23.9.2008 | 12:40
misnotkun á mat ...
ég er mjög hneyksluð núna ... þannig er mál með vexti að ég var að taka til í skápum (svo ég þurfi ekki að læra sko ... ) og í skápnum fyrir ofan ísskápinn fann ég : poka af kanilsnúðum, óopnaðan ... mönnunum mínum nefnilega finnast "svona" kanilsnúðar ekki góðir ... what the f$%@ kemur það málinu við ... þetta eru kanilsnúðar og þeim skal troða í sig ... með góðu eða illu ; næstum hálfan pringles bauk af skólakrítum ... búnar að vera þar síðan á öskudaginn ... hvað er að fólki??? ; rúmlega hálfan dall af haribo hlaupi ... sömuleiðis u.þ.b. ársgamlan ... er voða erfitt að skella í sig nokkrum lúkum af hlaupi??? ; þrjá ... já ÞRJÁ ... hálffulla brúsa af íssósu sem harðnar ... hvernig er það, hefur fólk aldrei heyrt um að setja slíkt út á seríós og inn í frysti í tíu mínútur ????
Þetta eru hlutir sem eru ofar mínum skilningi ... heldur fólk að þetta sé keypt til að "eiga" það ???
ég veit svosem ekki hvað ég geri í þessu máli, henti reyndar krítunum í ruslið, hitt fékk að lafa ... verður örugglega þarna eftir þrjú ár þegar ég tek næst til í einum skáp
ást og fiður
esg
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar Ingi, 23.9.2008 kl. 17:10
Híhí þetta var fyndið, en ég fatta þig svo innilega. Hvað er að, af hverju er þetta ekki búið :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:54
Þetta er nú stóri vandinn þegar engin ofæta er lengur á heimilinu til að hreinsa úr skápunum, safnast bara upp alls kyns útrunnið drasl
Sendu bara út heimilisfangið þitt, við hinar ofæturnar getum örugglega læðst inn á næturnar og hreinsað úr skápunum fyrir þig muahahaha
Baldvin Jónsson, 24.9.2008 kl. 08:48
alva (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:50
haha íssósa sem harðnar út á seríós og inn í frysti... ó þú mikli meistari ofátsins ég var sko ekki búin að fatta þetta!!
Marilyn, 24.9.2008 kl. 08:52
Ég er búin að vera í kasti síðan í gær þegar ég las þetta en hafði ekki tíma til að athugasemdast..... aldrei dottið þetta í hug með seríósið....
Spáið í það að detta svona skrýtinn hlutur í hug.... En það er víst svona sem hlutirnir eru fundnir upp... Hey, þú ert kannski með mikla hæfileika sem uppfinningarkona! Kannski er hæfileikinn takmarkaður við leiðir til að bjarga sér í ofáti....
Titill á bókinni... "Ísskápurinn tómur, attu ekki pening? Láttu það ekki stoppa þig frá ofáti, nýja bókin,,, Bjargaðu þér í ofáti, er komin út. Þar segir Ella Sigga frá reynslu sinni og gefur okkur hugmyndir um það hvernig við getum stöffað okkur heima án þess að fara út í búð. Gott efnisyfirlit og auðlesin"
Eymundsson........
Helga Dóra, 24.9.2008 kl. 09:33
Sumt fólk er náttúrulega bara ekkert í lagi!!!! Ég er ógeðslega hneyksluð meððér
En... þetta með Cheeriosið og íssósuna hefði mér ekki dottið í hug. Greinilegt að "great minds think alike" á ekki alltaf við....
Sykurmolinn, 24.9.2008 kl. 09:57
seríós og hörð sósa ... trikk síðan áttatíu og eitthvað !! Baddi, ég læt þig bara fá lykla !!
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.9.2008 kl. 11:07
hehehh snilldin með bókina. :)
Marý Linda. (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 13:57
nákvæmlega ég notaði oft íssósu sem harðnaði til að gera svona hálfgerða rice crispies kökur en notaði bara það morgunkorn sem til var.
Hafrún Kr., 24.9.2008 kl. 15:04
Baddi ............á mínu heimili er setningin " ví ar getting ló on sjúgar " mikið notuð múhahahahah þú ert krútt
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:09
ég var seriós ofæta en aldrei datt mér í hug að setja ísósu saman við....þvílíkir snillar voru þið í ofáti...kemst ekki yfir þetta hummmmm
Brussan, 25.9.2008 kl. 14:20
Seríós og íssósa??? Ewwww ... má ég þá frekar biðja um kanilsnúð, takk!
Hugarfluga, 25.9.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.