Færsluflokkur: Bloggar

vá !!

var svo ljónheppin að fá að fara með fund á Vog ... vá hvað ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið síðan ég var þar fyrir sex og hálfu ári ... algjörlega auðmjúk og bara ... vá

næturblogg

05:20 ... ekkert að gerast, drekk pepsi ... er að hugsa um að taka mér blogg-sumar-frí, finnst engin sumarstemning í blogginu ... sjáum til ...

sól

í hjarta sól í sinni ... ég nefnilega fór á fund í hádeginu í dag ... sem ég var alveg til í að sleppa því ég var að lúlla mér ... en ástmaður minn hringdi og minnti mig á að ég ætlaði á fund svo að ég druslaði mér af stað ... viti menn, geðveikur fundur, fékk nýja sponsíu og allt að gerast júhú ... guð er góður ... fór svo heim og borðaði, sótti einkason og við fórum í nauthólsvík, hann í bleyti og ég í sól, fórum svo aðeins á rúntinn og ætluðum að heimsækja stjúpu en hún var á flakki svo að við bara þvoðum bara bílinn og sóttum svo gamla manninn, nú er ég með margar freknur og ætla að skríða undir sæng með litlum kisa ...

nattevagten

allt með kyrrum kjörum á þessari deild ... er að taka tvöfalda vakt, mætti hálffjögur í gær og er að vinna til átta ... þá ætlar elskulegur ástmaður minn að sækja mig svo ég geti farið heim að lúlla ... klukkan er að verða fjögur núna, ég er pínu sybbin, fékk smá tuskuæði og er svo bara að drekka pepsi og kósa mig ... lærði að gera hjúkrunargreiningar áðan, fékk að taka á móti sjúklingi og gera á honum taugaskoðun og tala við aðstandendur ... óg.spennó, nema að ég fer ósjálfrátt í fílu að vera í skólanum og að vera að fara í sumarpróf þegar ég er að læra svona mikið í vinnunni, finnst ég ekki þurfa skólann ... y'all need to stop drivin' ... sem sumir buddulingar munu fatta ... er semsagt með spesveiki á háu stigi eins og vanalega og finnst ég aldrei þurfa að leggja eins á mig og aðrir fyrir sömu útkomu ... en það hefur bara ekkert með raunveruleikann að gera frekar en svo margt annað í mínum ljóskuhaus ... farin að læra ... góða nótt

skoðun

ef ég þarf að hlusta á einn sjálfstæðismanninn enn segja að allt sé í himnalagi í þjóðfélaginu eða heyra meira um ísbirni ... þá hugsa ég að ég bara haldi áfram að vera æðrulaus og vita það að ef ég sjálf er til friðs og er umburðarlynd og kærleiksrík, verður allt í lagi ...

hugleiðing

var að spjalla við konu í vinnunni um daginn ... það barst í tal að ég hafi grennst ... þá fór hún að segja mér frá konum sem hún þekkir sem hafa farið í magaaðgerð og ég missti mig aðeins í skoðun minni á þessum aðgerðum, þ.e.a.s. þegar um veika matarfíkla er að ræða ... nema hvað ... hún sagði mér að vinkona sín hefði farið í aðgerð, grennst einhver lifandis ósköp og verið alveg sjúk í fatabúðum og hrikalega hamingjusöm með þetta allt saman, skiljanlega ... nema hvað að svo hafi farið að síga á ógæfuhliðina og hún farin að þyngjast hressilega aftur ... og ég segi henni að það sé einmitt þetta sem ég sé svo hrædd við, að það sé ekki nóg að klippa magann úr fólki sem er með sjúkdóm sem er af andlegu tagi ... en þá segir þessi samstarfskona mín setningu sem stakk mig í hjartað : "en hún fékk þó allavega tvö góð ár" ... persónulega finnst mér það að fara í stóra skurðaðgerð með miklu inngripi og öllum þeim komplikasjónum sem geta fylgt vera heldur mikill fórnarkostnaður fyrir "tvö góð ár" ... ég er búin að eiga næstum þrjú ár í fráhaldi, þau eru búin að vera bara venjuleg, ekkert vond, ekkert frábær, heldur fín ár í fráhaldi einn dag í einu, auðvitað eru þessi ár mörgum sinnum betri en árin sem ég átti áður, en það er ekkert drama, mitt gamla lif var alltaf annað hvort algjörlega frábært eða skelfilega hræðilegt ... enda var ég aldrei í nokkru einasta jafnvægi ... núna líða dagarnir alltaf bara frekar áreynslulaust fyrir sig og ég tek því sem að höndum ber ... á heildina litið er ég hamingjusöm glöð og frjáls og það er það sem gildir ... og mér finnst ég ekki hafa fórnað neinu ... takk í dag

dagar og nætur

er eitthvað blogglöt þessa dagana, er að fara að vinna í nótt og næstu nótt þannig að ég er bara að vinna í því að snúa sólarhringnum við og þess á milli að taka til heima hjá mér .... hef nákvæmlega ekki neitt að segja nema að ég er hamingjusamt helvítis pakk og fíla það ... ætlum í bíltúr austur fyrir fjall um helgina, á veiðisafnið og eitthvað að kusast á stokkseyrarbakka ... gamanaðessu

sko

við erum eiginlega búin að breyta nafninu og hann litli kisi heitir Stubbur ... er sætastur, fjörugur, klaufskur og heldur að hann ráði öllu, Felix er skíthræddur við hann ... hi hi ótrúlega krúttlegt

spotti

Mynd033

 


þreytt

er eitthvað voðalega þreytt og svæf þessa dagana ... en er samt ekkert að sofa allan daginn, þannig, dottaði í litun&plokkun í morgun og lagði mig svo fyrir kvöldmatinn ... rosalega stolt af drengnum mínum sem kom heim með medalíur eftir sundmót og níu í ensku og heimilisfræði ... hann byrjar í línuskautaskólanum á mánudaginn og er ofsa spenntur ... ég er að vinna mikið um helgina og því verða þeir gúmmífeðgar tveir í kotinu ... ég er svo full af þakklæti og gleði yfir því hvað þeir ná vel saman og hvað Gummi er góður við hann og þolinmóður jésús pjétur minnstu ekki orði á það ógrátandi ... hann bætir svo innilega upp fyrir alla mína óþolinmæði og almennt óþol gagnvart drengnum mínum, sem er auðvitað augasteinninn minn og ég elska hann út af lifinu en við erum nú búin að vera tvö ein í svo mörg ár að við erum eins og gömul hjón ... tengdapabbi ætlar að koma um helgina og þeir ætla að koma ofninum í gagnið, keyptum semsagt nýjan ofn í vikunni, það fyrsta sem verður eldað í honum verða rófufranskar og pizza við fyrsta tækifæri, ég er komin með svæsin fráhvarfseinkenni ... er að hugsa um að fara að koma mér í háttinn (orðin syfjuð aftur) og eiga svo góðan dag með drengnum mínum á morgun áður en tryllingstörnin hefst annað kvöld, er sko á kvöldvakt á morgun, morgun+kvöldvakt á laugardaginn, kvöldvakt á sunnudag og morgunvakt á mánudag ... verð þreytt bara við tilhugsunina ... en bara gaman ... heya heya

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband