Komin heim af fæðingardeildinni

... vorum þar bara í tæpan klukkutíma, gekk mjög vel :)

 

Vorum semsagt að klára fæðingarfræðslunámskeiðið og fórum í skoðunarferð á fæðó ... fínt að vera búin að koma þangað svo maður komi ekki alveg af fjöllum þegar stóra stundin kemur ... skoðuðum fyrst fæðingarganginn, fengum meira segja live nýfæddan grát sem smaug í gegnum hurð ... ótrúlega krúttað, ég fékk allavega gæsahúð ... skoðuðum tvær fæðingarstofur þar, eina litla með potti sem er alveg af partístærð, svo aðra þar sem enginn pottur var en mér fannst hún nú bara kósí samt ... fórum á Hreiðrið og skoðuðum þar stofu með potti, ég verð að segja alveg eins og er að ég var búin að búast við að vera bara ohh ahh yfir Hreiðrinu, en mér fannst það bara ekkert spennandi ... við ræddum þetta gömlu hjónin á leiðinni heim og vorum sammála um að finnast venjuleg fæðingarstofa bara meira aðlaðandi og stefnum að því að vera þar í fæðingunni ... vil samt hafa pott, er alveg búin að bíta í mig að allavega prófa að vera í vatninu og fæða í því ef allt gengur vel ... ég stefni líka á að gera þetta au natural ... ganga allavega inn í það með því hugarfari, hvað sem svo verður þegar á hólminn er komið ... eníhú ... ég hlakka bara til, finnst þetta allt orðið frekar raunverulegt núna, enda ekki nema rúmar átta vikur eftir ... vííí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.1.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gaman að þessu :)

Ég spái því að ca. hálfa leið í gegnum fæðinguna verðirðu farin að öskra: GAS! GAS! GAS!

Baldvin Jónsson, 14.1.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Begga

Ég átti Aþenu í pottinum í Hreiðrinu og það er æði. Tók nánast á móti sjálf. Fékk smá gas aðalega til að hjálpa mér að hafa stjórn á öndun. Mæli með pottinum.


Á meðan ég man. Þú ert kannski búin að redda öllu en ég á hvítt rimlarúm sem ég þarf að gefa einhverjum. Vantar ykkur?

Begga, 17.1.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég er með tvö rimlarúm takk elskan :) já ég er nefnilega að heyra meira og meira af góðum fæðingum í pottinum, ætla að stefna á það, sjáum svo hvað gerist bara :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband