gölluð vara

í fyrra kynntist ég manni ... manninum mínum. ég spurði hvað hann gerði sér til dundurs ... tja ég var alltaf í handbolta en þurfti að hætta ... nú vegna aldurs spurði ég ... nei slitið krossband ... hér hefði ég auðvitað átt að sjá að ekki var allt með felldu ... en ástin er blind og við urðum skotin og allt sem því fylgir og nú búum við saman og eigum von á barni þannig að ekki verður aftur snúið ... nema hvað ... nú er maðurinn búinn að vera slæmur í baki í nokkrar vikur ... fínn í hvíld en við dauðans dyr á fótum ... hann fór til læknis ... læknirinn er klárari en ég (og vonandi ekki eins skotinn í manninum og ég) og sá við fyrstu sýn að um gallaða vöru er að ræða ... framleiðslugalli og örugglega hefur blessað íþróttabölið ekki gert honum neitt nema ógagn ... annar fótur miklu styttri en hinn og kallinn rammskakkur ... ég vildi ekki segja honum að ég sjálf var greind á sama hátt fyrir mörgum árum síðan (vonandi heldur þú því bara fyrir þig) ... ég vona bara að við séum ekki með sömu löpp styttri, svo að þetta jafnist út á krakkanum tilvonandi ... en allavega ... ég hef hugsað mér að leita réttar míns, skilafresturinn er útrunninn svo að ég hlýt að eiga allavega rétt á miskabótum ... nema ég þurfi hreint og beint að fara í mál við framleiðendurna ... en þetta er bara svona börnin mín ... lífið er eintóm vonbrigði og ekki annað hægt en að sætta sig við orðinn hlut, kaupa klossa handa karlinum og fræsa undan öðrum ... góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Áttu kassakvittunina nokkuð ennþá?   Þú'rt fyndin.

Hugarfluga, 17.10.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Ómar Ingi

Issss Við erum öll meira og minna gölluð , vertu þákklát fyrir það sem þú hefur litlla brandarakerling

Ómar Ingi, 17.10.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

æi ommi minn það er alveg rétt hjá þér ...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 17.10.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Marilyn

Þú hefnir þín bara með því að vera þeim mun meira í handklæðabuxunum. Gef þér svo nýjar í álíka skærum lit í sængurgjöf.

Marilyn, 17.10.2008 kl. 23:10

5 identicon

Uss, ég hefði nú alveg getað sagt þér að þessir boltagaurar eru allir meingallaðir, hefði getað sparað þér allt þetta vesen. En svo ég vitni bara í Emil í Kattholti þegar Alfreð vill hætta með Línu.  Alfreð:"Eigum við ekki bara að gefa skít í þetta?" Lína:"Ég held það sé nú einum of seint til þess góði minn."

En þú lítur alveg rosalega vel út sæta stelpa.

Ásta (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

jafnlangir, jafnstuttir, bara hvort sem er, auðvitað betri að þeir séu jafnlangir því þá er krakkinn hávaxinn

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.10.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Hafrún Kr.

iss ekkert betra að vera hávaxinn nema maður sé KK þá er betra að vera í hærri kantinum.

Hafrún Kr., 18.10.2008 kl. 12:05

8 Smámynd: Sykurmolinn

Spurning hvort þú farir með þetta í Neytendasamtökin?  Annars er fínt að vera hávaxinn; ef  kvk þá að sjálfsögðu verður hún sjúklega mikið bjútí (eins og móðirin), fer í módelbransann og meikar það úti og verður brjálæðislega rík.  Ef kk þá erfir hann íþróttahæfileika föðurins, meikar það í NBA og verður klikkaðslega ríkur.  Og foreldrarnir á grænni grein í ellinni!

Sykurmolinn, 18.10.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband