29.10.2008 | 09:17
gobbedí gubb
einhvern tíma í nótt var stóri kisi að reyna að krulla sér bólið hjá mér og ég vaknaði við það, í þann mund sem ég var að sofna aftur finn ég að minn einkasonur stendur við rúmið hjá mér og umlar eitthvað og andartaki síðar kemur bara spýjan, þá ældi krakkinn svona hressilega að það var yfir mig alla, rúmið, gólfið, glósurnar mínar, náttborðið og det hele ... aumingjans ræfillinn var nú hálfsofandi og hafði bara alls ekki rænu á að fara inn á bað, sem hann gerir nú samt alltaf þegar svona gerist, en ég rak hann inn á bað og hann hljóp og spýjan í allar áttir, þannig að hér er nú svona frekar gubbulyktarmettað loft, ég er búin að skúra og þrífa þetta allt en ég hef einhvern veginn ekki lyst á að fletta í gegnum glósurnar alveg strax, það nefnilega er ekki laust við að það ólgi aðeins í maganum á mér og ég nenni ekki að fara sjálf að æla líka ... ég fékk síðast gubbupest þegar ég var komin 8 1/2 mánuð á leið með Jóhann og var næstum búin að kreista úr mér krakkanum í öllum látunum, fyrir utan það að þegar ég fæ ælupest verð ég veikust í heimi, græt bara eins og smábarn ... ekki í stuði fyrir það alveg eins og er ... þessi geðslega færsla var í boði landlæknis
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sénsinn að ég hefði geta þrifið þetta sjálf, hvað þá þegar ég var óló. OMG
Silla (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:08
Við erum sumsé í sömu sporum. Eldri stjúpafleggjarinn gubbaði yfir allt gólf hjá sér í nótt (alltaf notalegt að þrífa upp ælu ... sérstaklega þegar maður er kasóléttur! NOT!) og ég vaknaði svo í morgun við þvílíka ólgu í mallanum og rétt náði inn á bað. Er núna bara þreytt og flökurt og líður illa og strákurinn mókir. Frekar aumt ástand á heimilinu akkúrat núna.
Hugarfluga, 29.10.2008 kl. 10:18
úff ég þakka fyrir að þetta er ekki í gangi heima hjá mér því ef einn ælir hér þá er það alltaf allavega ég spurningin er bara hvort að dóttirin æli líka eða ekki.
Enda sér karlinn oftast um það þegar hún fær ælupest því þaðer auðveldara að þrífa upp eftir 1 heldur en 2.
En já ég held að þessi pest sé að ganga.
Hafrún Kr., 29.10.2008 kl. 11:44
Ég er einmitt með ógleði núna og "ólgu" í maganum, ekki stuð.
Marilyn, 29.10.2008 kl. 12:02
ég er með hausverk en fór í sund og er alveg hress, svo er drengurinn ekkert búinn að gubba meira, en hann er ósköp slappur og ég reikna alveg eins með að þetta komi í kvöld eða eitthvað ... eða ekki :D
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 29.10.2008 kl. 15:53
Ómar Ingi, 29.10.2008 kl. 17:07
Einmitt, það voru 3 börn heima í dag með gubbupest. Vonandi slepp ég við þetta. Gangi þér vel vina.
Kristborg Ingibergsdóttir, 29.10.2008 kl. 17:16
Þökkum landlækni fyrir allan viðbjóðinn....
Helga Dóra, 29.10.2008 kl. 17:30
Ég verð ekki ánægð hafir þú náð að smita mig af gubberíi í gærkvöldi. Ég veit hvar þú átt heima sko! DJÓK :) Sendi batakveðjur í bæinn!
Sykurmolinn, 29.10.2008 kl. 20:27
gunna mín komdu bara og gubbaðu yfir mig ... ég er vön :D
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.