Færsluflokkur: Bloggar

gras

ég kom fram eftir næturvaktarsvefninn og þá var sonur minn að horfa á deuce bigalow male gigolo í sjónvarpinu ... ég var mjööög hneyksluð og sagði í uppeldistón ... "þetta er nú ekki nein mynd fyrir börn" ... svarið kom um hæl ... "mamma ... ég er að vaxa úr grasi" ...  ég á ekki svar við því að sinni


Stubbur&Felix

höfðu það súpergott heima meðan við vorum í burtu takk, nágrannakona mín og samstarfskona tók að sér að sinna þeim og þeir voru dauðfegnir að losna við okkur, en jafnglaðir að sjá okkur aftur, Felix hefur ekki vikið frá hlið minni síðan við komum og sá stutti er mikið í hálsakoti hjá gömlu hjónunum ... ég er ekki í neinu bloggstuði þessa dagana, er þreytt, að vinna á nóttunni og langar bara að fara að komast að læra og hætta þessu vinneríi ... er að senda einkason í vatnaskóg á miðvikudaginn og það verður gaman fyrir alla :) allt við það sama ... segi ekki meira í bili

heima er bezt

áttum yndislega daga í bústaðnum, púslað, étið, spilað, sofið, lært, sund, sól, rok, rigning, göngutúrar, allt þetta hefðbundna og skoðunarferðir á gamlar slóðir ... bara kósí ... en nú er ekkert elsku mamma neitt því að það er mánuður í fyrsta próf og ekki annað í boði en að líma nef í bók, girða bol í brók og hætta að drekka kók ... síðar

einn dag í einu

Well I gotta get drunk
and I sure do dread it
cause I know just what I'm gonna do
I'll start to spend my money
call everybody honey
and wind up singing the blues.

þess vegna legg ég mig fram við að lifa andlegu lífi svo ég þurfi ekki að drekka áfengi eða borða hömlulaust, þetta tekst mér fyrir náð míns æðri máttar ... einn dag í einu 


bús-staður

er algjörlega andlaus hvað varðar blogg bæði lestur og skrif, er bara að vinna og fer svo í bús-stað á morgun, verð í viku, bið ykkur vel að lifa og hafa það næs á meðan

öppdeit

það er nú einu sinni þannig að þegar ég á pening og langar í föt, finn ég aldrei neitt ... fékk samt jakka, buxur og bol ... nennti ekki að máta buxurnar en svo voru þær auðvitað of litlar :( sem setur mig út af laginu og mér finnst ég feit bú hú ... en miðað við það hvað ég hef brenglaða mynd af sjálfri mér skal ég þegja ... karlinn keypti gallabuxur, jakka og bol ... svo keyptum við butternut og smá snyrtivörur ... allir í stuði ... nema einmitt mér fannst ekkert endilega neitt ljótt á útsölunum en svona á heildina litið finnst mér ekkert endilega vera neitt smart í búðum, þarf að fá mér persónulegan stílista ... any takers ?? veit að marilyn myndi kaupa á mig eitthvað sjúklega þröngt, ommi myndi kaupa la lakers búning og HD bol með prúðuleikara og svartar buxur ... ég sjálf skoða alltaf fyrst jogging galla og handklæðabuxur ... er vonlaus, en tek fram að allt sem ég keypti var valið af mínum persónulega stílista í afleysingum ... manninum mínum

djók

er löt, er samt búin að þrífa, er ógeðslega heitt, er samt undir sæng, er að fara með Stubb í bólusetningu í dag, er líka að fara á fund, er líka að fara í Kringluna að spandera á mig föt, er líka að fara í Húsgagnahöllina (okurbúllu aldarinnar) að gá hvort eitthvað spennó er á almennilegri útsölu (eins og tildæmis sófaborð sem kostar núna 8256 kr og er ekki virði krónu meira en kostaði nú samt áður 49857 kr geri aðrir betur) allt er í lukkunnar velstandi og allir glaðir og kátir þó að ég sé í engu bloggstuði þessa dagana, nenni ekki einu sinni að lesa blogg, hvað þá skrifa sjálf, er byrjuð að bisa við að læra og gengur sæmilega, fer í anatomiu 18.ágúst og lífeðlis þann 21. búin að borga skólagjöldin og allt eins og það á að vera ... takk í dag

hættu nú alveg

syni mínum hefur ekki verið boðið í öll afmæli í sínum bekk ... get ekki séð að það hafi á hann mikil eða alvarleg áhrif, þó að ég muni eftir einu skipti sem hann var spældur ... en langtíma áhrif verða að bíða síns tíma og þá sjáum við hvort áfallahjálp verður ekki í boði ... ég var oft skilin útundan þegar ég var krakki, kannski vegna þess að ég var að drepast úr frekju ... hver veit ... ófarir mínar og slæmar aðstæður sem ég hef lent í eru ekki vegna þess að ég var skilin út undan ... heldur vegna ákvarðana sem ég hef tekið í gegnum tíðina ... you are where you are because of the choices you made sagði einhver ... lífið mitt er 10% hvað gerist, 90% hvað ég ætla að gera í því ... á þessu heimili er ágætis aðferð notuð til að þurfa ekki að fara fyrir þing ... í þau fáu skipti sem við höfum haldið afmælisboð bjóðum við fjölskyldunni, annars finnst okkur rosa fínt að halda upp á afmæli með því að fara í bíó, út að borða eða bara kusa okkur eitthvað saman í tilefni dagsins ... mæli með því að hafa þetta bara á rólegum nótum og njóta hvors annars
mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband