Annar í jólum

hér átti að vakna eldsnemma í morgunmat svo ég gæti borðað með fólkinu í jólaboðinu sem við fórum í klukkan tólf ... en neiiii hér rumskaði ekki nokkur sála fyrr en klukkan ellefu ... ég þurfti þessvegna að borða morgunmat rétt áður en við fórum og fá svo hangikjöt í nesti heim úr boðinu ! en það var hrikalega gott að fá hangikjöt og ótrúlega jólalegt nammi namm ... hvað viðvíkur mat hef ég fundið sterkt fyrir vanmætti mínum þessi jólin ... hér er búið að vera til konfekt og malt og ís og allur þessi djass og þó það fari sem slíkt ekkert í taugarnar á mér fyndist mér alveg eins gott að vera laus við að hafa þetta í kringum mig ... ég er ekkert á leiðinni að fara að fá  mér neitt af þessu, hvort mig langar í hefur þar ekkert með neitt að gera ... en ég finn líka sterkt fyrir eigingirninni, hvað hún væri auðveld leið út úr þessu, einfalt mál að banna bara að þetta komi inn á heimilið og neita að fara í boð þar sem svona er á boðstólnum ... æðruleysið skilar þó meiru til lengri tíma litið, að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, að það er enginn annar en ég sem geri þetta fráhald, ég þarf að bera ábyrgð á því, hinir eru ekki að fara að breyta sínum venjum til að þóknast mér ... ég ákvað að breytast og þarf að taka 100% ábyrgð á því, standa með mér og vera til friðs, sama hvað mér finnst um það :) en núna ætla ég að reyna að ákveða mat morgundagsins og skriða svo upp í rúm, það eru liðnir heilir ellefu tímar síðan ég vaknaði og það gengur auðvitað ekki að vaka svona lengi í einu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Þetta væri náttúrulega ekkert fráhald ef allt sem við þyrftum að halda okkur frá myndi bara hverfa ;)

Fyrir utan kvöldmatana á aðfangadag og í gær náði ég bara að snæða eina máltíð með fólkinu mínu, það var um kaffileitið í dag. Var alltaf á öðru "tímabelti" með matinn minn, frekar leiðinlegt því mér finnst svo gaman að borða "með" öðrum. 

Marilyn, 27.12.2008 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94066

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband