20.4.2009 | 09:35
mín ábyrgð
er sú að barnið mitt sé rétt fest í bílinn - ég hef náð að viðhalda því að minn tólf ára er alltaf í belti, hvort sem hann er frammí eða afturí - ég er með einhvern voða voða fínan stól fyrir þessa sex vikna, með "base" og öllu - ég fer eftir leiðbeiningum á stólnum við að festa hann, en ég veit ekkert upp á hár hvort hann er 100% rétt eða nógu vel festur - getur maður farið eitthvert til að láta athuga það?
Ranglega festir bílstólar algengasta dánarorsökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já þú getur farið í búðina sem þú keyptir stólinn og fengið þá til að athuga það fyrir þig. Ég hef keypt tvo bílstóla hjá Ólavíu og óliver og strákarnir á lagernum eru í bæði skiptin búin að festa stólana fyrir mig og kenna mér það :D
Ásta (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:42
Ég bað Herdísi Storgaard hjá Forvarnahúsi um að tékka á stólnum hjá mér, það var auðsótt.
Meinhornið, 20.4.2009 kl. 10:07
Þú getur líka farið í tryggingafélagið þitt og látið athuga hvort bílstóll sé rétt festur (ég keypti minn nefnilega í útlöndum og fór niður í tryggingafélag og fékk hjálp við að festa stólinn í bílinn).
Andrea (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:02
Tek undir með Ástu - þau í Olavíu og Oliver hafa reynst virkilega hjálpsöm.
Jón Flón (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:11
takk fyrir þetta krakkar
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 20.4.2009 kl. 13:16
Nákvæmlega!! Það þarf að kynna þessi mál vel. Þ.e. að ekki sé nóg að beltið sé fast.
Þegar gelgjan mín var nokkurra mánaða þá festi ég hana kyrfilega í barnastólinn sinn og skorðaði hann vel í framsætinu með bakið í aksturstefnu (eins og lög gera ráð fyrir). Voða ánægð með mig. Þegar á áfangastað kom uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að festa bílbeltið í stólinn!!! Ég varð auðvitað skelfingu lostin yfir því sem hefði getað gerst þó ég gæti ekki annað en hlegið yfir því hvað ég fór samviskusamlega að öllu... nema einum mikilvægum hlut.
En... þetta er auðvitað ekkert til að hlægja að. Sennilega er maður enn að gera bölvaða vitleysu. Börnin sitja of lágt í bílnum og beltið hvílir á óheppilegum stað á þeim, eða eittvað slíkt. Ég þarf að kynna mér þetta.
Jóna Á. Gísladóttir, 21.4.2009 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.