mikið að gera

fengum lánaðan bíl til að skottast á meðan hinn er í viðgerð ... það er reyndar ekki jeppi og þessvegna heldur þungt að lyfta bumbu&bossa upp úr honum, en gott samt ... fór í sjúkraþjálfun og Munda mín var ánægðari með mig en síðast, hún var farin að sjá fyrir sér hækjur eða þaðan af verra ... þá vorum við Guðmundur semsagt búin að fara í sónar og skoða fóstrið okkar, rosa stemming í bumbunni og verið að nýta sér plássið til hins ýtrasta, þetta er nú ósköp lítið kríli ennþá, lærleggur og upphandleggsbein mældust 5cm og iljarnar 3cm ... en það er kraftur í þessum fáu sentimetrum og verið að sparka í mömmu sína alveg á milljón ... það bendir allt til þess að barnið verði lítil dama, þó að það sé auðvitað ekki hægt að segja með 100% vissu, en við munum ganga út frá því og nú verður byrjað að prjóna bleikt fyrir allan peninginn ... NOT ... kannski rautt eða hvítt eða eitthvað, en ekki svo mikið bleikt, það væri t.d. hræðilegt ef greyið yrði rauðhærð og pínd til að vera í bleiku alla daga, en það er nægur tími til að hugsa um þetta og gera og græja, það eru önnur verkefni meira aðkallandi, eins og til dæmis að hlussast í gegnum skólann, það eru fimm vikur í próf og ég að vanda með allt niðrum mig ... eða svona þannig, er alveg byrjuð að læra en einbeitingin er ekki alveg nægilega góð ... ég er að fara út úr bænum næstu helgi og svo eru fundir sem ég þarf að sinna og blessað sundið líka, svo að ég þarf að vanda mig ... jæja það er ekki meira að sinni ... ég ætla að fara að skríða undir sæng, þó ég hafi sofið allan eftirmiðdaginn er ég bara samt sybbin ... as usual ... ég segi bara góða nótt og dreymi ykkur vel

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Góða nótt elskan :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Helga Dóra

Ég veit um par sem var búið að útbúa BLEIKT herbergi, með öllu tilheyrandi, svona eins og maður sér í bíómyndunum...... Búin að láta kaupa búnka af fötum í Ameríku svo kom bara tippalingur..... Kannski gaman að vita en hættulegt að missa sig í litadæminu.....

Hlakka til að kaupa heví bleikan galla og gefa prinsessunni..... Hún verður algjört krútt.... 

Helga Dóra, 28.10.2008 kl. 09:51

3 Smámynd: Marilyn

Búin að fara í búðina og kaupa pastelbleikt fyrir allan peninginn ;) 

Marilyn, 28.10.2008 kl. 10:35

4 Smámynd: Helga Dóra

Það verður fölblátt fyrir þig svo missý..... hahahahaha......

Helga Dóra, 28.10.2008 kl. 12:50

5 identicon

Það er bannað að vera með allt niðrum sig  - en það er skemmtilegt að fá stelpu, þá er komin jafna á þig kk og kvk.  Knús

lettfimmtug (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já passaðu að missa þig ekki í litunum

Jóna Á. Gísladóttir, 28.10.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband