rakstur og bakstur

sonur minn kom okkur foreldrum sínum enn og aftur í opna skjöldu í morgun ... það sem veltur upp úr þessum dreng er náttúrulega með ólíkindum ... hann spurði hvort hann gæti komist að á baðinu, hann þyrfti nefnilega að raka sig ... hann er ellefu ára !!! við grétum úr hlátri ... en hvað bakstri viðvíkur, er slíkt ekki stundað hér nema í litlu mæli ... amk eftir að frúin sneri frá villu síns vegar um árið og hætti að baka úr bretti af hveiti í hverri viku ... nú baka ég stundum soya-hveitikíms-kanil-egg-og fleira-brauð í kvöldmatinn minn ... það er algjört nammi með fullum skammti af smjöri ... ég er að horfa út um gluggann minn á snjóinn sem kyngir niður ... ég er að hugsa um hvað ég get keypt mikið af þessum þrjátíu brettum af jólavörum sem maðurinn minn var að taka í hús í gær (í vinnunni, ekki hérna heima) en nú  ætla ég að setja jólapælingar aftur niðrí skúffu og fara að læra ... góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flottur strákurinn þinn, já ég ætti að fara að læra líka...það er víst kominn 21 okt. -  styttist í próf...

alva (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Flott fjölskylda sem þið eruð... KNÚS

Margrét Ingibjörg Lindquist, 22.10.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Góður!!! Eigðu yndislegan dag vina. Knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 22.10.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Marilyn

úú - jóladót... gimme

Marilyn, 22.10.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 22.10.2008 kl. 16:09

6 Smámynd: Helga Dóra

Súper krútt þessi sonur þinn.. Gumminn þarf væntanlega að halda fyrirlesturinn, "því fyrr sem þú byrjar að raka þig því verra"

Jól,,, húmbakk.....

Læra... Eitthvað sem ég á að vera að gera núna...... 

Helga Dóra, 22.10.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband