1.3.2009 | 12:59
alveg búin
ég svaf ekki í nótt - eða amk mjög lítið, var að snýta mér, hósta og fara fram að pissa í gríð og erg
klukkan sjö í morgun gafst ég upp og fór fram, ætlaði að leggja mig í lazy boy en fékk þá frábæru hugmynd að strauja frekar nýþvegnu gardínurnar - klukkan átta var ég semsagt búin að borða morgunmat og byrjuð að strauja - ég straujaði gardínurnar fyrir stofuna, þegar ég var búin að því tók ég til við rúmföt og taubleyjur barnsins tilvonandi - þegar Gummi vaknaði hálfellefu sendi ég hann niður að sækja svefnherbergisgardínurnar en ég hafði ekki orku til að klára þær, byrjaði aðeins á þeim samt, þarf nefnilega að sækja saumavélina og tylla þeim upp því límborðinn þvoðist í burtu - svo þarf ég líka að rúlla þær með límbursta því að kattahárin fóru ekki úr við þvott né þurrkaraferð - ég var svo sniðug að sækja mér skrifborðsstólinn hans JJ og sat við straujeríið og horfði á tvær bíómyndir á meðan - Tootsie og Love actually - og þó ég hafi setið á rassinum er ég samt, í fyrsta skipti á þessari meðgöngu, með fílafætur vegna bjúgs - mjög smart ... not !
nú er ég semsagt komin upp í rúm til að hvíla mig, ég er ógeðslega lasin, er með hita og búin að hnerra fimmtán sinnum meðan ég skrifa þessa færslu og eina óskin sem ég hef er að barnið taki ekki upp á því að fæðast í dag ... ég er bara of þreytt til að standa í slíku núna - en nú ætla ég að leggja mig og óska þér, lesandi góður, að þú eigir dásamlegan dag
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 94066
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi greyið finn virkilega til með þér,en þú ert greinilega hörku tól.
Gangi ykkur æðislega vel þegar kemur að fæðingunni.
Og hvíldu þig einsog þú getur
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 1.3.2009 kl. 13:24
Ómar Ingi, 1.3.2009 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.