versta nótt lengi

ég sofnaði rétt um miðnætti, var ofsa þreytt ... um hálf fimm leytið vaknaði ég við eitthvað píp, svona vekjaraklukkupíp ... það var ekki í minni íbúð, ég leitaði um allt ... nema hvað, þetta píp hætti ekkert, pípti á nokkurra mínútna fresti og alltaf jafn hátt ... klukkan hálfsjö vaknaði svo unnusti minn við þetta (og bröltið í mér) og þá var ég orðin svo óheyrilega þreytt og ergileg yfir þessu að ég fór að hágráta með þvílíkum ekkasogum að manngreyið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið ... ógeðslega var ég orðin pirruð á þessu ... um sjöleytið heyrði ég að konan á neðri hæðinni (sem ég var á þessum tímapunkti farin að hugsa þegjandi þörfina, upphátt og í hljóði) kom heim og slökkti á pípinu ... ég held hún beri út blöð og/eða vinni á nóttunni og hefur pípið greinilega verið aleitt heima ... ég náði svo að sofna í hálftíam og lagði mig svo þegar piltar voru farnir að heiman í morgun, svaf til tíu ... nú ætla ég að hella mér í lífeðlis og reyna um leið að ná úr mér hrollinum ... er nokkurn veginn viss um að ég sé að detta í hina reglubundnu prófaflensu mína ... haemophiluz influenzae profae ... vona samt að ég sé bara sybbin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Elsku kona, sendi þér stuðning með hugstrumpi..... Gangi þér vel að læra í dag.... Svo geturðu alltaf huggað þig við það að þú ert rúmlega hálfnuð í þessum hormónarússíbana.... Þetta er alveg að verða búið....

Svo mæli ég með því að þú biðjir frúnna á neðri hæðinni að taka vekjarann sinn með sér í vinnuna.... Hann grætur bara þegar hann er einn heima og leiðist mikið greinilega.... 

Helga Dóra, 2.12.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Mér finnst að þú eigir að sparka í konuna næst þegar þú hittir hana...........það er það eina sem virkar á svona vekjarklukkubrjálæðinga

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 2.12.2008 kl. 12:10

3 Smámynd: Hugarfluga

Úff, hvað ég get sett mig í þín spor! Maður má ekki við miklu þessa dagana. Var sjálf andvaka til 5 í morgun og á þannig stundum gefst manni alltof mikinn tíma til að hugsa ... og stundum ekki þægilegar hugsanir. 

Knús á þig.

Hugarfluga, 2.12.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Hrikalega óþægilegt að lenda í þessuVona að þú hafir átt fínan dag elskan

Kristborg Ingibergsdóttir, 2.12.2008 kl. 17:13

5 Smámynd: Ómar Ingi

Það sem ekki drepur þig herðir þig bara vinkona

Ómar Ingi, 2.12.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband