3.10.2008 | 22:10
í kreppunni
er ég rosalega þakklát fyrir að hafa einu sinni verið blönk ... fyrir mjög fáum árum átti ég ekki bót fyrir boruna á mér, gat ekki leyft mér neitt, og þá meina ég ekki neitt, ég fór ekki í bíó, ég var ekki með nettengingu, ég gat fyllt á gsm frelsið mitt fyrir þúsund kall á mánuði þegar vel var, ég keypti ekki föt, skó eða dýran mat, oft vissi ég ekki hvaðan aurinn fyrir næstu máltíð myndi koma ... þessvegna mun það reynast mér frekar auðvelt að takast á við þessa kreppu, ég fer með tösku í búðina, þarf ekki að kaupa poka, set matarsóda í kattasandinn til að minnka lyktina og hann endist aðeins lengur, ég elda heitan mat á kvöldin og sendi JJ með afganga í nesti í skólann daginn eftir, ég fer með dósir og flöskur í endurvinnsluna, hendi ekki mat þó hann sé kannski kominn á dagsetningu ... það er ótalmargt hægt að gera til að spara, málið er bara að hafa hugmyndaflug og vera ekki hræddur við að standa með sjálfum sér og veskinu sínu ... ég er rosalega fegin að vera ekki með einhver rosa lán eða myntkörfur eða hvað þetta allt saman heitir ... er með allt mitt í skilum og þess vegna getum við bara vel við unað ...
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djís svo þakklát líka - ekki fyrir að hafa einu sinni verið blönk heldur fyrir að vera með mitt í skilum og engar myntkörfur og erlend lán og svoleiðis. Og svoooo þakklát fyrir að eiga bílinn minn skuldlaust!
Marilyn, 3.10.2008 kl. 22:45
Urðuð Skuld
Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 11:53
ég er með þetta allt...en samt þakkátt fyrir allt...blankheit eða ekki....skuldirnar fara ekkert.
Knús á bumbubúann og þig.......
Inga María, 4.10.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.