Færsluflokkur: Bloggar

venjuleg

... takk HD ... NOT !!! langar bara ekki rassgat að vera venjuleg, enda verð ég það aldrei ... er að fikra mig í áttina að því að lifa venjulegu lífi ... en ætla áfram að vera ég ... með öllu sem því fylgir ... í dag er ég þakklát, þakklát fyrir heilsuna mína, þakklát fyrir að geta tekið þátt í lífinu ... ég fór í partí í gær í vinnunni hjá húsbandinu, óskaplega skemmtilegt, góður matur (leit amk þannig út, ég þurfti að borða heima því ég var að falla á tíma), gott vín (allavega voru flestir duglegir að drekka það), skemmtilegt fólk og krúttað að horfa á elskuna mína í glasi, hann varð eftir þegar ég fór heim að sofa, kom svo eitthvað um hálf eitt og fór að brölta upp í með köttinn og óttalegt vesen á honum, ég þóttist bara vera sofandi og allir sáttir ... mjög skrítið að upplifa að vera ekki í neinum ótta eða stjórnsemi gagnvart drykkju annarra, þó það hafi sannarlega örlað á því þegar hann hringdi rétt fyrir sex, var þá búinn að vera í óvissuferð frá hádegi og búinn að drekka TVO BJÓRA ... þetta er auðvitað misnotkun á áfengi og algjörlega borðleggjandi augljóst að maðurinn á við vandamál að stríða, ég hefði pottþétt verið sofnuð í rútunni fyrir kaffi ... ég sendi líka sponsornum mínum sms til að kvarta yfir drykkjuhegðun hans ... en núna ætla ég að fleygja mér stundarkorn áður en ég fer að grilla silung ... ást&friður

í dag

vaknaði ég snemma, keyrði karlinn í vinnuna og fór svo heim og setti í vél ... saumaði nokkrar tölur á skyrtu, fór á fund ... borðaði hádegismat, hringdi í stjúpu ... hún á afmæli í dag ... svo las ég smá lífeðlils ... sofnaði, keyrði dreng í box, sótti eiginmann í vinnuna ... fór í búð, sótti dreng í box ... við fórum í afmælið ... hitti alla, voða gaman, kom heim ... er sybbin ... vinna á  morgun og svo annað partí ... gummi er æðislegur (hans orð)

silence ... i kill you 


hvunndagshetja

ég er ofsalega glöð að hafa verið kölluð hvunndagshetja í kommenti við síðasta bloggi ... það er nafnbót sem ég ber með stolti, en ég ætla að minna á að það hefur í raun ekkert með hetjuskap eða dugnað að gera hvað ég á gott líf í dag ... þegar ég var sjálf við stjórnvölin í mínu lífi gekk í raun allt á afturfótunum ... það var ekki fyrr en ég leitaði hjálpar og gafst upp á mínum eigin hugmyndum um lífið að eitthvað fór að ganga ... í fyrsta sporinu segir m.a. "og okkur var um megn að stjórna eigin lífi" ... þetta kann að hljóma innantómt fyrir suma, en þegar sponsor kenndi mér hvað felst í þessu í raun, fór ég að sjá hlutina með öðrum augum ... stjórnleysi í mínu lífi hefur margar birtingarmyndir, hér eru nokkur dæmi :

  • ég ákveð að morgni að fara á fund í hádeginu og læra það sem eftir lifir dags, en í staðinn legg ég mig klukkan tíu og sef til tvö ...
  • ég veit að ég er að fara að vinna í fyrramálið, búin að vita það lengi en er samt ekki búin að kaupa til að eiga í nesti og undirbúa það ...
  • ég veit að það varðar við lög að tala í síma undir stýri, samt skil ég handfrjálsa búnaðinn eftir heima og svara í símann eða skrifa sms meðan ég er að keyra ...
  • ég segist ætla að sækja manninn minn í vinnuna klukkan hálffimm, en 16:25 er ég að ganga út úr dyrunum hjá tengdó í garðabæ, gummi vinnur í grafarvogi ...

get the picture? 


barnavernd

kom inn á gafl til mín fyrir rúmum þremur árum ... þá var ég í miðju ferli í verkefni sem féló býður upp á og heitir "stuðninginn heim" ... þannig að ég var komin í farveg með okkar mál, þessi klögun til barnaverndar átti 85% rétt á sér, þó mér hafi sárnað að viðkomandi hafi ekki talað við mig fyrst ... en það er allt grafið og gleymt og í dag er ég þakklát fyrir þetta ... þakklát barnavernd fyrir að bregðast við, kalla mig fyrir og heimsækja mig svo ... þegar ég fór í viðtalið til þeirra, leið mér svo illa, ég var svo reið og hrædd og ég gleymi aldrei hvernig mér leið, en þegar konan kom svo og heimsótti okkur, leið mér betur, því að ég leitaði ráða og fékk hjálp við að skilgreina tilfinningar mínar og meta stöðu mína eins og hún var í raun og veru ... en af því að ég reyni að vera til friðs, veit ég að mér þarf aldrei að líða svona aftur, ég hef ekkert að óttast, ég er ótrúlega lánsöm að hafa fengið að segja já takk við þeirri aðstoð sem ég hef fengið til að bæta líf mitt, ég veit að það er til ofsalega mikið af veiku fólki sem ekki ber gæfa til að taka leiðsögn ... og ég veit að það þarf mikið átak og einbeittan vilja til að halda það út að tileinka sér nýtt líf og það stuðningskerfi sem er í gangi hér á landi er löngu orðið úrelt og heimurinn orðinn hundrað sinnum meira hardcore heldur en við gerum okkur grein fyrir, ég er í mia farrow- brangelina-breyta heiminum gír þessa stundina, vill bara ættleiða öll börn sem eiga bágt, sennilega rjátlast það af mér fljótlega ... unz síðar

working girl

tvær vaktir búnar, gaman í vinnunni, góður mórall og ekkert sérlega þung deildin eins og er ... svo ljómandi heppin að ein sem vinnur með mér býr í næsta stigagangi og ég get fengið far með henni þegar við erum saman á vakt, munar doltið að labba út hálfátta en að taka strætó kortér yfir sjö ... er samt ógeðslega þreytt í löppunum, smá viðbrigði að trampa allan daginn eftir að sitja á skólabekk í vetur ... það jafnar sig ... frí á morgun og hinn og svo vinn ég helgina ... þar hafiði það

glamoricious

það var gellukvöld í gær ... með glimmer þema ... og sigurvegarinn ...

IMG_4031

meira seinna 


léttara hjal

guðrún það hefur örugglega sprungið ofnhurð í bold einhvern tímann ...
annars er ég nú bara að njóta þess að vera í sumarfríi ... er ein heima
núna, keyrði karl í vinnuna og drengur er farinn í skólann, ætla að
fara að skoða þurrkara fyrir sameignina, fékk það mikilvæga verkefni i
gær, tek það að mér með glöðu geði, enda stjórnsöm með eindæmum ... we
are going to disagree from time to time ... and when we do ... we do
things my way ... ég þarf að kaupa mér nýja matarbók, notaði síðustu
blaðsíðuna til að skrifa niður dag  númer eitt þúsund og sautján ... ég
ætla á fund í hádeginu, svo ætla ég að heimsækja ástkæra tengdamóður
mína, sakna föstudagshjalsins okkar, síðan ætla ég að eiga góða helgi
því að ég byrja að vinna á mánudaginn eins og fín frú ... unz síðar

faaalllllinnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn

með fjóra komma fimm ... klúðraði lífeðlisfræðinni big time ... einkunnin kom í dag ... ég var ógeðslega spæld ... tók allan hringinn á þetta ... fyrst var mér alveg sama, svo var ég ógeðslega heimsk, svo ætlaði ég að hætta í skólanum, svo ætlaði ég að massa upptökuprófið sem er í ágúst og þegar ég var búin að ákveða það, sá ég í því frábært tækifæri til að læra þetta efni alveg upp á tíu og vera ógeðslega góð í lífeðlisfræði eftir sumarið ... það eina sem virkar fyrir mig er heiðarleiki, og bara svona undir fjögur augu ætla ég að trúa þér fyrir því að það er engum að kenna nema sjálfri mér að ég hafi ekki náð þessu, ég lærði ekki nóg, jú ég sat fyrirlestra, en ég opnaði ekki bók fyrr en þremur vikum fyrir próf og það var of seint ... ég á eftir að fá þrjár einkunnir, við skulum spyrja að leikslokum og ekki fullyrða neitt ... en talandi um heiðarleika, þá er heiðarleiki ekki bara að segja satt þegar maður er spurður að einhverju ... heiðarleiki er að segja sjálfum sér satt, heiðarleiki er að gera ekkert sem er ólöglegt, heiðarleiki er að segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir ... ekki meira í bili ... nema að tölvan mín er í viðgerð og ég er að nota heimilistölvuna sem er með skjá á stærð við bíótjald og ekki nóg með ónýta tölvu heldur splundraðist ofnhurðin yfir allt eldhúsið áðan, sjitt hvað mér brá ... veriði góð ... esg

sprungin blaðra

snilli já þið segið það ... sjáum hvað einkunnirnar segja ... nú er ég svooo þreytt, ég sit uppi í rúmi og glápi út í loftið, algjört spennufall og ég bara ranghvolfi augunum af þreytu ... svona á þetta að vera ... ætla að tilkynna matinn minn og svo held ég að ég sofni bara, missti nefnilega af blundinum í dag, var eitthvað svo tjúnuð og fór á flakk ... ég verð pís, vert þú kvæet

sumarfrí

húrra ! síðasta prófið búið ... dagurinn í gær var algjör hryllingur, allar taugar búnar og allt í klessu inni í mér ... það batnaði við að pústa og fara svo á fund ... en ógeðslega leið mér illa oj bara ... skrítnasta er að einu sinni, leið mér ALLTAF svona, með kvíðahnút, óörugg, óánægð, eirðarlaus, skapstygg ... var ofsalega fegin í morgun þegar ég kom í prófið og fleiri voru að tala um að allar taugar væru búnar, ég var þá ekki ein ... prófið var ... segjum ekki meira um það, fékk þær fréttir fimm í próf að lífeðlisfræði&frumulíffræði einkunnin yrði komin inn um hádegi, þetta setti mig svo út af laginu að ég fór næstum að grenja, þoldi ekki meiri taugatitring ... nú er ég heima, búin að ryksuga þurrka af og þrífa baðið ... ætla að lesa blogg og kíkja á hvort þessi einkunn kemur eitthvað strax ... svo held ég að best væri að þessi frú fengi sér kríublund ... góðar stundir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94135

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband