Sunnudagur

... ég skrifa svo leiðinlegar færslur að ég þarf alltaf að vera að setja nýja og nýja svo ég þurfi ekki að lesa þessar gömlu ... vítahringur !!

Litli maðurinn er kominn úr sveitinni, kvefaður en dásamlegur að vanda, hann hringdi í morgun bara af því að hann saknaði mömmu sinnar svo mikið þessi elska ... ji hvar væri ég ef ég hefði ekki eignast þennan gullmola ??

Við gömlu fórum í bió í gær, sáum Changeling í Laugarásbíó, snilldarmynd og alltaf gaman að koma í Laugarás og rifja upp prakkarastrik í huganum ... það voru nú oft góðir tímar ... hef svolítið verið að hugsa þann tíma út frá ofátinu mínu og matarfíkninni ... þvílíkar eðalaðstæður fyrir manneskju eins og mig að hafa eeeendalaust aðgegni að dópinu mínu ... enda var það notað út í ystu og rúmlega það, engar hömlur og þá meina ég engar !

Fór í skemmtilegan löns-hitting í dag, rosa gaman og geggjaður matur auðvitað!

Ég er að hugsa um að fara að skríða uppí bæli, langur dagur á morgun, förum á foreldranámskeið annað kvöld, ég hlakka til ... það er svo langt síðan ég gerði þetta síðast að mér veitir ekki af að hressa aðeins upp á minnið, verður gaman að fara að skoða fæðingardeildina, það hafa að mér skilst orðið gríðarlegar breytingar síðan þarna seint á síðustu öld þegar ég stóð síðast í barneignum !

Dúnn og friður

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe þú æfir þig þá að skrifa á meðan.

Það er erfitt að ímynda sér hvar maður væri staddur ef gullmolarnir okkar væru ekki þar sem þeir eru og það sem þeir eru.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.1.2009 kl. 00:17

2 Smámynd: Ómar Ingi

Fannst þér myndin ekki góð

Já þú í Laugarásnum 4 sinnum þú í dag ; ) 

Ómar Ingi, 12.1.2009 kl. 00:53

3 Smámynd: Sykurmolinn

Takk fyrir samveruna í gær :)  Ég var einu sinni að vinna í sjoppu og það var nú aldeilis næs á þeim tíma

Sykurmolinn, 12.1.2009 kl. 11:51

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Já Jóna það er svo skrítið að ef maður færi út í EF-pælingarnar þá kæmi að lokum í ljós að allt væri örugglega í lagi en bara öðruvísi ... þess vegna reyni ég að segja sem minnst EF

Ómar ... þú ýkir aldrei !!

Moli sömuleiðis

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.1.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk fyrir samveruna í gær elskan. Verðum að gera þetta aftur.

Kristborg Ingibergsdóttir, 12.1.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband