1.12.2008 | 09:02
mig langar svo
að gera eitthvað annað en að læra, það er próf á fimmtudaginn og ég þarf að sitja við hverja stund, sem er að reynast mér erfitt sökum leti og rass-særis ... eða sko þetta er meira svona andlegt rass-særi sem lýsir sér í því að ég vil frekar liggja en sitja ... og ef ég ligg, sofna ég og ef ég sofna þá auðvitað læri ég ekkert ...
unnusti minn spurði mig í gær ... hvað eigum við svo að skíra ? ... nú? auðvitað þessu fallega tvínefni sem við vorum búin að ákveða ... ha? vorum við búin að ákveða það? þetta hef ég aldrei heyrt ! ... við vorum búin að ákveða fyrra nafnið en vorum eitthvað að vesenast með það seinna, en ég er alveg föst á því að við höfum verið búin að ræða það, það sé klappað og klárt og í huga mínum fullkomið nafn ... nei nei þá kom karlinn alveg af fjöllum þannig að ég hef sennilega verið að búa þetta allt til í hausnum á mér (man reyndar mjög skýrt eftir samtalinu þegar við ákváðum það en ég virðist vera ein til frásagnar) en við erum alveg sammála um nafnið ... ætlum að halda því fyrir okkur þar til barnið er fætt og búið að máta við það nafnið ... ég minnist þess að þegar ég var að byrja að fá hríðir við síðustu fæðingu var ég allt í einu alveg handviss að bæði nöfnin sem við vorum búin að velja (vissum ekki kynið) væru algjörlega ómöguleg og ekki hæf fyrir nokkuð barn að bera svo ég sat með nafnabókina og vaggaði mér í hríðunum ... eflaust mjög skondin sjón ! en svo var primero auðvitað algjörlega fullkominn Jóhann Jökull þegar á hólminn var komið, gáfum okkur reyndar tvo daga til að máta og tilkynntum svo ...
við notum ekki nafnið þegar við tölum um bumbukrílið, það eru nokkrar ástæður fyrir því ... í fyrsta lagi væri frekar trist að kalla barnið þessu nafni og svo kemur ekki það kyn sem áætlað er ... hvað svo ef nafnið passar bara alls ekki við karakterinn sem við fáum í hendurnar og við finnum það strax? ... svo er það mín tilfinning að ef eitthvað skyldi nú koma uppá og meðgangan ekki ganga upp, þá er örugglega erfiðara að vera búinn að persónugera krílið of mikið ... ég er alls ekki að reikna með neinu slíku, en mér finnst þetta raunsætt og hentar mér, hef ekki eina skoðun á því hvernig annað fólk hagar sínum málum þegar kemur að þessu ...
en núna er ég uppiskroppa með afsakanir fyrir því að fresta lærdómi ... nema jú ég á eftir að borða morgunmat ... svo ég ætla að renna mér í lífeðlisfræðina ... ég kveð að sinni
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hva, vill hann ekki Dóru nafnið með Helgu?? Hvaða yfirgangur er það???
Helga Dóra, 1.12.2008 kl. 12:21
hehe vá hvað ég skil þig en á síðustu meðgöngu kom bara eitt nafn til greina Eva Rut og núna kemur bara eitt nafn til greina.
Ég segji bara eins og Lovísa í Ronju Ræningjadóttur hafi ég eitt sinn ákveðið að barnið mitt ætti að heita Ronja þá mun það heita Ronja. hehe.
Hafrún Kr., 1.12.2008 kl. 13:14
Tveggja manna tal Ella Sigga tveggja manna tal... það virðist ekki heilagt einsog er búið að margsýna sig undanfarin ár
Dísa skvísa (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 22:15
Gangi þér best
Kristborg Ingibergsdóttir, 1.12.2008 kl. 23:08
Er það ekki alltaf svona þegar maður er í prófum... Þá hellist yfir mann vilji til að þrífa allt hátt og lágt eða gera bara eitthvað allt annað heldur en að læra :þ
Gangi þér rosa vel :)
Sykurmolinn, 2.12.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.