9.10.2008 | 12:03
ekkert víst að þetta reddist
sko, það er rosalega auðvelt að segja það reddast, vertu bara æðrulaus, taktu einn dag í einu og aðra góða frasa ... en málið er að það er ekkert víst að nokkur hlutur reddist hjá fullt af fólki, kannski lenda margir í miklum vandræðum, margir missa kannski allt sem þeir eiga ... þess vegna skiptir alveg ótrúlega miklu máli í dag að við stöndum saman ... núna þurfum við að einblína á það sem við eigum í raun og veru ... ég á til dæmis heilsu, góðan mann og heilbrigt barn ... ég á æðri mátt sem veitir mér styrk þegar mér líður illa ... ég á líka trú á það að ef við stöndum saman og horfum á hlutina eins og þeir eru í raun og veru, þá munum við komast í gegnum þetta ... og ekki nóg með það, heldur munum við vera sterkari á eftir ... ef mér hefði, fyrir tæpum sjö árum, verið boðið það líf sem ég á í dag hefði ég sagt já takk ... ef mér hefði verið afhent kort af leiðinni sem ég þurfti að fara til að komast hingað, hefði ég þakkað pent fyrir og beðið viðkomandi að eiga sig ... en ég fékk úthlutað vegvísi, einni blaðsíðu í einu, einn dag í einu og ég þurfti bara að díla við verkefnin í smáum skömmtum ... ég er breytt manneskja í dag, ég er betri manneskja og á betra líf ... ég er að segja þér þetta af því að ég trúi því að ef við nýtum tækifærið sem okkur er að gefast í dag til vaxtar og þroska, munum við ganga út hinum megin, sameinuð, sterk og reynslunni ríkari.
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ella Sigga - Þú ert stórkostlegt barn Guðs
Mér finnst þetta frábær pistill.
Baldvin Jónsson, 9.10.2008 kl. 12:17
Hæ skvísa, átti alltaf eftir að óska þér til hamingju með óléttuna og svona, bara frábært hvað þú ert alltaf frábær :) Hafðu það gott og farðu vel með þig. Þetta er vel mælt hjá þér!!! Bestu kv. Tobba (p.s. það væri nú gaman ef þú kæmir sem leynigestur í saumó einhverntíman....ég reyndar er ótrúlega léleg að mæta sjálf....alltaf svo mikið að gera...en það væri samt svo gaman að sjá þig :)
Tobba (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:29
Takk
Sykurmolinn, 9.10.2008 kl. 12:54
Heyr heyr flottur pistill hjá þér elskan. Ég er hjartanlega sammála þér vina.
Kristborg Ingibergsdóttir, 9.10.2008 kl. 13:00
Ég samgleðst þér dúllan mín. Og þú kemur þessu líka vel frá þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2008 kl. 21:11
Váá einmitt.
María, 9.10.2008 kl. 22:35
Vel mælt... heyr heyr... Mikið ertu nú mikil manneskja og gjöf fyrir heiminn...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 10.10.2008 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.