21.12.2008 | 21:46
tíu níu átta sjö ...
búin að eiga þvílíkan slökunar næsheitadag ... vaknaði uppúr tíu, borðaði morgunmat og fór svo bara upp í rúm að lesa ... pakkaði inn restinni af jólagjöfunum upp úr hádegi og eftir hádegismat lagði ég mig meðan unnusti minn horfði á Lpool ... eftir leikinn fórum við litla fjölskyldan í sund, fórum í pottinn, busluðum í innilauginni og skemmtum okkur konunglega ... einkasonur okkar var úti að leika sér hluta úr degi og var svo trítilóður í sundinu ... hér kemur vísanin í fyrirsögn færslunnar, en við erum nokkrum sinnum gömlu hjónin búin að þurfa að telja niður síðustu daga, drengurinn er alveg við það að fara yfir um af spenningi fyrir jólahátíðinni ... hann á afskaplega erfitt með sig þegar kemur að spennuástandi, til að mynda hringdi amma hans um daginn og bað hann að gera óskalista fyrir jólin og það bara endaði í hálfgerðri andarteppu fyrir framan tölvuna ... ég á allt eins von á því að hann fari að vakna með uppköstum næstu kvöld, en er fegin að vera að fatta tiltölulega snemma að ferlið er að fara í gang svo ég geti gert ráðstafanir til að hjálpa honum við slökun fyrir svefninn ... það byrjar að bera aðeins á kækjunum hans þegar svona ástand er, en ekkert sérlega mikið, enda vöndum við okkur við að hafa rólegheit hérna heima, það skiptir öllu máli fyrir stráka eins og minn, að ekki séu endalaus læti og hávaði ... jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti, lesa, hvíla mig og leggja kapal ... er það ekki þannig sem jólafrí á að vera ??
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Liverpool
Ómar Ingi, 21.12.2008 kl. 21:57
Nákvæmlega svoleiðis, rólegheit og aftur rólegheit Knús
Kristborg Ingibergsdóttir, 22.12.2008 kl. 00:09
Jólafríið hjá mér er.... Pappakassaúrtekningar, börn (þar af prinsessa sem vekur mann kl 7.30) og á eftir að gera nánast allt fyrir aðfangadag.... Gaman gaman...
En rólegri en áður og fullviss að þetta fer allt vel.... Gott að vera með þá tilfinningu...
Frábært að sjá hvað þér gengur vel elsku vinkona.... Stórkostleg breyting á heimilislífi.... Knúsaðu drenginn frá mér....
Helga Dóra, 22.12.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.