afmælisdagur

já hann á afmæli ástmaður minn, fæddur 20.sept 1973 og er þess vegna tuttugogfimm í dag þessi elska ... ég vaknaði eeeeldsnemma og fór út í bakarí og keypti handa honum bakkelsi og vakti hann með undurfögrum afmælissöng ... verst að ég var með báðar hendur fullar og gat ekki spilað á gítarinn líka ... allavega þá fórum við svo og heimsóttum gamla settið á strikinu og fórum svo og keyptum okkur steik og ætlum að elda fínt í kvöld og hafa kósí ... en best að reyna að líta í bók, þarf líka að máta nýja fína snúningslakið sem ég var að fá !! ótrúlega spennandi lífið í breiðholtinu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með kallinn

Ómar Ingi, 20.9.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

tja... hann segir tuttuogfimm og ekki lýgur hann að mér

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.9.2008 kl. 14:19

3 Smámynd: Helga Dóra

Hey, minn varð einmitt 25 ára 15. sept....  Svo erum við báðar að fara að halda upp á árs afmæli..... Byrjuð að plana???

Helga Dóra, 20.9.2008 kl. 16:22

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju með karlana (strákana) ykkar skvísur.

Kristborg Ingibergsdóttir, 20.9.2008 kl. 17:56

5 Smámynd: Hugarfluga

Síðbúnar hamingjuóskir með kallinn  Hefði ekkert á móti því að vera "bara" 35 sjálf. En varðandi snúningslakið .. ég fékk eitt slíkt lánað í fyrradag og jú jú, þetta er svosem alveg að virka ... ef það asnast til að haldast á sínum stað. Ég er að vakna með það vafið í klofinu, krumpað í miðju rúminu eða einhversstaðar sem ég vil ekkert hafa það. Veit ekki alveg hvað ég er að gera vitlaust.

Hugarfluga, 20.9.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

hehehee... auðvtitað er hann ekki deginum eldri en 25... hehehe... til hamingju með manninn..

Margrét Ingibjörg Lindquist, 20.9.2008 kl. 19:27

7 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

fluga það virkar allavega þetta kortér sem það hangir á réttum stað !

takk fyrir hamingjuóskirnar með karlinn elskurnar

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.9.2008 kl. 23:59

8 Smámynd: Hafrún Kr.

úff já þetta *bíb* snúningslak.

Ég þarf að finna snúningslak sem er gert fyrir konur sem snúa sér mikið á nóttunni.

Ef ég sný mér oftar en 2x yfir nóttina er mitt horfið einhvað eða svo krumpað að ég vakna við verk í bakinu út af því.

Til hamingju með karlinn :) 

Hafrún Kr., 21.9.2008 kl. 06:14

9 identicon

Til hamingju með kallinn

Sandra hjúkkulína (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 08:10

10 Smámynd: Sykurmolinn

Til hamingju með að karlinn sé orðinn árinu eldri.

Passaðu þig á að nota snúningslakið rétt.  Ég á eina vinkonu sem kvartaði yfir því að þetta snúningsdrasl væri ömurlega glatað, henni væri bara alveg geðveikislega heitt í því og hún ætti miklu erfiðara með að snúa sér þegar hún væri í því.  Þá bentum við henni á að hún ætti ekki að klæða sig í það ha ha ha.  Hún hafði aðeins misskilið.

Sykurmolinn, 21.9.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband