfi ... en ... i'm back in the gum business and lovin' it ...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

There is such a thing as too much gum  - ég er samt ekki að tengja 

Marilyn, 11.9.2008 kl. 14:57

2 Smámynd: Sykurmolinn

Welcome back.  Ég er einmitt með 3 stk svartan Extra uppi í mér núna (ekki 3 pakka samt...) og nýt þess í botn að teygja og smella villt og galið á meðan ég er ein heima.  Ohhh lovitt!

Sykurmolinn, 11.9.2008 kl. 15:06

3 Smámynd: Helga Dóra

Fíla ekki svartan.... Er ekki að tengja við tyggjóvesen.... En finn sárlega til með þeim sem þurfa að búa með þér.... Bæði vegna gas og líka í ljósi þess að það heyris niður 4 hæðir ef þú ert með tyggjó

Helga Dóra, 11.9.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

úbs er tyggjóið ástæðan????? gvuuuuð ég hélt að það væri grænmetið..............

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 11.9.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: María

Dásamlegt. MMM tyggjó er svo gott.

María, 11.9.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þurfti einmitt að hætta af sömu ástæðu. Er oft búin að falla. En hætti svo alltaf aftur :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband