1200 dagar

í röð ... 3 máltíðir á dag ... einn dag í einu ... magnað alveg hreint

og það er ekki af því að ég er svo "dugleg"

guðs bænum ekki saka mig heldur um að vera "stabíl" þeir sem þekkja mig ættu að vita betur 

ég er ekki, og hef aldrei verið, í "átaki"

ég er í fráhaldi frá hömlulausu ofáti, einn dag í einu, með aðstoð æðri máttar, samkvæmt skilningi mínum á honum

þetta er ekki alltaf auðvelt, enda var mér aldrei lofað því

þetta er samt mörgum sinnum auðveldara en að vera í stanslausum þráhyggjuhugsunum um mat, með krónískt samviskubit yfir hverjum bita og stanslausum loforðum um að "á morgun ..."

ég hef fengið algjörlega nýtt líf, og ég vil ekki skipta því út fyrir nokkurn einasta bita

takk

feit_sized_730099.png088.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brussan

Vá..geggjuð breyting...þú ert æði...

Brussan, 17.11.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Ég man eftir að hafa séð þessa stelpu, en mundi ekki að þetta væri þú. Finnst eins og þetta sé einhver önnur :o) Ótrúlega skrítið:

Kristborg Ingibergsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Helga Dóra

En þú varst nú allavegana sæææt........

Til hamingju með árangurinn.... Takk fyrir að gera það sama og ég NMW.....

Helga Dóra, 17.11.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

enda nýt ég þeirra forréttinda að geta gengið fram hjá fólki úr fortíðinni sem ég vil ekki hitta, án þess að það svo mikið sem kannist við svipinn ... !!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:12

5 identicon

Glæsileg  

Jónína (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Marilyn

Vá til hamingju... undarlegt til þess að hugsa að við höfum verið með feitar axlir fyrir "nokkrum" dögum síðan!

Marilyn, 17.11.2008 kl. 23:41

7 Smámynd: Ómar Ingi

Já þarna þekki ég Ellu , popp og kók anyone

Já og til hamingju með frábæran árangur

Ómar Ingi, 17.11.2008 kl. 23:42

8 identicon

æðisleg - á báðum myndunum - en ég veit, það er betra að vera grennri en þyngri á allan máta  :) ég er algert jójó, ég ætti kannski að fara að hringja í þig og fá ráð :) ég hætti að reykja og voðinn varð vís...

alva (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:02

9 Smámynd: Hafrún Kr.

Vá hvað ég sakna ykkar en á nýu ári kem ég til ykkar aftur.

Hafrún Kr., 18.11.2008 kl. 03:23

10 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

hugsa sér þvílíka himnasælu fyrir litlu ofætuna að hafa ótakmarkaðan aðgang að popp og kók og nammi ... það hefði líka verið tilvalin afsökun fyrir að taka ekki ábyrgð á sjúkdómnum mínum ... auðvitað er ég feit, pabbi minn átti bíó !!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.11.2008 kl. 08:16

11 Smámynd: Hugarfluga

Það er mikill munur á þessum tveimur myndum .. bæði vegna þess að þú hefur grennst og svo breytir hárið þér líka helling! Mér finnst þú samt sæt á báðum myndum og aukakílóin klæða þig ekki illa.  Það sem mér finnst mestu máli skipta er að þér líði betur í hjartanu og sálinni. Vissulega er ofþyngd af hinu slæma .. að ég tali nú ekki um ef hún er orðin af virkilegu vandamáli.  En andlega líðanin er númer 1, 2 og 3 og það gleður mig að vita að þér líði betur með sjálfa þig í dag, en þú gerðir áður. 

Hugarfluga, 18.11.2008 kl. 08:52

12 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

það eru ekki margir sem geta reiknað upp á gramm hvursu margar máltíðir þeir hafa borðað í 1200 daga eða prótein eða grænmeti en það getur þú .............ji hvað ætli þetta hafi verið mikið af grænmeti

þú ert æði

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:05

13 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

720000 grömm eða 720 kg af grænmeti takk

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:11

14 Smámynd: Helga Dóra

Spáiði í það að geta reiknað þetta svona. 1200 x 3 á dag..... Sjitt....

Þvílík forréttindi að tilheyra ykkur....

Hataði þegar fólk sagði mið mig að ég bæri kílóin vel... Og að það færi mér nú ekki illa að vera feit...... 

Hvað er það??? 

Það er eins og þetta, þú ert þó allavegana sæt og feitt fólk er svo oft ofboðslega andlitsfrítt..... 

Helga Dóra, 18.11.2008 kl. 11:24

15 Smámynd: Hugarfluga

Fólk ber aukakílóin misvel .. simple as that. 

Hugarfluga, 18.11.2008 kl. 11:49

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mér finnst þú dugleg. Alveg sama hvað þú segir. Og það er ekkert slæmt að vera duglegur. Ef það er ekki dugnaður að horfast í augu við veikleika sína og takast á við þá, þá veit ég ekki hvað dugnaður er.

anyhow... ég held (því ég þekki þig ekki) að þú sért afskaplega góð sál en hafir kannski ekki verið neitt afskaplega góð við sjálfa þig hér áður. Vona að það hafi breyst. Mér finnst þú falleg. og svo finnst mér þú líka alveg ofboðslega fyndin sem keyrir fólk ansi hátt á vinsældarlista hjá mér. Ég skellti upp úr yfir kommentinu þínu mín megin.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.11.2008 kl. 12:03

17 Smámynd: Sykurmolinn

Æ hvað þetta er mikil synd, þú með svona fallegt andlit :(  Gubb.

En þú ert one of the idols you know DENMW

Sykurmolinn, 18.11.2008 kl. 16:02

18 identicon

hehehe vá hvað mér brá, fannst fyrir myndin vera af mér.

Geggjaður árangur hjá þér skvísa

Marý Linda (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband