19.11.2008 | 21:49
mig langaði í kvikindið
það var bekkjarkvöld hjá syni mínum í kvöld ... ekki í frásögur færandi nema að í síðustu viku var skipað í nefndir og að sjálfsögðu bauð einkasonur ofætunnar sig fram í matarnefndina og bað um leyfi til að baka hérna heima ásamt vini sínum ... ekki málið ... svo liðu dagarnir og ég var búin að steingleyma þessu og svo mundi ég allt í einu eftir þessu í morgun, þannig að ég arkaði í nettó eftir sjúkraþjálfunina og keypti betty crocker, krem, m&m og piparkökur (ekkert over the top neitt) svo fór ég bara á minn fund og svo í meðgöngusundið ... þegar ég kom þaðan hringdi ég í drenginn til að láta hann vita að ég væri reddí með baksturinn ... þá tilkynnti hann mér að planinu hefði verið breytt og fólk mætti bara koma með eitthvað ef það nennti, ekkert stórmál ... ég fór auðvitað á háa sjé ... VARST ÞÚ EKKI BÚINN AÐ BJÓÐA ÞIG FRAM Í MATARNEFND ??? ... mamma þetta er allt í lagi, þú þarft ekkert að baka ... ÞÚ STENDUR BARA VIÐ ÞAÐ!! ... mamma þetta er allt í læ, þetta er ekkert mál ... ÞÚ ÆTLAÐIR AÐ BAKA !!! og alveg á innsoginu að hann skyldi nú bara kveikja á ofninum í einum hvelli og svo kæmi ég heim og skellti í eina tertu ... svo brunaði ég heim og hrærði í deigið og gerði muffins og skreytti og pakkaði inn ... bakaði síðan eina litla köku handa manninum mínum að fá þegar hann kæmi þreyttur heim úr vinnunni ... nema hvað ... karlinn vildi ekki kökuna ... HANN LANGAÐI EKKI Í (síðan hvenær er það einhver faktor sem skiptir máli ... hvort mann langar í eitthvað ?) ... nema hvað að kakan stóð á borðinu og ég fékk ekki nokkurn einasta frið fyrir henni svo það endaði með því (þegar ég var búin að bjóða karlinum hana í sjöunda skiptið) að ég henti henni í ruslið ... lærdómur dagsins er sá að ég mér er ekki meira batnað en það að ég á enn til að reyna að borða í gegnum annað fólk ... og að þó það sé ekkert mál að vera ólétt í fráhaldi, er ekki ástæða til að ögra sér meira en þarf, mótstaðan er ekki alveg í toppi ... því ég verð að segja alveg eins og er að mig langaði í kvikindið ... en það var ekki í boði og ég er búin að læra það að hvert ástand tekur enda ... því ég er búin að jafna mig á þessu og lífið heldur áfram ... 1202
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 94068
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æji, næst skaltu bara senda mér kvikyndið :P
Hvað ætli hafi annars gerst merkilegt árið 1202?
Baldvin Jónsson, 19.11.2008 kl. 23:19
Árið 1202 hahahahaha... Balli krútt....
Ég segi nú bara við þig eins og þú hreyttir í mig (sennilega meira mín upplifun en raunveruleikinn) eftir Hagkaups ferðina með son minn að versla ferðalaganammi
"HÆTTU AÐ ÉTA Í GEGNUM AÐRA"
Helga Dóra, 20.11.2008 kl. 00:00
Elsku besta Helga (D)óra, ég myndi aldrei hreyta neinu í þig hér sem ætti ekki að skiljast eins og eitthvað ofsa fyndið. Afsakaðu mig þúsund sinnum ef ég hef móðgað þig eitthvað. Mér finnst það reyndar bara mjög fyndið þegar að einhver fer að nota í gegnum aðra, eins og Ella Sigga lýsir hérna.
Ég virðist hins vegar vera svo blessunarlega yfir mig upptekinn við að éta bara í gegnum sjálfan mig að líklega finn ég ekki nógu marga klukkutíma í deginum til að éta líka í gegnum aðra
Hefði nú farið létt með að bæta bara þessari köku við "hefðbundna" máltíð hjá mér, sagði ekki Ella að hún hefði verið voða lítil?
Baldvin Jónsson, 20.11.2008 kl. 00:10
Nei, Balli þú hreyttir engu... Ég var að tala við Ellu í því samhengi... Veit vel að þú ert meinlaust krútt.....
Helga Dóra, 20.11.2008 kl. 00:37
en Habbý, ef ég hefði verið að fara að éta þessa köku ... hefði ég a) haft hana stærri b) ekki tímt að bjóða með mér !
Helga Dóra ég man þetta móment eins og gerst hefði í gær
Baddi ... þú ert bara ekki að verða að neinu
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:21
Ég bara skil ekki og mun aldrei, ALDREI, skilja hvernig er hægt að langa ekki í!!! Það er eitthvað að verulega mikið að svona fólki :þ
Sykurmolinn, 20.11.2008 kl. 09:51
ROFL ég ætti nú eiginlega að vista þetta comment Helgu Dóru
Væri fínt að hafa þetta til vitnisburðar einhversstaðar við gott tækifæri, fæ ekki oft að heyra þetta. En jú, reyndar oftar og oftar eftir því sem lengra líður.
Það langar alla Sykurmoli, ég held að heilbrigðið (sem hendir mig sjaldan) sé í því fólgið að fá ekki þráhyggju gagnvart því, heldur að beina huganum bara eitthvað annað (með æðri hjálp). Get hins vegar ekki ímyndað mér hvernig ætti að vera hægt að actually baka án þess að hugsa mikið um stöffið.
Baldvin Jónsson, 20.11.2008 kl. 13:18
Ekki nema Sykurmoli eftir að þú ert búin að fá andlega vakningu í gegnum markvissa sporavinnu... Þá er hægt að langa ekki í..... Hef upplifað það sjálf....
Það er magnað að vera fíkill og vera búin að fá þessa vakningu og vera frjáls frá "dópinu" sínu......
Bókin okkar lofar aftur og aftur og aftur að það er hægt.......
Helga Dóra, 20.11.2008 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.