ég er ljóska

og skammast mín sossum ekkert fyrir það ... ætla þess vegna að segja nokkrar vel valdar sögur hér ...

Einu sinni var ég í ræktinni að hamast á krosstreinernum og horfa á sjónvarpið, það var fótbolti ... liðin sem voru að spila voru BRA-POR ... ég hugsaði með mér, voðaleg tilviljun er það að það skuli nánast vera eintómir latino gaurar að spila hjá Bradford og Portsmouth ... svo rann upp fyrir mér að Ronaldo, sem fór mikinn í þessum leik, spilar alls ekki fyrir Portsmouth, heldur Portúgalska landsliðið ... Portúgal-Brasilía ... gerist það meira latino??

Sumarið 87 eða 88 voru KISS tónleikar í Reykjavík ... ég fór á þá og mér til undirbúnings ákvað ég að hlusta nú plötuna sem ég átti með þeim til að vera með alla textana á hreinu ... þannig að vikuna fyrir tónleikana hlustaði ég og stúderaði textana og kunni þá að lokum nokkuð vel ... doltið spæld þegar ég fattaði að ég átti enga kiss plötu, var aftur á móti búin að læra allan Bon Jovi utanbókar ...

Vorum að ræða það hjónin í gær að nú þyrftum við að fara að koma okkur í gírinn bráðlega, með að fata upp krakkann tilvonandi og koma öllu sem því fylgir fyrir á heimilinu ... ég stakk upp á að við reyndum að fá lánaða kommóðu undir fötin hennar í smá tíma ... maðurinn minn benti mér kurteislega á að við erum ekki að fara að leigja barn í smá tíma ... heldur mun það koma til að vera 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum öll ljóskur inn við beinið ljúfan mín, ég á margar svona sögur af mér og öðrum, þetta er það sem gefur lífinu gildi.... 

Jólakveðja

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Marilyn

Bon Jovi er líka næs - æ vonna lei jú dán on a bed of róses ;)

Marilyn, 3.1.2009 kl. 15:53

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Þú ert yndisleg

Kristborg Ingibergsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:44

4 identicon

u u u u u eretta  þtelpa

mar þpyr sig

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 11:25

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

þiþþa, viþþiru það ekki??

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 5.1.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 94068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband