Færsluflokkur: Bloggar

megas

við mæðginin vorum að hlusta á megas syngja passíusálma í bílnum ... drengurinn spurði afhverju maðurinn syngi svona skrýtið ... ég reyndi að útskýra það ... en sýndi honum svo bara koverið af diskinum með mynd af karli ... jáááá núna skil ég ... er alveg sjúk í megas þessa dagana, geðveikur diskurinn með p.sálmum og hold er mold ekki síðri ... mígandi snilld alveg hreint ... ég er komin á hlöðuna, byrjuð að lesa (fæ bloggpásur milli kafla) og þetta leggst bara vel í mig ... ekkert stress ... búin að bíta það í mig fyrir löngu að þessi próf munu koma og fara og þetta er allt fyrirfram ákveðið svo að ég get ekkert gert nema lært og lært og beðið guð að vera með mér ... annað er ekki í mínum höndum og þessvegna svo ótrúlega óþarfi að stressa sig ... bless í bili

frábær afmælisdagur

hér kom fullt af fólki sem borðaði fullt af kökum og gaf fullt af gjöfum, drengurinn á fullt af peningum eftir þetta allt saman og ég held að það sé toppurinn hjá honum þegar litið er yfir daginn, hvað hann fékk mikinn pening ... hjá gumma er toppurinn þegar allir gestirnir voru farnir ... hjá mér er það að hafa verið í fráhaldi gegnum bakstur, dekstur og frágang ... hallelúja ...

sybbin

búin að skreyta boxarakökuna, líka gulrótarkökuna, langur dagur, elska lífið mitt Heart


búin að

skúra, þvo glugga, þvo þvott, baka 3 kökur, baka bollur, búa til túnfisksalat, borða tvær vigtaðar máltíðir ... allt í gangi

ella litla

er búin að eiga frábæran dag ... vaknaði með litlamanninum í morgun, það var tveggja manna verk að koma honum af stað í skólann ... síðan fór ég í lazy boy að læra, til hálftólf og þá druslaði ég mér undir sturtuna, gerði mig gordjösssss og fór á hádegisfund ... þar sem menn sem oooza af kúlheitum dags daglega gráta af gleði því guð er svo góður ... magnað ... vá hvað ég er búin að vera að sinna prógramminu mínu illa ... náði botninum í gær þegar ég kom vælandi heim því ég var svo feit&ljót&átti engin föt o.s.frv... besti maður í heimi fór þá auðvitað bara með mig í kringluna og dressaði mig upp og af því að ég er svo veik ... þá var allt gott á ný eftir það ... ætla að henda mér í prógramsgírinn áður en þessi skammgóði vermir verður kaldur ... nenni ekki að vera svona ógeðslega rugluð ... ég væri búin að hengja mig ef ég ætti maka eins og mig ... en aftur að deginum í dag ... þegar ég var búin að fara í hagkaup í holtagörðum og kaupa ávexti og grænmeti kom ég heim og þá var allt í einu bara búið að ákveða að fjölskyldan væri á leiðinni á skíði ... brunuðum uppí bláfjöll og renndum okkur í fjóra tíma ... geggjað gaman og mér fer fram ... hægt og sígandi ... svo elduðum við kjúkling og nú eru mennirnir mínir að rífast um hvort drengurinn megi leika sér í sturtunni eða ekki ... en allavega í kringlunni í gær fékk ég jakka, sólgleraugu 3 boli 3 kjóla og leggings geri aðrir betur ... ætla að fara og kyssa karlinn ... unz síðar ... ómægod næstum búin að gleyma ... pantaði mér klippingu&litun hjá habbý í næstu viku ... ég verð mega skutla !!!

ét sjálf það sem úti frýs

var mætt niður í skóla um níu í morgun til að endurvinna alla  #$@&! lífeðlisfræðiskýrsluna sem ég týndi úr tölvunni í gærkvöldi ... ég var EKKERT pirruð ... en það gekk vel og allir sáttir, þarf reyndar að fara einu sinni enn í fyrramálið því það er enn smá sem vantar uppá ... það eru 3 vikur í próf og ég er enn bara nokkuð slök, er öll að komast í gírinn og ef ég gat þetta fyrir jól get ég þetta núna, ég kann alveg þetta efni, þarf bara að staðsetja það í hausnum á mér og fá yfirsýn ... þá gengur allt upp ... fékk verkefnin úr heilbrigðismatinu til baka í gær, fékk 8,7 fyrir annað og 9,5 fyrir hitt ... ánægð með það, þangað til ég frétti að langflestir voru að fá þetta háar einkunnir ... fröken spes vill ekki vera eins og hinir ... í kvöldmatinn í kvöld var það að frétta að ég fékk þá brjálæðislega snilldarlegu hugmynd að búa til gs-vænt kjötfars ... leit rosa vel út og allt í læ en af því að það var ekkert kartöflumjöl eða slíkt í því fóru bollurnar auðvitað í öreindir í pottinum ... sonurinn át þetta með bestu lyst en húsbandið vildi ekki sjá þetta og ég ákvað að fara að hans fordæmi ... semsagt, arfaslök hugmynd alveg hreint ... kaupi bara áfram kjötfars úti í búð og ét sjálf það sem úti frýs ... nei djók borða auðvitað aldrei nema veislumat ... á morgun ... skyr&abmjólk og fersk jarðarber&ananananananas í morgunmat, í hádeginu soyapönnukaka með smjöri, ferskt salat í forrétt ... kvöldmatur laxasalat : reyktur lax, feta & egg, abmjólk&mæjó, hveitikímskex og ferskt grænmeti með ... ég kvarta ekki yfir þessum matseðli, sem er dásamlegur, innan marka gráu síðunnar og skammtarnir þannig að ég fæ nóg ... ekki of mikið, ekki of lítið ... heldur nóg

lipstick á línuna  Heart


brjálað að gera

... nýtt rúm og hillur í herbergi drengsins, púsla saman, skrúfa, berja og þrífa ... var doltið dugleg að læra í dag ... tekur mig alveg hálftíma að komast í gírinn þegar ég er sest ... hef reynt að taka athyglisbrestapróf á netinu í den tid ... næ aldrei að svara nema max 30% af spurningunum því þá er einbeitingin búin ... hmmm ... take a hint ... svo veð ég mikið úr einu í annað ... en það er allt í læ ... man ekkert hvað ég er að tala um ... núna er mál að koma sér í koju og tilkynna mat og kósa sig, er ennþá að drepast í bakinu eftir skíðastússið ... þetta hlýtur að batna ... grær áður en ég gifti mig ... meira síðar

vigtunardagur

... og ég búin að vera með massa feituna í marga marga daga, enda búin að hlussa á mig heilum fimm kílóum í vetur ... geri aðrir betur ... ég semsagt vigta mig alltaf 5.hvers mánaðar og gemsinn bípar á mig þann dag klukkan sjö ... ég snúsaði nú á það í morgun, svo hringdi Tangadrottningin og ég spjallaði lengi við hana og fór svo tindilfætt og úfin að fá mér morgunmat ... náði auðvitað fyrst í blaðið og þvottinn og svona ... borðaði minn dásemdar morgunmat ; skyr og abmjólk með neskaffi útá, jonagold epli skorið í bita, steikt á pönnu með olíu og sesamfræjum, kanil&kanderel yfir, látið brasa í smá stund og svo hellt hressilegum slurk af séníver pepsi max yfir og látið malla í örfáar mín ... þessu gumsi svo hellt út á ab&skyr ... fór svo upp í að knúsa karlinn og þá rann allt í einu upp fyrir mér ljós (Niles, is there a lightbulb shining over my head ? - klassískur úr Frasier) og ekki fleira um það að segja en að ÉG GLEYMDI AÐ VIGTA MIG ... hringdi í ofboði í sponsor og hún sagði bara "það er naumast hvað þú ert að drepast úr vigtarþráhyggju ... NOT!" og svo sagði hún mér að hún er búin að fara 2x upp á fæðingardeild því að Elín litla bankar og bankar og vill komast í heiminn ... þannig að ég missti af vigtun ... skrifaði bara 0 kg í bókina (vona að ég ruglist ekki þegar ég les hana og haldi að ég sé núll kíló ) og bíð róleg til 5.maí ... unz þá ... góðar stundir

kanilsnúðar

... ég var í lífeðlisfræði í morgun, vorum að fræðast um heyrn og jafnvægi, sem stjórnast auðvitað allt þarna inni í eyranu í öllum þeim líffærum sem eru þar osfrv, nema hvað að eitt þeirra heitir kuðungur og allt í læ með það og ég vissi það alveg og hann lítur út eins og kuðungur nema kennarinn sagði ... kuðungurinn er þarna eins og lítill kanilsnúður ... og það var eins og við manninn mælt, hausinn á mér fór í gang og ég fékk þráhyggju dauðans ... VERÐ AÐ FÁ KANILSNÚÐ ... nema hvað, ég er í fráhaldi í dag og þess vegna eru mér allir vegir færir svo að ég bara bjó mér til kanilsnúða í eftirmat í kvöldmatinn með skyrinu og mjólkinni ... á morgun ætla ég að fá mér kanilsnúða og mjólkurglas í hádeginu ... og ef einhvern langar að vita þá gerði ég svona í kvöld ... 40g soya, 10g hveitikím, matarsódi, bleytt með kaffi og karmellu davinci ... flatt út á bökunarpappír (setti olíu undir smá) hrúgaði kanil og canderel yfir þetta, rúllaði svo upp og skar í sneiðar, bakaði við 200°c þangað til ég nennti ekki að bíða lengur og ... BESTU KANILSNÚÐAR Í HEIMI ... húrra fyrir mér !!

ferming

ég á tuttugu ára fermingarafmæli í dag ... sjitt hvað ég er orðin gömul ... langar ekki að rifja upp fermingardaginn minn, því þá þarf ég að rifja upp í hverju ég var og hvernig mér leið ... en samt eru alveg til fyndnar sögur af fermingarathöfninni, en ég er víst í tíma og hef ekki tíma til að skrifa (ehemm)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband