24.11.2008 | 17:36
mánudagur
og það er alveg mánudagur í mér ... ég er þreytt, er samt ekki búin að gera neitt af viti í dag, svaf til hálfellefu, borðaði morgunmat, baðaði mig, fór á hádegisfund, fór í meðgöngusundið, kom heim og borðaði og fór svo og sótti unnusta minn í vinnuna ... kannski hefur þetta eitthvað með það að gera að að mitt næsta barn ákvað að nú væri góður tími til að fara að vaka á nóttunni ... það var semsagt tekið sóló í hvert skipti sem mamman sneri sér í nótt (sem var ekki sjaldan) ... faðirinn tilvonandi heldur því fram að það séu ekki snúningarnir sem slíkir sem vekji krílið, heldur stunurnar og djöfulgangurinn sem þeim fylgir ... hann má halda það, en auðvitað er það misskilningur, enda ég létt eins og fis og læt aldrei frá mér hósta né stunu ... nú er ekkert annað eftir nema að bíða spennt til níu í kvöld og taka inn einn skammt af Jack Bauer ... þar til næst ... takk
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Har de godt
Ómar Ingi, 24.11.2008 kl. 19:58
Ég er með gott ráð við þessu sem ég hef stundað nánast frá byrjun. Vegna þess að snúningar, þrátt fyrir að vera þar til gert lak, vekja mig og eru óþægilegir, þá sleppi ég þeim bara ;)
Marilyn, 24.11.2008 kl. 20:18
og það vantar eitt "með" þarna inn í - ég er MEÐ þar til gert lak.
Marilyn, 24.11.2008 kl. 20:18
ég hélt bara að þú væri svo mjó að þú værir lak :D
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 24.11.2008 kl. 21:52
og þetta er bara byrjunin.... Ég svaf ekki heila nótt í rúm 2 ár.... Svo að eins og ég sagði, bara byrjunin.....
Einhver sagði mér að barnið kæmi til með að vaka og sofa eins og það gerði í bumbunni og Rebekka mín var svoleiðis... Vaknaði um miðnætti og vakti meira og minna til sex.... Lagði sig svo í 3 tíma og svo var vakið til hádegis... Hún var reyndar sérstaklega slæmt keis og við enduðum með hana í svefnkennslu.....
En ég elska hana ekkert minna þessa elsku....
Er nú farið að hlakka pínu til að sjá prinsessuna þína.....
Helga Dóra, 25.11.2008 kl. 06:25
Ég er kannski mjó, en þessa stundina er á auðvitað meira eins og þak heldur en lak ;) (með áherslu á þoddnið)
Það boðar gott ef þetta er satt HD - minn er hress seinni part og fram eftir á kvöldin og lætur mig alveg í friði þar til kallinn reynir að reka mig á fætur á morgnanna ;) við erum sem sagt með alveg sömu rútínuna hehehe.
Marilyn, 25.11.2008 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.