söfnunarárátta

ég er lasin

ég safna öllu

ég fór að taka til í geymslunni áðan, fyllti þrjá kassa af drasli sem má henda, það sér ekki högg á vatni 

við þurfum að hreinsa út úr geymslunni til að koma barnastöffi fyrir

það er fullt af dóti þarna sem ég tími ekki að henda, finnst einhvern veginn blíðara að setja það í góða hirðinn svo einhver geti þá haft ánægju af því

ég er með meinloku um að foreldrar mínir og aðrir forfeður snúi sér í gröfum sínum ef ég hendi einhverju forljótu drasli sem enginn vill hafa uppi á hillu hjá sér

henti líka jólakortum frá fimm eða sex árum

dísös ég nenni þessu ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Ég reyni statt og stöðugt að halda mig við mottóið "ef það vekur ekki hjá þér gleði (eða hefur ekki vakið hjá þér gleði í langan tíma) þá verður það að fara" og það er fínt ef hægt er að gleðja aðra með hlutunum í góða hirðinum. En ég var nú samt BARA 3-4 ár að sleppa tökunum á Kollsternum og vonaði alltaf að ég gæti haldið honum innan fjölskyldunnar.

Kallinn harðneitar að losa sig við arfaljóta skál sem honum var gefin í útskriftargjöf og hálfdauða pottaplöntu afþví að afleggjararnir komu frá ömmu hans! KRÆST! 

Marilyn, 14.11.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég var líka niðri í gær ... fyrst guðrún gat hent kolsternum, hlýt ég að geta hent þessum hryllilegu styttum ... njééé annars, set þær bara í annan kassa :s

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 15.11.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband