Færsluflokkur: Bloggar

spurt er ...

... hvað getur einn maður átt marga Liverpool boli ?? Ég er búin að vera að dúlla mér í morgun við að klára að taka karlinn uppúr kössum, er búin að telja fimm LFC boli ... dísös

Annars bara allt í takt, auðvitað er ég að taka til, enda próf framundan, það breytist ekkert hér Halo

luv

esg 


pínu strengir

... eða eiginlega miklir, vissi ekki að hægt væri að fá harðsperrur milli brjóllanna ... upplýsi hér með að það er bara ekkert mál, bakið er alveg í klessu, sennilega eftir rennitúrinn niður á bakinu og nýjar hreyfingar ... gerðum okkur nú samt lítið fyrir í dag gömlu hjónin og fórum í Góða Hirðinn og keyptum skíði á mig og JJ, skó á JJ, stafi handa mér og eina gardínu ... fyrir herlegheitin borguðum við heilar fjórtánhundruð og fimmtíu krónur íslenskar ... gardínurnar kostuðu sko hundraðkall ... reyndar passa þær ekki svo ég þarf að fara á morgun og fá endurgreitt, eða fara í mál ef það gengur ekki ... anal much?

stenmark's kidney shaped pool

... það verður ekki lengi gert að tíunda afrek mín á skíðasviðinu ... 1978 fóru Palli og Pabbi með mig á skíði, ég fór tvær ferðir, þá fyrri stóð ég í klofinu á Palla með skíðastafina fyrir framan okkur ... þá seinni fór hann  með mig á háhest ... 1990 fór ég í skíðaferðalag í Skálafell, þetta var helgina sem Alexander Tobbuson fæddist, það voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að kenna mér að fara í plóg (á milli þess sem við sátum úti i skafli og reyktum) en skíðakennari svæðisins gafst upp á mér ... 30.mars 2008 fór ég með heitmanni mínum og einkasyni í Bláfjöll, þar skíðaði ég eins og drottning ... fór margar margar ferðir í byrjendalyftunni og leið niður brekkurnar eins og ég hefði aldrei gert annað ... fór eina ferð í stólalyftuna sem gekk ekki eins vel ... sá strax að þetta var glapræði, alltof bratt fyrir mig ... datt, stóð upp, ætlaði að taka plóginn á þetta ... en það var ekki alveg að gera sig svo ég brunaði bara niður brekkuna ... djöfull var ég hrædd, þorði ekki að láta mig detta, svo ég settist bara á bossann og fór á bakinu heila helvítis hellings langa leið (sem var víst ekki sniðugt, það er víst frekar hættulegt) og þegar ég stoppaði loksins tók ég af mér skíðin og labbaði rest ... lausaleiksbarnið var þá búið að skíða í fanginu á heitmanninum en fannst nóg um ... þannig að hann losaði sig líka og labbaði niður móður sinni til samlætis ... ákváðum á leiðinni niður að drífa okkur strax aftur í byrjendabrekkuna og bera höfuðið hátt ... vorum svo bara þar það sem eftir lifði skíðaferðar ... þetta var ógeðslega gaman, ég er ógeðslega þreytt, ég á pottþétt ekki eftir að geta gengið á morgun og ég er svo að fara aftur ... góðar stundir (ef ég blogga ekki næstu daga, verður það af því að ég verð með strengi í fingrunum, úlnliðunum, framhandleggjum, upphandleggjum ... you get the picture)

Mömmur til hamingju með daginn ...

... enn einn daginn sem við erum að lifa það af að vera mömmur barnanna sem við elskum svo mikið en langar líka doltið stundum að skila á fæðingardeildina (það er ekki hægt, hringdi síðast í fyrradag)

...


helvítis útlendingar ...

... góðir íslendingar ... svona lítum við á okkur, finnst ekki vert að minnast á það ef glæpamaður er íslendingur ... var að lesa um "mannrán" í gettóinu mínu ... hvergi minnst á þjóðerni, svo ég reikna með að um íslendinga hafi verið að ræða ... ekki það að mér sé ekki skítsama hvort þetta voru íslendingar eða útlendingar ... þetta eru glæpamenn, hrottar, dópistar (myndi ég halda), litlir hræddir karlar með mikilmennskubrjálæði, svo heimskir að þeir geta ekki talað hver við annan, heldur þurfa þeir að beita ofbeldi ... og það hlýtur að vera ástæða fyrir því ... einhvers staðar stendur að heimskt sé heimaalið barn ... getur það verið að þetta séu herramenn sem eru aldir upp við óreglu, ofbeldi, fátækt, vanrækslu eða eitthvað þvíumlíkt? Getur verið að þessir piltar hafi aldrei lært mannasiði, aldrei verið kennt að gjöra öðrum það sem þeir vilja að þeim sé sjálfum gjört? Getur verið að þeir hafi verið aldir upp hjá einstæðri móður? Móður sem hafði ekki stjórn á sjálfri sér, kannski drakk hún, kannski var hún beitt ofbeldi, kannski var hún ómenntuð og hafði ekki val um neitt nema að vinna langan vinnudag fyrir lúsarlaun ... kannski gekk litli strákurinn hennar sjálfala, skítugur og svangur ... hver veit ? Kannski var aldrei neinn sem settist með honum og bað bænirnar fyrir svefninn, eða sat með honum og hjálpaði honum með heimanámið ... það gerist aldrei  neitt "af því bara" ... við megum ekki gleyma því ... ég er rosalega fljót að dæma ... en ef ég held aftur af mér, hugsa smá, þá get ég líka reynt að sjá að hlutirnir eru yfirleitt aldrei bara eins og manni virðist við fyrstu sýn ... ég var í bónus í gær og þar voru a.m.k. fjögur börn 4-6 ára sirka og það sem ég tók helst eftir var það hvað þau voru, horuð, skítug og illa hirt, og nú er ég ekki að meina skítug eftir langan dag á leikskóla skítug, heldur litu þau bara virkilega illa út ... þessi börn voru með feðrum sínum, annar þeirra var nú reyndar með fulla körfu af mat, sem ég sá ekki neitt hvað var, en hann var skjálfhentur og rámur, ég veit ekkert út af hverju, kannski var hann bara lasinn ... hinn var að kaupa kristal+, saltstangir og mentos ... hann var fyrir framan mig í röðinni og það var svo ógeðsleg lykt af honum að hann hafði greinilega ekki baðast í langan tíma eða þvegið af sér ... börnin voru litlu skárri ... litlu greyin ... en þetta voru ekki útlendingar ... heldur íslendingar ... afhverju er þetta svona ? ... hvar verða þessi börn eftir fimmtán ár ... hver eru örlög þeirra?

ógeðslega fræg !!!

fékk sms í dag ... morgunblaðið bls 10 ... nennti ekki að kveikja á tölvunni, enda á leiðinni út ... fletti mogga í huganum og mundi að tiltölulega framarlega er Sigmund og í kringum hann valdar færslur af blog.is ... skoðaði svo blaðið þegar ég kom heim og viti menn, þar var mín, með eskimóamynd og öllu !! gamanaðessö ... fór auðvitað beinustu leið inn á blogg og gáði hvort ég væri ekki komin á lista yfir vinsælustu bloggarana, en neiiii skitnar 54 heimsóknir ... og ég ekkert fræg ... egóið ekki alveg að fíla það hehe ... Gummi spurði mig hvað mér fyndist um það að þetta hafi verið birt ... mér er sama, ég væri ekki að blogga ef ég væri feimin við að fólk læsi það sem ég skrifaði ... en svo er doltið fyndið, að ég er búin að vera að bræða það með mér síðustu daga hvort ég ætti að blogga um eitthvað af þeim atvikum sem ég hef lent í á lífsleiðinni, eins og þeir vita sem þekkja mig, er ég hokin af reynslu og hef frá mörgu að segja ... en ég er frekar fegin að það varð ekki úr að ég gerði það ... það var ekki ætlað fyrir moggann ... ekki strax amk ... en þið fimmtí&fjórar hræður sem komuð í dag, verið velkomnar, komið fagnandi og komið oft ... góðar stundir

dagurinn í dag

er það eina sem ég á ... spurning hvað ég ætla að gera með hann

fór á fund í hádeginu, þar sem var mikið talað um hversu grátt við höfum leikið fólkið í kringum okkur í neyslunni ... fyrir mína parta, var mér alltaf slétt sama um aðra, sama hvort það var sonur minn, vinir, fjölskylda, vinnuveitendur eða hvað, svo lengi sem ég fékk mitt stöff, hvort sem um var að ræða mat, brennivín eða bara hvaða "stöff" sem var í gangi á hverjum tíma, stöff getur líka verið stjórnsemi, þráhyggja, annað fólk eða hvað það er ... en þegar ég er ekki að lifa andlegu lífi, verð ég að fá eitthvað, sama hvað það er, til að fylla upp í þetta gat, gatið sem ég er með á sálinni minni, gatið sem er í laginu eins og minn æðri máttur, samkvæmt skilningi mínum á honum, ó mæ hvað ég er búin að eyða mörgum krónum, klukkustundum og orku í að leita að þessari fyllingu ... en í dag á ég þessa fyllingu, þennan æðri mátt, hann fylgir mér alla daga, eina sem ég þarf að gera er að lúta höfði og biðja hann að leiða mig í gegnum daginn, ég þarf ekki að borga neitt, þarf ekki að útskýra þetta fyrir neinum, aðeins að biðja um leiðsögn og fara eftir henni og reyna að vera til friðs ...  


snilld


þrisvar sjö eru tuttugu og einn

og það hefur ekkert breyst síðan ég lærði margföldunartöbbluna organdi grenjandi og gargandi hér um árið, ég gleymi því aldrei meðan ég lifi, ég og pabbi á ganginum í Espigerði 2 3b og hann orðinn sótrauður að reyna að berja þennan andskota inn í hausinn á mér án ofbeldis ... nú er sama uppi á teningnum á þessu heimili, drengurinn kominn með útbrot af æsingi að reyna að reikna margföldunardæmi sem hann flýgur í gegnum en gólar svo og gargar af æsingi á milli dæma yfir því hvað þau eru erfið ... ég er alveg að halda í mér að vera jákvæð og styðjandi ... ef ég eignast fleiri börn fara þau ekki í skóla ... bara beint að vinna ... tja ... eða læra áttasinnumtöfluna um leið og þau læra að tala ... átta sinnum fjórir eru svitasprei

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband