Færsluflokkur: Bloggar

í ruglinu sú gamla

fyrr í kvöld var ég svo gjörsamlega föst upp í míns eigins rassi að ég sá ekki neitt ... eftir fundinn sé ég skýrar ... ég er doltið gleymin og þess vegna ætla ég að setja hér niður nokkur atriði sem mér hefur reynst erfitt að muna upp á síðkastið ...

  • ég á allt gott skilið, alveg eins og aðrir
  • ég er ekki vitlaus
  • mér er ekki búið að ganga vel í prófum bara af því að þau eru svo létt heldur af því að ég er búin að einbeita mér í skólanum í vetur, verið á staðnum í fyrirlestrum og lært fyrir prófin
  • guð elskar mig jafnt og öll hin börnin sín
  • það er allt í lagi að vera ekki í 100% góðu skapi og með skemmtiatriði og tuskuna á lofti þegar maður er í prófum, með hita og á túr
þetta er svona það helsta sem ég þarf að rifja upp í dag ... mér finnst allt í lagi að allir séu mannlegir, nema ég, ég er búin að ganga í gegnum algjöra breytingu á mínu lífi á sl. sex árum, og þá er ég að meina algjöran viðsnúning, en minn ruglaði haus er samt tilbúinn að segja mér að ég sé nú ekki að gera alveg nógu vel ... meira bölvaða bullið í þessum haus mínum ... eða eins og gamall og góður spíker sagði : "my head would have killed my body a long time ago, except it needed it for transportation" ... ró&friður

á stöku stað

ég þoli ekki fullt af fólki ... það segir ekkert um fólkið sem ég þoli ekki, heldur segir það mest um sjálfa mig ... mér leiðist fals, mér leiðist yfirborðsmennska, samt get ég alveg verið fölsk, ég get líka verið yfirborðskennd ... hvernig getur það verið? jú, ég er nefnilega mannleg ... ég er breysk og ég hef galla ... sem betur fer, vegna þess að ef ég héldi að ég hefði ekki galla, væri örugglega rosalega erfitt að vera ég ... eða sko ég veit að það væri erfitt ... been there, done that, got the t-shirt ... ég er syfjuð, vorum litla fjölskyldan að horfa á little miss sunshine, algjörlega dásamleg mynd ... ég dýrka toni colette síðan í muriel's wedding ... wonder why?? svo langaði mig að horfa á what's love got to do with it en var orðin sybbin, vissi að ég myndi ekki hafa eirð í mér, byrjaði að horfa á borat með húsbandinu, hef ekki smekk fyrir þessu, er sennilega of meðvirk fyrir svona grín ... ætlaði bara að tilkynna matinn minn og svo beint að sofa ... ætlaði allllls ekki að blogga ... þarna sjáiði, ég er mannleg, get ekki endilega alltaf farið eftir því sem ég ákveð ... ég les mörg blogg, hjá fólki sem ég þekki ekki neitt, spegla mig í þeim, það er fullt af fólki þarna úti sem er í svipuðum pyttum og ég hef sokkið í um ævina ... það fær mig til að verða þakkláta fyrir að hafa sagt já takk þegar einhver bauðst til að hjálpa mér uppúr ... ekki meira um það að sinni, ég þarf að hvíla mig ... góða nótt

vigta & mæla

Ég er að læra ... veit nokkra hluti núna sem ég vissi ekki í morgun þegar ég vaknaði ... þá er maður að læra er það ekki? Ég er að hugsa ... og ég ætla bara að hugsa með sjálfri mér því ég ætla ekki að tala um neinn eða lýsa skoðunum mínum ... ég sveiflast mikið í hausnum á mér í sambandi við þá ákvörðun að læra hjúkrun, ég er fullviss um það að ég hef allt sem þarf til að vera góður hjúkrunarfræðingur, þekkinguna er ég að öðlast í gegnum námið, færnina fæ ég í starfsnámi og til að mynda í sumar þegar ég fer að vinna á B2, en það er ekki nóg ... ég er svo sátt við að vera á þeim stað sem ég er á í dag, þakklát fyrir alla reynsluna sem ég hef fengið á því að vera ég, það hefur margt verið erfitt og sorglegt og ósanngjarnt ... en ég held ég geti sagt að ég myndi ekki vilja skipta neinu af því út ... amk ekki svona í heildina, ég á frábært líf í dag og mér segir svo hugur að þetta eigi bara eftir að verða betra ... og eina sem ég þarf að gera, er að leysa þau verkefni sem ég fæ í hendurnar, vigta og mæla, þegja þegar á að þegja, tala þegar ég á að tala, vera þar sem segist ætla að vera þegar ég sagðist ætla að vera þar og ef mér finnst eitthvað óþægilegt þarf ég að hlusta þegar mig langar að tala, vera þegar mig langar að fara og muna að hlutirnir eru aldrei eins og ég held að þeir séu ... þessi væmna og über sundurlausa færsla var í boði valdísar gunnars ... law&order

4/5

fór í næstsíðasta prófið í morgun og massaði það ... er ennþá með hita ... ætla að hvíla mig og hafa það kósí í dag, það er fótbolti svo að ég fæ frið fyrir karlinum (sem er annars alltaf eitthvað að kássast í mér og kyssa mig og blaðra ... NOT ... rólegasti maður á íslandi) einkasonur er á boxæfingu, ég elska lífið mitt ... ég er heppnasta kona heims ... sue ellen

fagri blakkur taugaveiklaður að vanda

fannst engum fyndið bikinívax vídeóið?? hmmm eða eru allir hættir að lesa ... noja.is ... eins og mér sé ekki slétt sama hver les, ekki nenni ég að kvitta eða kommenta hjá öllum sem ég les ... það eru tíu tímar í próf, fyrir klukkutíma síðan fékk ég gamalt próf í hendurnar ... fékk sjokk ... en svo er þetta sossum alveg kommon sens og málið bara að panikka ekki, reyna að rifja bara upp í rólegheitum, þetta er þriggja tíma próf, ég hef ekki verið mínútu lengur en klukkutíma í einu einasta prófi hingað til ... þannig að ég hlýt að eiga uppsafnaða nokkra klukkutíma ??? ég er komin með hausverk, er ennþá með hita og slöpp ... hugsa að ég fari að sofa núna, ég læri ekki neitt nýtt úr þessu ... mennirnir mínir eru frammi í stofu að horfa á friends, hlæja alveg eins og geðsjúklingar ... fagri blakkur er taugaveiklaður að vanda ... hleypur um allt og mjálmar ... einkasonur minn er búinn að borða þrjár vigtaðar og mældar í dag ... en það er alveg á glertæru að þetta á ekki að vera nein pína, ég leyfi honum algjörlega að ráða sjálfum ... aðlöðun, ekki áróður ... vá ég er stíf af þreytu ... góða nótt og reynið að vera til friðs greyin mín ... ásta&keli

ekkert hár ...

næsta próf er í fyrramálið, ég er að lesa ... karlinn fór í bakinu, hann er ekki að lesa ... kötturinn var í labbitúr í rúminu okkar í alla nótt, hann kann ekki að lesa ... einkasonur minn hefur hafið nýtt líf, hvað ætli hann sé að lesa ... dísös held ég taki mér frí frá þessu bloggi, hver ætli nenni að lesa ... fór  í vax í morgun, hence fyrirsögnin ... tók vídeó ...

 


með krullur

af leiðindum ... arrrrggggghhhh mig langar ekki að læra meira

stoltasta mamma í heimi

eftir rúmlega þúsund daga fráhald gerðist kraftaverkið ... sonur minn einka hefur óskað eftir að fara að njóta sama mataræðis og mamma sín ... þessi elska er alveg eins og ég, hann er alveg eins og ég var, ég hef átt margar sorgarstundir að horfa á hann berjast við þráhyggjuna sína og ég hef alla jafna verið ráðalaus, vil ekki nota sömu aðferðir og voru notaðar á mig og hef verið ótrúlega vanmáttug gagnvart honum, í upphafi reyndi ég að láta jafnt ganga yfir okkur en það var ekki nokkur einasta leið að fá hann til að borða sama mat og ég var að borða ... fljótlega ákvað ég að aðlöðun en ekki áróður yrði að vera málið og lét málið niður falla ... og viti menn, það skilaði sér ... þetta er eitthvað sem verður tekið algjörlega einn dag í einu, eina máltíð í einu ... er á meðan er og við ætlum að njóta líðandi stundar ... ég er búin að skrá hann á línuskautanámskeið í egilshöll í sumar, svo djésgodi þægilegt að Gummi er akkúrat að vinna þar við hliðina á og þeir verða þá bara saman á ferð meðan ég nota stóra gula og/eða trek200 í vinnuna ... sé alveg fyrir mér að taka strætó út á sogaveg og hjóla þaðan niður í fossvog, finnst það ágætis byrjun ... en þetta er framtíðarrúnk ... eitthvað sem er ekki á dagskrá í dag, nú ætla ég í próflestur ... heilsufréttir: ennþá slöpp með hita og hálsbólgu ... annars allt við það sama og allir kátir ... bing&gröndal

Góða Habbý ...

... þú smitaðir mig ekkert ... hafðu ekki áhyggjur elskan mín ... þetta batnar ... er samt komin með í hálsinn og fer bráðum að missa röddina ... sambýlismaður minn stakk upp á því að ég myndi hvíla röddina í viku til að koma í veg fyrir að missa hana ... fyndinn much ??  það er ekkert að frétta nema ég er bara búin að hvíla mig í dag og er eitthvað smá að lesa fyrir almennu hjúkrun sem er á laugardaginn, mér er ansi létt að vera búin með félagsfræðina og lífeðlisfræðina, það sem eftir er er svona meira kommon sens heldur en að þurfa að muna eitthvað rosa mikið af hugtökum og bladíbla ... verð að hafa mig hæga ef ég ætla að ná heilsu, nenni ekki öðrum mánaðarpakka eins og um áramótin ... en ef einhver er búinn að gleyma því þá var ég veik ALLT jólafríið ... frekar slepjuleg byrjun á nýju ári ... jæja, ég verð víst að fara að sofa, er eitthvað eirðarlaus og pirruð, enda með hita og líður ekki svo vel ... poor me poor me poor me another glass of PMax ... meira síðar ... Silli&Valdi

góð ráð dýr ...

ég las eitthvað vitlaust, fékk mér tvöfaldan vodka í engiferöl með
sítrónu ... skrifa þessa færslu frá móttökunni á drykkjumannahæli
íslands við stórhöfða ... nei djók, skrifaði svona fjórtán bitrar
sjálfsvorkunnarfærslur hér í gær, en engin þeirra fór inn ... komst að
því að ef ég færi í sjúkrapróf í félagsfræði myndi ég taka það í ágúst
og ég ákvað þessvegna að drusla mér bara á lappir í morgun og taka
þetta blessaða próf, mér gekk ekki vel og veit bara ekkert hvort ég næ
þessu, enda er ég drulluslöpp með hita og bla dí bla, en það kemur þá
út á eitt, ég tek bara prófið aftur og þarf ekki að borga fyrir vottorð
... alltaf að græða !! en nú ætla ég að fá mér nokkrar íbúfen í viðbót
og skríða undir sæng ... i'll be peace, you be quiet

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband