afvelta

ótrúlega södd, borðaði kjúkling og rófur og gulrætur og hveitikím og epli og smjör og mæjónes og drakk appelsín og namm hvað þetta var góður matur ... er í ágætis standi með matinn núna, borða morgunmat fyrir átta, hádegis á slaginu tólf og kvöldmat klukkan sex ... þetta gerir það að verkum að ég er ekki springsödd þegar kemur háttatími og get þá frekar sofið ... annars er ég bara góð, fékk yfirferð yfir 8.og 9. í dag og má taka til starfa við fyrsta tækifæri ... búin að vera dugleg á fundum þessa viku og finn að það gerir mér gott ... ég er gengin 35 vikur í dag og við erum ótrúlega spennt hér á heimilinu, þeir fyrir að fá litla barnið, ég fyrir að komast í gallabuxur ... DJÓÓÓÓKKKKK ... en ég gengst við sjálfri mér og viðurkenni hégómleika minn fúslega, er stundum bara ohhhh hvað ég hlakka til að verða aftur mjó ... annars er ég ótrúlega mjó í dag, vaknaði bara ótrúlega slank með bumbu í morgun ... það gerist ekkert endilega á hverjum degi ... þó að ég viti vel að ég er ekki feit, ég vigtaði mig í gærmorgun og hef þyngst um 15kg á meðgöngunni, sem er held ég bara passlegt ... mér finnst skrítið að upplifa þetta og vera í svona góðri tengingu við sjúkdóminn minn, hausnum á mér er nefnilega alveg sama hvort ég er ólétt eða ekki ... hann öskrar bara "HLUSSA" þegar ég stíg á vigtina og hún sýnir 87kg ... ég er að öðlast meira og meira umburðarlyndi fyrir hausnum mínum og geri ekki annað en að vera bara kærleiksrík og minni sjálfa mig á að einn dag í einu kemur þetta hægt og rólega og að það er alltaf styttra og styttra þangað til ég fæ líkamann minn aftur ... ekki að ég sjái eftir því að lána líkamann minn undir að ganga með barn ... þetta er dásamleg lífsreynsla og mér finnst það algjör forréttindi að fá að vera ófrísk ... ekki meira í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú ert krútt. Hættu nú að hafa samviskubit yfir því að langa í líkamann þinn aftur. Allar konur upplifa þetta hvort sem þær viðurkenna það eða ekki (ég er allavega alveg viss um það). Ég tók Pollýönnuna á þetta og þakkaði fyrir að við göngum ekki með í 2 ár eins og fíllinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.2.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband