18.12.2008 | 18:03
hann mun vel fyrir sjá
góðar fréttir í dag, mér er létt ... fór í mæðraskoðun, allt í fínu þar, fékk afrit af gömlu skýrslunni minni, gaman að lesa hana ... ég man á sínum tíma þegar ég lá sængurleguna, ljósmóðirin kom til mín síðasta daginn og fór yfir allt með mér, fæðinguna og allt það ... þegar hún las "klukkan 04:59 fæðist lifandi drengur ... hann andar strax og grætur" þá fór ég bara að hágráta, og í dag, tæpum tólf árum seinna fékk ég alveg gæsahúð ... þvílíkt kraftaverk, að eignast heilbrigt barn án þess að hafa nokkuð fyrir því ... ég er svo yfir mig þakklát og hamingjusöm með lífið mitt, það eru endalaus verkefni í gangi og það er ekkert að fara að hætta, lífið heldur áfram að gerast en ég er í stakk búin að mæta því vegna þess að ég er að mestu að gera sem mér er sagt, svo hefur alltaf reynst mér best að halda að mér höndum og vera ekki að fikta í málum sem mér koma ekki við, þá gengur alltaf allt upp ... nú ætla ég að kúra með kisa mínum, segjum gott í bili
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu það allra best sæta
Kristborg Ingibergsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:45
haha - var að fatta að það stendur ekkert um að Margrét sé lifandi í minni skrá. Stendur reyndar að hún sé hress eða hraust eða eitthvað þannig. En jú, það er víst ekki sjálfgefið að fá börnin lifandi í hendurnar, ekkert smá kraftaverk að koma þessum börnum í heiminn og á legg.
Marilyn, 19.12.2008 kl. 01:09
Er nú alveg að fá nóg af þessu væli í þér..... Hélt að við værum naglar sem grenjuðum ekki
Helga Dóra, 19.12.2008 kl. 12:16
var að horfa á þátt um ljósmæður í dag ... sá eitt barn fæðast, gettu hvort ég fór að grenja ??
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 19.12.2008 kl. 21:52
Nú grenjuskjóðan mikla..... Hey, það var eins og þegar ég fór í brúðkaupið hjá Gullu systir... Grenjaði frá því að ég sá hana koma í bílnum og þangað til að veislan byrjaði og svo aftur þegar ég var að fara með ræðuna og í bílnum á leiðinni heim.... Hvað er að koma fyrir okkur????
Helga Dóra, 20.12.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.