Not just a hat rack

Brúarflöt - Fyrsta heimilið mitt, þar bjó ég með mömmu&pabba og þremur mikið eldri bræðrum mínum, stór garður og kofinn minn í garðinum. Þar varð atburður sem hefur sett mark sitt á allt mitt líf, þegar ég vaknaði átta ára gömul hjá mömmu látinni, dagur sem ég gleymi aldrei.

Smáragata - Þar bjuggum við pabbi í góðu yfirlæti hjá Ömmu Dóru eftir lát mömmu, sleiktum sárin og undirbjuggum okkur undir nýtt líf á breyttum forsendum. Það sama gerðum við Jóhann Jökull þegar við pabbi hans skildum, en þá var Amma Dóra horfin í óminnið, minningarnar um æskuna á Smáró héldu oft í mér voninni.

Espigerði - Við pabbi fluttum í litla íbúð og þar kynntist hann stjúpu minni, sem bjó í sömu blokk, saman fluttum við svo í næstu blokk og ég bjó þar þangað til ég fór til Ameríku, ég brallaði margt og misjafnt og eyddi þarna unglingsárunum. Þegar ég kom heim að utan voru þau flutt, en Amma Ásta pantaði að fá mig til sín, í sömu blokk. þegar ég vaknaði eftir lúr eftir langt flug frá usa, færði amma mér samloku með skinku&osti og bjór í rúmið, við höfðum það oft gott saman, reyktum, drukkum bjór, borðuðum smarties og lásum Barböru Cartland úr heimsenda kassanum af bókasafninu.

Bellaire Ave. - AuPair hjá Hebu og Gregg í 11 mánuði, passaði tvo yndislega strákaláka sem ég myndi í dag sennilega ekki ná í höku.

Lokastígur - Varð ólétt og átti Jóhann Jökul - allt sem gekk á var þess virði, því ég fékk hann.

Hnjúkabyggð - Skrítnasta sumar lífs míns, skil ekki hvernig ég hafði það af.

Skúlabraut - Við mæðginin tvö í risastóru raðhúsi, guðsélof fyrir fjölskylduna á Mýrarbraut.

Sveitin - Eitt af því sem ég varð að prófa.

Hátún - Þar bjó ég þegar ég fór í meðferð, pínkulítil skonsa á sjöundu hæð, gott athvarf að eiga þegar ég tók mesta gæfuspor lífs míns, að hætta að drekka og fara í meðferð, sjö og hálft ár síðan.

Vesturberg - Hér er ég búin að vera í sex ár, lengsti tíminn á einum stað síðan ég var táningur, ég fæ tár í augun þegar ég hugsa um þennan tíma, allt sem ég hef gengið í gegnum, allt sem ég hef áorkað og það er klárt mál að ég er ekki sama manneskjan og flutti hérna inn, heldur er ég betri, sterkari, vitrari og ef einhver hefði rétt mér mynd af lífinu mínu í dag þegar ég flutti inn, hefði ég sagt já takk, en snarlega skipt um skoðun ef ég hefði fengið leiðarvísinn í heilu lagi - sem betur fer hef ég fengið handritið afhent blaðsíðu fyrir blaðsíðu, bara að morgni dags, einn dag í einu.

Klukkuberg - Þangað flyt ég 15.ágúst næstkomandi, með eiginmanninum mínum og tveimur heilbrigðum, dásamlegum börnum og við ætlum að byrja restina af lífinu okkar saman, ég legg það í hendur míns æðri máttar, endalaust þakklát fyrir hvert hann hefur leitt mig og allt sem ég hef öðlast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ.

Til hamingju med Klukkubergid :) Ég samgledst þér innilega og vona ad lífid haldi áfram ad brosa yfir þér.

Vigga (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:28

2 identicon

Til hamingju Ella Sigga mín.  Ég fékk nú bara tár í augun við að lesa þetta.  Mikið ertu flink að skrifa.  Svo fallegt hjá þér.

Frábært að þetta gekk upp með Hafnarfjörðinn!  Hér er gott að vera.  Þetta er sama dæmi og þú varst að tala um þegar við hittumst í Grasagarðinum um daginn, ikke...?

xMaría Heba

María Heba (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:45

3 identicon

Hlakka til að fá þig í hverfið :-)

Agnes (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:51

4 Smámynd: Ómar Ingi

Klukk í berg

Ómar Ingi, 28.7.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Marilyn

Vá magnað að hugsa til þess hvaða manneskja flutti inn í Vesturberg og hvaða manneskja er að flytja út - ekki alveg sama konan ;)

Hlakka til að koma í nýju íbúðina og reyta af mér hafnarfjarðarbrandara í tíma og ótíma

Marilyn, 28.7.2009 kl. 01:07

6 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Jú Maja, þetta er það sama

Takk öll :)

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 28.7.2009 kl. 09:06

7 identicon

Ætli fjölskyldan á Mýrarbrautinni geti ekki líka sagt - guð sé lof fyrir mæðginin á Skúlabraut... :)

Lee (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband