blessuð kílóin

af því að ég er doltið lasin í hausnum á ég erfitt þegar kemur að kílóum ... ég horfi í spegil og geri mér ekki grein fyrir hvort ég er feit eða mjó ... þessvegna þarf ég að stíga á vigtina einu sinni í mánuði ... ekki oftar, ekki sjaldnar ... ég fór á vigtina í morgun og hún sagði mér (í trúnaði) að ég væri búin að þyngjast um 5 kg síðan ég varð ófrísk ... sem er mjög ásættanlegt og gott og innan marka og allt það ... mér finnst ég samt bara vera feit ... og ég sko veit alveg að það er ekkert jafn þreytandi en konur í kjörþyngd sem segjast vera feitar ... ég er rosalega þakklát fyrir að hafa þær upplýsingar sem ég hef í dag, að vita að ég er með átröskun sem er huglæg og tekur engum sönsum, eina sem ég get gert er að halda mig við prógrammið og vera þannig vel vopnum búin þegar ruglið ætlar að hefja upp sína raust ... ég er búin að vinna fullt fyrir þessum bata og það sem ég þarf að gera dags daglega til að halda honum við er ekki mikið ... en verðlaunin eru stór, semsagt, mikið fyrir lítið ... ekki alslæmt í kreppunni !! takk í dag, hef ekki meira til málanna að leggja í bili

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ég er alltaf feitur , og ég skil þetta bara ekki

hvað er í gangi , svo fer ég á vigtina mína og allt verður betra.

Kannski þarf ég að fara skipta um batterí í henni ?

Nei sleppi því bara

Ómar Ingi, 5.10.2008 kl. 15:06

2 identicon

æj þú ert svo dugleg :)

Svana (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Helga Dóra

Ég er að tengja við alt nema vera ólétt.... Núna rúmum 30 kg léttari nokkur eftir í kjörþyngd lít ég í spegil og finnst voðalega lítið hafa gerst..... Finnst ég agalega feit oft.... 

En þegar ég var ólétt 1999 og var að þyngjast um sky high tölur fannst mér það allt í lagi, ég vissi lausnina og æltaði sko heldur betur að meika það á Hörbó um leið og krakkinn spýttist út... annað kom á daginn og þetta var víst ekki lausnin... Ég endaði allt annarstaðar og í miklu betri lausn...... 

Þú ert dúle 

Helga Dóra, 5.10.2008 kl. 15:28

4 identicon

Okkur finnst þú flottust vorum að tala um það eftir þessar fínu móttökur í gær. Kveðja tengdafólkið á Strikinu

Þuríður Þorbjörg Káradóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband