27.1.2009 | 08:55
Sjö ára í dag !
27.janúar 2002 vaknaði ég um miðjan dag, ég held mér hafi aldrei liðið eins illa og þá ... kvöldið áður hafði ég drukkið, drukkið ótæpilega ... ég varð mér ekkert til skammar, var bara full ... ég hafði farið út með síðustu aurana, þeir kláruðust þetta kvöld ... þegar ég kom fram í eldhús opnaði ég ísskápinn, hann var tómur, sem var slæmt því að von var á fimm ára syni mínum heim úr sveitinni seinna um kvöldið ... ég skalf, skalf þegar ég steig fram úr rúminu, ég skalf í sturtunni og ég skalf þegar ég hringdi í vinnuna til að biðja samstarfskonu mína að leysa mig af aðeins lengur, hennar svar : er þetta ekki orðið gott, drullaðu þér í vinnuna ... og ég fór í vinnuna, get ekki ímyndað mér að gagn hafi verið að mér þennan daginn, frekar en marga aðra, mér fannst nefnilega ekki tiltökumál að mæta timbruð til vinnu ... ég tók ákvörðun þennan dag, ákvað að leita mér aðstoðar ... viku seinna var ég komin í meðferð, hef ekki drukkið síðan ... mér þætti gaman að geta sagt frá því að síðan hafi ég dansað á regnbogum, kúkað fiðrildum og allir verið vinir ... þannig er það ekki ... lífið hefur gerst, ég hef misst foreldri, misst aleiguna, lent í slysi og glímt við aðra fíkn sem náði næstum að eyðileggja líf mitt upp á nýtt ... en þetta hefði ég ekki komist í gegnum, nema af því að ég fékk lausn, lausn við vandamálinu, sem þegar upp er staðið, er ég sjálf ... ég átti aldrei við drykkjuvandamál að stríða (enda óttalegur hænuhaus og léleg fyllibytta svona heilt á litið), heldur átti ég við lífsvandamál að stríða, gat aldrei fundið mig í eigin skinni ... lausnin sem ég fékk (ókeypis og þurfti sossum ekki mikið að hafa fyrir) tók á þessu vandamáli, mér, ég breyttist og varð önnur en ég var, sumir segja betri, aðrir hata mig eins og pestina, en mér er slétt sama, málið er að í dag hef ég yfir að ráða verkfærum, sem gera mér kleift að lifa eðlilegu lífi, taka ábyrgð á tilveru minni og leysa aðsteðjandi vanda til lykta ... ég er hamingjusöm, glöð og frjáls, myndi hvergi annars staðar vilja vera en akkúrat hérna, akkúrat núna ... og það er besti staður sem ég veit, að vera bara alltaf hérna, núna ...
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með áfangann... Það er gott að vera glaður og það allt...
Helga Dóra, 27.1.2009 kl. 10:02
Hæ elsku Ella Sigga mín og innilega til hamingju með áfangann. Frábært hvað lífið leikur við þig.
Kær kveðja frá Blönduósi
Dísa (Blönduósi) (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:03
Til hamingju með sjö ára afmælið!! Innilega til hamingju.
Jóna Á. Gísladóttir, 27.1.2009 kl. 15:44
Til lukku með daginn.... ;)
Sunna Dögg (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:25
Nohh Blöndós kallar Elín!
Til hamingju með daginn!
Marilyn, 27.1.2009 kl. 18:19
Til hamingju Ella mín þú færð sjö ára merki frá mér
Ómar Ingi, 27.1.2009 kl. 18:52
til lukku með daginn elskuleg... þú ert best !
Svana (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:04
Elsku vinkona til hamingju, hreinasta snilld:)
Unnur (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:55
Til hamingju með daginn. Haltu áfram að vera jafn frábær og þú ert!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 28.1.2009 kl. 00:44
Til hamingju með þetta Ella Sigga, þú hefur nú alltaf verið dugleg. Bara frábært hjá þér. :)
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:13
Til hamingju skvísa, algjört kraftaverk Eigðu góða daga áfram.
Kristborg Ingibergsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:17
Úff, þú ert flott kona!! Takk fyrir að deila með okkur.
Hugarfluga, 29.1.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.