Færsluflokkur: Bloggar
1.10.2009 | 08:57
hallærislegt
að geta ekki einu sinni lesið almennilega yfir kóperaðar fréttir "Timothy Dalton och Elliot Gould."
Noomi Rapace fær stórt kvikmyndahlutverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.9.2009 | 13:23
elsta brellan í bókinni
þetta er eins og þegar leikhúsin auglýsa "örfá sæti laus" þegar tómt er á sýningar ;)
Netþjónn Iceland Express hrundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2009 | 13:17
bú f****** hú
ég vil ekki heyra þetta væl - ég vil meiri hás
Of erfitt að leika Dr. House | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2009 | 22:17
Leiðindaljós
Þegar ég var í fæðingarorlofi fyrir tólf árum passaði ég mig alltaf á því að öllum húsverkum væri lokið 16:45 svo ég gæti horft á Gædíng - verandi í fæðingarorlofi núna, stillti ég á dásemdina fyrir nokkrum dögum ... sama fólk, sömu húsgögn, sömu plott, allt eins ... var m.a.s. búin að frétta að a.m.k. ein persóna væri búin að deyja og koma aftur ... en það er gott að geta treyst á suma hluti
Síðasta Leiðarljósið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 16:08
dæmt fyrirfram
Stolið fyrir framan myndavélar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.8.2009 | 23:29
Allt að gerast
Jæja þá er sælan búin, fæðingarorlofið á enda og venjulegt líf tekur við ... ég byrja í skólanum á morgun og í vinnu eftir viku
Frumburður byrjaði í Setbergsskóla í fyrradag og er bara sáttur ... Mýsla litla byrjaði í aðlögun hjá dagmömmu í morgun og lét eins og hún hefði aldrei gert annað, var reyndar heldur hissa á svipinn þegar við foreldrarnir kvöddum hana, en þett gekk rosalega vel og hún fer aftur a morgun
Við erum langt komin að koma okkur fyrir, heldur mikið af dóti sem endaði í geymslunni og ég á trúlega ekki eftir að nenna að sækja það neitt næstu vikur, en ég er full af góðum vilja og mun klára þetta fyrr en varir (not)
Það er eitthvað voða mikið á planinu næstu daga, fæ frænkur í kaffi á föstudaginn, fólk í mat á föstudagskvöldið, bumbumömmur í hitting á mánudaginn og svo ætla ég að halda saumaklúbb í vikunni á eftir ... tek málið náttúrulega alla leið loksins þegar ég kemst í gang
Siðustu mánuðir eru búnir að vera mjög notalegir, en ég finn það samt að ég er meira en tilbúin að komast út í lífið aftur, það á ekkert rosalega vel við mig að vera lengi á sama stað, að gera sömu hlutina (í þessu tilfelli skipta á bleyjum, gefa að éta og tala barnamál) ... hluti af mér vill vera áfram heima og dekra við dúlluna mína, en ég veit að hún hefur bara gott af því að umgangast önnur börn og með því að halda mínu striki í náminu og gera góða hluti í lífinu mínu verð ég betri mamma og hef meira að gefa henni
Við skiluðum af okkur íbúðinni í Vesturberginu í dag, ég fór þangað í morgun og fann strax hvað ég er rosalega sátt við að kveðja það tímabil í lífi mínu og byrja næsta hluta hér, skilja fortíðina eftir og horfa fram á við með litlu fjölskyldunni minni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2009 | 21:18
Uppþvottavél til sölu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2009 | 09:47
Fyrir fjórum árum ...
... var ég að vinna í ... tja við skulum segja ekki uppáhalds sumarvinnunni minni - hver dagur var öðrum líkur, ég borðaði, ég fór í vinnuna, ég borðaði, ég fór heim, ég borðaði, ég svaf, ég borðaði, ég sinnti ekki barninu mínu nógu vel, ég borðaði ... þið fattið hvað ég er að meina
stundum tók ég með mér "venjulegt" nesti í vinnuna, stundum átti ég kvöld og kvöld þar sem ég var ekki að troða í mig, en alla jafna var sælgæti, brauð, kökur, ís, skyndibiti og annað í þeim dúr á matseðlinum, matartímarnir voru mjög reglulegir, einn á dag, hann hófst þegar ég vaknaði og honum lauk þegar ég sofnaði - iðulega leið ég útaf a.m.k. tvisvar um miðjan daginn líka og svaf þungum svefni og var ekki nema hálfpartinn vöknuð þegar ég var komin aftur fram í ísskáp að setja meira í mig
ég átti vinkonu sem var í fráhaldi, við höfðum verið saman í ofáti og unað okkur vel þannig, en þegar hún var í fráhaldi gat ég ekki umgengist hana ... einn daginn tók ég samt upp símann og hringdi í hana, við fórum að hafa samband og einn daginn vorum við allt í einu búnar að pakka börnum, tjöldum, prímus og grænmeti í pínulítinn bíl og vorum lagðar af stað í útilegu ... tveimur dögum áður en við fórum hafði ég hringt í yfirmann minn og beðist lausnar úr vinnunni, tjáði honum að mér hefði borist tilboð sem ég gæti ekki hafnað (sem var bara venjuleg útilega) og hann varð pínkulítið foj og sagðist vona að það tilboð væri þess virði að fara svona óforvarendis í burtu ... það kom á daginn að sú var raunin, vegna þess að allt í einu var ég komin í nýtt líf, elskuleg vinkona mín sá um að ég fengi að borða, eftir því prógrammi sem ég borða eftir enn í dag og leyfði mér svo að leika lausum hala í bullandi fráhvörfum og með tilfinningarnar utan á mér ... þvílíkir dagar, svo ekki sé meira sagt
tíu dögum seinna gekk ég alla leið og leitaði mér hjálpar og síðan eru fjögur ár akkúrat í dag ... einn dag í einu hef ég gert það sem ég þarf að gera til að halda líkamlegri og andlegri heilsu, það hefur fullt gengið á, góðir hlutir mestan part og í dag er ég hamingjusöm hömlulaus ofæta í bata, ég leita náðar míns æðri máttar á hverjum degi, því að ein og sér hef ég engan kraft, ég held áfram að gera þennan díl þrátt fyrir allt sem gerist í lífi mínu, ég bið ekki um afslátt af prógramminu mínu og það er ekkert ástand svo gott eða slæmt að ég þurfi að borða til að syrgja það, fagna því eða reyna að gleyma því
ég hef misst fullt af kílóum og þessvegna halda margir að ég sé í megrun eða átaki eða einhverju slíku og þrátt fyrir allan þann bata sem ég hef fengið hefur fólk ennþá fullt af skoðunum á því sem ég geri, í sumum hnussar ennþá, margir bera ekki nokkra einustu virðingu fyrir því að ég geri það sem ég þarf að gera og finnst bara allt í lagi að láta mig heyra það, setja út á, fussa þegar það sér matinn minn, jesúsa sig þegar ég dreg fram vigtina og þar fram eftir götunum - en sem betur fer hefur mér lærst það, að það var ég sem þurfti að breytast, ekki hinir ... fyrir mér er hömlulaust ofát dauðans alvara, það fór með mig á staði sem ég hefði aldrei trúað að væru til, gerði mig óhæfa til að sinna barninu mínu og gerði mig andlega dauða, og það er ástand sem er hálfu verra en að vera á kistubotni alvöru dauður
ég hef ekki náð mínum árangri af því að ég er svo dugleg, eða afþví að ég er svo stabíl og ég er ekki að segja frá þessu og sýna af mér myndir af því að ég er svo ánægð með sjálfa mig, auðvitað er ég pínu montin að hafa gengið vel, ég ætla ekki að ljúga neinu um það, en velgengni mín hefur að öllu leyti falist í því að taka leiðsögn, gefast upp á mínum hugmyndum og sætta mig við það að þegar kemur að mat, hef ég ekki hæfileika til að velja og hafna, ég glataði honum fyrir löngu, ef ég hafði hann þá nokkurn tíma, guð má vita að það hefur nóg gengið á í mínu lífi sem hægt hefur verið að nota sem átyllu til ofáts, hvort sem var fyrir eða eftir fráhald, lykillinn að mínum bata í dag er að í smástund bar mér gæfa til að þegja og hlusta, segja já takk en ekki já en ... það þurfti ekki meira til og ég er líka svo heppin að ég vakna á hverjum morgni með sömu örvæntingu til að gera prógrammið mitt, örvæntingin hefur mismunandi birtingarmyndir, stundum langar mig bara ekki að vera feit, stundum langar mig að vera andlega heil, stundum vil ég vera að gagni og stundum vil ég vera til friðs, en það er sama hvaðan gott kemur, á meðan örvæntingin er til staðar, get ég haldið áfram, einn dag í einu
það er fráhaldinu mínu að þakka að ég á í dag allt það sem ég þarfnast, kannski ekki endilega allt sem ég vil, en það sem ég vil breytist frá degi til dags ... ég á tvö heilbrigð börn, eiginmann, heimili, vini, æðri mátt, mat í ísskápnum, föt á kroppinn og svo fullt af drasli sem engu máli skiptir - það sem er mikilvægast fyrir mig að vita í dag, er að ef ég missi eitthvað af þessu, þarf ég ekki að borða hömlulaust, en ef ég borða hömlulaust, þá missi ég þetta allt, þess vegna er fráhaldið það mikilvægasta í lífinu mínu í dag
salt&pipar
esg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.8.2009 | 23:34
Brugðum okkur af bæ ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
- addahelga
- helgadora
- marilyn
- brussan
- bobbaff
- hafrunkr
- huldalind
- marylinda
- sykurmolinn
- bleiksteik
- marias
- thoradora
- teygjustokk
- supermamma
- drottningar
- jonaa
- hugarfluga
- ellasprella
- baldvinj
- kjarninn
- marra
- asgerdurjoh
- skrudur
- bellastar
- melabraut
- tibet
- griman
- ingabesta
- siggadrofn
- blattafram
- sigrunhuld
- siggiholmar
- imp
- olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar