Færsluflokkur: Bloggar

allt að gerast ...

... eða þannig, það er nákvæmlega ekkert að gerast ... ég bara hangi í tölvunni, er búin með vöðvakaflann og er að fara að fá mér hádegismat ... seinnipartinn ætlum við gömlu hjónin að skutla einkasyni og viktori litla í sveitina ... svo er bara meiri lærdómur, lesa lesa lesa, engin hætt á að bóndinn trufli mig þar sem fótboltinn er byrjaður og nokkuð víst að hann verður til friðs ... sem hann er sossum alltaf ... ekki ófriðurinn af þessari elsku ... dreymdi samt í nótt að við vorum að fara í bústað og eina sem hann keypti í matinn var konfekt og ég drapst auðvitað úr frekju og það endaði með sambandsslitum ... kræst hvað maður getur verið kreisí ... meira síðar (meira blogg, vonandi ekki meira kreisí talk)

kræst

fór í kringluna ... á pening og ætlaði að kaupa mér eitthvað ... ég fann ekki eina flík sem ég myndi hafa áhuga á að ganga í ... mér finnst þetta mjög skrítið ... þegar ég var feit keypti ég bara það sem passaði, hvernig sem það leit út og málið dautt ... núna get ég verslað þar sem mér sýnist og bara sé ekkert sem mig langar í ... annars líður mér best í leggings og kjól en það er kannski allt í læ að breyta þá til um kjól ... ja eða leggings ... en eins og áður segir, heillaði mig ekki ein einasta tuska, svo ég fór aðeins í boddí sjopp og keypti mér svo hveitikím ... mjög spennandi ... not ... eða jú keypti líka þennan fína danska ost í sneiðum og óg. góða skinku, nammi hvað hádegismaturinn var góður, var nebblega svo óglatt þegar ég var að tilkynna í gærkvöldi að ég skrifaði bara mjólk og kím ... breytti svo bara í skinku og ost og salsamæjó og allan pakkann húrra húrra húrra ... ps var í hagkaup, var í símanum og stóð allt í einu fyrir framan grind af lakkrísi og með einn slíkan poka í lúkunum ... hversu lasin er hægt að vera ... var m.a.s. að tala við fráhaldsmanneskju á meðan og játaði fyrir henni að ég væri í sykurrúnki dauðans, þræðandi baksturs og sælgætisganga í hagkaup ... gúgú

sjeik með matnum

bara eins og á mcviðbjóðs í gamla daga en betra núna ... skálin úr ísvélinni alltaf reddí ... henda í hana slatta af mjólk, síróp að eigin vali útí og láta þetta malla meðan maturinn er útbúinn ... vigtað tilhlítandi magn ... hence ... sjeik með matnum

þriðjudagur

vá tvö blogg í dag ... enda farið að hausta ... ég sit uppi í rúmi að krókna úr kulda, með tvær sængur og nota náttbuxnaskálmar fyrir ermar því ég er of löt til að standa upp og klæða mig ... ég veit ég veit hámark letinnar ... las tvo kafla í dag ... merkilegt hvað maður lærir meira í lífeðlisfræði við að actually LESA bókina hmmm ... nema hvað, fór á frábæran fund, endurheimti eftirlegukind og allt í blússandi gír ... ekki teljandi ógleði í dag eða gær eða fyrragær og það er ekki lítil hamingja með það ... þetta var orðið doltið þreytt ... vigtaði mig í morgun, stend í stað, hefði örugglega lést ef það hefði ekki verið búið að bæta við mig meiri mat ... doltið skrítið að vera búin að vera lengi í traustu og öruggu fráhaldi og fara svo yfirum á taugum og halda að ég bara lifi ekki nóttina af nema fá ristabrauð eins og kom fyrir um daginn ... en þegar ég á í hlut verður aldrei eitt ristabrauð, það er bara brætt úr ristinni áður en yfir lýkur ... og þangað vil ég ekki fara, heldur vera hér ... æi vá bull bull verð að fara að sofa

þrjú ár

5.ágúst 2005 var dagur eitt í löglegu gsa fráhaldi ... þá var ég búin með kvótann af ofáti og búin að falla fyrir lífstíð í hinum og þessum átökum og kúrum ... ég hef ekki þurft að borða hömlulaust í þrjú ár, hef fengið nýjan líkama, nýtt líf ... ný viðhorf, nýtt samfélag, það hefur ALLT breyst ... ég er stúdent, ég er í háskóla, ég er mamma, ég er sambýliskona, ég er tilvonandi mamma, allt sem ég hef aðgang að í dag er byggt á sama grunni ... fráhaldinu mínu. Þess vegna er fráhaldið það mikilvægasta í lífi mínu í dag.

laugardagur

ég er búin með sumarvinnuna, síðasta vaktin í gær ... ruslaði mér á fund í hádeginu í dag, það var að sjálfsögðu dásamlegt og þarft ... fórum gömlu hjónin í bónus ... kíkti í stubbasmiðjuna í holtagörðum, ómægod, ég missti mig næstum ... hlakka ekki lítið til að vera komin nógu langt til að geta farið að versla þar ... vona búðin fari ekki á hausinn áður, eins og allt virðist vera að gera þessa dagana ... ætla að kíkja í moggann og svo lífeðlisfræði ... meira síðar

208 dagar

á kjaft ... er það gangverðið fyrir gróf kynferðisbrot gagnvart litlum stúlkum?? Ætli þeim þyki það nóg?? Hvenær gerist eitthvað? Hvenær breytist eitthvað? Mig langar að hrækja þegar ég heyri svona fréttir, helvítis viðbjóður ... pardon mæ frensj

fréttir

ég og gummi : KOMDU AÐEINS OG TALAÐU VIÐ OKKUR

jóhann jökull : ER ÞAÐ EITTHVAÐ HRÆÐILEGT??

ég og gummi : OKKUR FINNST ÞAÐ EKKI, VITUM EKKI MEÐ ÞIG

jóhann  jökull : HVAÐ ERU FRÉTTIRNAR?

ég og gummi : DETTUR ÞÉR EITTHVAÐ Í HUG?

jóhann jökull : UUU NEI

ég og gummi : HVAÐ ÁTTU MÖRG SYSTKINI?

jóhann jökull : ÞRJÚ

ég og gummi : LANGAR ÞIG Í FLEIRI?

jóhann jökull : NEI

ég og gummi : UUU ÞÁ ERU ÞETTA SANNARLEGA HRÆÐILEGAR FRÉTTIR 


sunnudagur

ég held ég hafi ekki vaknað svona seint síðan ég byrjaði í fráhaldi ... klukkan sýndi 11:56 þannig að það var ekki annað að gera en að stökkva fram í eldhús, vigta jógúrtið, fá mér eina skeið af því og vigta svo ávextina útí ... namm namm, er sjúk í jógúrt með melónu, jarðarberjum, plómum og meira gotteríi ... fórum í ikea, gátum ekki einu sinni eytt einni smá inneignarnótu ... keyptum ramma fyrir fínu myndina og erum núna að horfa á heimskulegasta 60minutes þátt ever ... um ameríska herinn sem rekur homma&lesbíur ef þau segjast vera gay, en ef þau segja ekkert mega þau vera ... jafnvel þó allir viti ... einhver toppurinn segir að us herinn vinni svo mikilvæg verkefni í stríði að hommar séu ekki nógu sterkir og karlmannlegir til að sinna þeim ... maður spyr sig hvort ekki megi senda lesbíurnar fyrst að þeirra steríótípa er trukkal... það er alveg merkilegt hvað fullorðið fólk getur látið út úr sér ... held áfram að horfa á sixtíminnits samt ...

humar

er góður, namm, takk fyrir mig

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband