nafnleyndin

ég er félagi í samtökum, tólf spora samtökum. þessi samtök nefni ég ekki á nafn í blogginu mínu, enda er ég ekki að tala fyrir hönd þeirra. innan minna samtaka er ég ella sigga, ekki elín sigríður grétarsdóttir, ég er ella sigga, ekki hjúkrunarnemi, ég er ella sigga, ekki konan hans gumma o.s.frv.

ef þú hittir mig á fundi í samtökunum mínum, hvorum heldur sem er, vinsamlega talaðu ekki um það við aðra, ekki tala um það á blogginu, ekki spyrja næstu manneskju hvort ég var á fundi í gær í samtökunum þínum.

ef ég nota fullt nafn til að bera boðskap samtakanna minna og hætti svo að vera félagi í samtökunum mínum, er ég að skaða samtökin, ekki sjálfa mig.

11. erfðavenjan :  Afstaða okkar út á við byggist fyrst og fremst á aðlöðun en ekki áróðri. Í fjölmiðlum ættum við ætíð að gæta nafnleyndar.

Bloggið er fjölmiðill. Ef ég er með áróður í nafni samtakanna minna skaða ég þau. Ef ég sýni gott fordæmi og er aðlaðandi í háttum og meðferð bata míns, er ég ekki að skaða samtökin. Ef þú vilt það sem ég hef, hafðu samband, ég skal segja þér hvernig ég fór að því að fá lausn.

12. erfðavenjan : Nafnleyndin er andlegur grundvöllur erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag. 

Svona túlka ég þetta persónulega fyrir mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Nafnlaus

Ómar Ingi, 25.9.2008 kl. 20:48

2 identicon

Heyr heyr, regla sem svo margir gleyma. 

Léttfimmtug (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 18:07

3 identicon

Jebbs. Sammála.

Nafnleyndin skiptir mjög miklu máli, að okkur beri að temja okkur sanna auðmýkt.

Enda snýst þetta ekki um okkur, heldur prógrammið.

Marý (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband