jæja

fyrsti dagurinn sem trúlofuð kona að baki ... mér finnst þetta voða fullorðins eitthvað, þó að mun yngra fólk en við höfum nú sett upp hringa ... allavega, þá er ég yfir mig hamingjusöm og steinhissa á þessu tilstandi öllu ... steinhissa að einhver vilji elska gallagrip eins og mig ... en svona er nú lífið, það er einhver þarna úti handa okkur öllum og ég er ofsalega glöð með minn, hefði ekki viljað neinn annan ... ég er líka algjörlega sátt við að hafa hitt hann þegar ég hitti hann, þó við séum nú bæði komin af léttasta skeiði (tala eins og við séum rúmlega miðaldra) þá er ég viss um að við hefðum ekki náð saman ef við hefðum hist fyrr ... eða eins og unnusti minn sagði einhvern tíma þegar ég var að spögulera í því af hverju við hefðum ekki hist fyrr ... "nú, ég var á æfingu og þú að drekka brennivín" ... sem er alveg hárrétt ... eníhú ... ég er alsæl, ólétt fyrir allan peninginn og sátt með mitt ... góðar stundir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

hehehehe

Ómar Ingi, 21.11.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, mjög fullorðins. Ný styttist í að maður þurfi að fara að ávarpa þig Frú Ella Sigga

Baldvin Jónsson, 21.11.2008 kl. 23:21

3 Smámynd: Helga Dóra

Vil bara vara þig við.... Þú hættir aldrei að vera Frú...Mér fannst það doldið súrt......

Helga Dóra, 22.11.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Hafrún Kr.

Já skrýtna er við eigum þetta líka skilið mér finst stórmerkilegt að ég eigi 4 ára brúðkaupsafmæli í desember :)

8 ára trúlofunarafmæli í febrúar og 9 ára sambandsafmæli í mai já þeir eru þarna mennirnir fyrir okkur.

Og besta er þeir haggast ekki sama hversu mikið við reynum að hrekja þá í burtu :)

Daginn sem ég kyntist manninum mínum þá var ég fyrr um daginn búin að ákveða að gerast nunna en þið sjáið hversu vel það gekk hehe. 

Hafrún Kr., 22.11.2008 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband