Sunnudagsmorgunn

og ég er alein á fótum, fyrir utan kattarbjálfann auðvitað, þann yngri, hann er frammi að gera einhvern óskunda ... ég svaf ekki vel, borðaði svo risastóran kvöldmat í gær að ég var eitthvað voðalega þung á mér og stórhvelisleg í nótt ... en máltíðin var þess virði ! við áttum frábæran dag í gær, ég var mætt í Vídalíns upp úr níu og fundurinn heppnaðist afar vel, frábær mæting og virkilega nærandi og góður félagsskapur, boðskapurinn yndislegur og algjör forréttindi að fá að horfa á kraftaverk í framkvæmd ...

strákarnir mínir fóru á skíði og voru í nokkra klukkutíma í bláfjöllum, skíðuðu og skemmtu sér vel saman ... það fer um mig hlýjustraumur þegar ég hugsa um það hvað ég er heppin að mennirnir tveir sem ég elska mest í heiminum, skuli ná svona vel saman og að við séum að ná að fúnkera vel sem fjölskylda,  það er mér ótrúlega mikilvægt að geta loksins treyst annarri fullorðinni manneskju fyrir mér og drengnum, auðvitað hafa amma hans og afi verið yndisleg við okkur alltaf og ég ótrúlega heppin að ramba á þvílíka tengdaforeldra, en það er bara allt annars eðlis heldur en að búa með manni sem er eins heilsteyptur og sannur og hann Gummi minn, vá hvað ég er heppin ...

þetta var nú fullvæmið ... en nú er ég búin að gúffa í mig morgunmatnum (borðaðu hægt og taktu litla bita hahaha) og ætla að skríða upp í aftur, samviskan segir mér að fara að læra, en ég þarf klukkutíma í viðbót ...

gullmoli gærdagsins var að vanda sonur minn ... þeir voru á leiðinni upp í bláfjöll (nb drengurinn var að fara á skíði í 5.skipti held ég) ... og þá sagði hann ... ÉG ER NÚ BARA FÆDDUR SKÍÐAMAÐUR, ÉG HEF ÞAÐ ÖRUGGLEGA FRÁ AFA MÍNUM ...

dúnn og fiður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk fyrir frábæran dag elsku Ella Sigga mín

Kristborg Ingibergsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Helga Dóra

Spáðu í þetta......... Kraftaverk, kraftaverk, kraftaverk, kraftaverk.... Endalaus Kraftaverk......

Helga Dóra, 2.2.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 94068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband