12.10.2008 | 22:54
prinsar og prinsessur
við gömlu hjónin erum búin að diskútera hitt og þetta og velta fyrir okkur þessu barneignastandi sem við erum í á gamals aldri ... ég hef skoðanir á hinu og þessu og hann auðvitað líka, en eins og óléttri sjúklega stjórnsamri konu sæmir er ég algjörlega 100% klár á því að mínar skoðanir eru þær einu réttu ... til dæmis er eitt sem ég mun halda til streitu alveg fram í rauðan dauðann ... og það er sú ákvörðun að barnið mitt (okkar auðvitað) mun ekki verða kallað prins/prinsessa ... og ef þetta er stelpa fær hún EKKI bleikt herbergi ... ég get varla hugsað mér hryllilegri örlög en þau að vera alin upp undir því oki að vera prins eða prinsessa ... og svo er ég alveg handviss um að bleik herbergi eru heilsuspillandi ... svo eru líka alls konar hlutir sem ég er mjög ákveðin í en er jafnviss og ég sit hérna að ég mun ekki standa við helminginn af þeim ... ef ég næ að ala þetta tilvonandi barn mitt upp einn dag í einu og gera mitt besta er ég viss um þetta verður allt í lagi ...
p.s. auglýsi eftir manneskju til að fara með manninum mínum í bíó þegar nýja bond myndin kemur ...
ást og fiður
esg
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjitt, minn getur farið með þínum að sjá Bond og við getum talað um þetta með bleika dæmið... Dóttir mín fór eiginlega ekki í neitt bleik fyrr en hún fór á "bleika tímabilið" og þá var ekki hægt að banna allt bleikt lengur.....
En verandi móðir prinsessunnar af Kópavogi get ég nú sett pínu innlegg í þá umræðu líka....
Helga Dóra, 12.10.2008 kl. 23:06
Ég á 2 prinsessur og einn prins :o)
Kristborg Ingibergsdóttir, 12.10.2008 kl. 23:11
júhúú...Gaby væri til..ef hann blæðir!
Við erum á vaktinni..farðu vel með þig sæta!
Maren, 12.10.2008 kl. 23:21
hahahaha.
Ég lofaði sjálfri mér að dóttir mín myndi aldrei þá meina ég aldrei fá bratz dúkku né neitt bratz í dag á hún bratz herbergi.
Það bara var svp sætt hehe
Hafrún Kr., 12.10.2008 kl. 23:50
Bratz er ekki sætt............Bratz er ógeð.........geimverudúkkur með fætur sem hægt er að taka af. Um leið og ég bannaði bratz þá vildi dóttirinn ekkert heitar en bratz , sem hún fékk svo í ammlisgjöf og núna þegar hún á sollis þá er það ekki spennó.................hmmmmm prinsessur..............ég á 3 rúsur.............já ég held að þær séu rúsur EKki prinsessur....................bleikt...........dóttirinn sú elsta fékk sitt fyrsta herbergi um daginn og þar er hvítt og bleikt þema og er hún alveg í skýjunum yfir þessu það er audda annað þegar börnin ákveða sjálf hvað þeim þykir fallegt en ekki við..........henni þóttu bara þessir bleiku litir eitthvað svo glaðlegir ohhhh dúlla
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 13.10.2008 kl. 07:29
Ég sór og sárt við lagði með þetta bleika líka "andskotann er verið að kyn-skilyrða börnin við einhverja liti" hugsaði ég og keypti allt í appelsínugulu og grænu. Svo varð samt einhvern veginn úr að ég þvæ stundum heilu vélarnar sem eru bara með bleikum fötum í. "gjafir" hugsa ég þá. Ég er samt meira á móti pastel-litum.
Marilyn, 13.10.2008 kl. 10:36
bleikt er pastel ... og mér er sossum nákvæmlega sama um þetta kyn-skilyrðingadæmi, mér finnst þetta bara svo helv. ljótt !
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 13.10.2008 kl. 12:21
Já ég segji það með þér ég er líka meira á móti pastellitum það eru eiginlega svona wannabeelitir...........hér eru vélarnar flokkaðar sem svartur þvottur, ljós þvottur og bleika vélin..........
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 13.10.2008 kl. 12:23
Ella sigga það eru til fullt af bleikum litum.............pastel bleiki liturinn er ógeð...........en svo eru til dökk bleikir litir sem eru bara sætir.............eða svo glaðlegir eins og dúttlan mín segjir
Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 13.10.2008 kl. 12:24
já og svo er einn sem var kallaður innanpíkubleikur í mínu ungdæmi
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 13.10.2008 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.