31.7.2009 | 12:01
Barn í óskilum ??
Það er svo skrítið, að minningin um barnið sem grenjaði stanslaust og engdist um af vansæld meira og minna frá fæðingu, virðist hafa þurrkast út á nokkrum dögum ... dóttir mín er allt í einu orðin svo ógurlega vær og góð, hún bara drekkur úr pelanum sínum, sýgur snuðið sitt, borðar grautinn sinn og sefur meira að segja úti í vagni (er að nálgast tvo tímana í þessum töluðu orðum) ... hún fer upp í rúm klukkan átta á kvöldin, eftir graut, bað og knús frá pabba sínum og mömmu, flestar þessara athafna framkvæmir hún þegjandi og hljóðalaust og með bros á vör. Þessi sama stúlka er auðvitað orðin nokkuð þroskuð, á viku eftir í fimm mánuðina ... sem er annað, mér finnst þessi tími hafa verið svo ótrúlega fljótur að líða, mér finnst eins og það hafi verið í gær að við hjónin (hjónaleysi þá) fengum hana ylvolga og sleipa í fangið og upplifðum hina fullkomnu hamingju, hann í fyrsta skipti og ég í annað, ég hafði brotið heilann um það hvort nóg væri til af móðurástinni til að deila milli tveggja, það kom í ljós að nýtt hólf myndast með hverju barni sem fæðist, svo að ég hef ekki áhyggjur af því meir ... þegar vanlíðanin var yfirstaðin hjá unganum var ekki það eina sem gerðist að friður yrði í kotinu, það kom líka í ljós að undir amaseminni bjó þessi yndislegi karakter, hún er fyndin og skemmtileg og talar mikið (guðmávita hvaðan hún hefur það), hún sýnir umhverfi sínu áhuga og brosir framan í hvern sem er ... frumburðurinn minn er búinn að vera í sveit hjá ömmusinni&afa síðan 5.júlí, hann ætlar að koma heim á mánudaginn og vera í viku til að leika við vini sína áður en hann fer í Vatnaskóg 10-16.ágúst, það verða síðustu forvöð því að þegar hann kemur þaðan, verðum við flutt í Hafnarfjörðinn ... eins og mér fannst gott að hann færi í sveitina, er ég farin að sakna hans óskaplega, er og hef alltaf verið hálfvængbrotin þegar hann vantar, verð voðalega þreytt í naflastrengnum þegar hann er togaður svona langt í langan tíma :) ... held það sé ekki fleira í bili, óska ykkur dúns&friðar og góðrar helgar
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman ad lesa bloggid thitt...og gott ad heyra hvad lifid leikur vid thig Ella Sigga.
Kv. Arora
Arora (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:28
Ómar Ingi, 31.7.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.