Færsluflokkur: Bloggar

sjaldséðir hvítir ...

... nema hvað að nú er maðurinn minn farinn að kvarta yfir að ég bloggi ekki nóg ... hann var reyndar næstum orðinn fyrrverandi maðurinn minn áðan því hann vissi ekkert hver Dannielynn væri ... og svo vildi hann ekki einu sinni að ég segði honum söguna frá upphafi til enda ... skrítin skrúfa þessi drengur ... nema hvað ... ég er í verknámi á B2 í Fossvogi ... rosa gaman og búin að læra fullt, sjá fullt af stöffi og ekkert smá ánægð ... það er svosem ekkert að frétta, hér er bara allt að smella saman, Gummi er búinn að fá leigjanda og við erum auðvitað alsæl með það ... drengurinn er búinn að vera hinn besti þessa vikuna, þó hann eigi að sjálfsögðu sína spretti eins og alltaf ... Gummi er búinn að vera frekar þægur ... þetta er allt voða notó og kósí ... meira zíðar

LOKSINS LOKSINS

það eru ekki litlar áhyggjurnar sem ég er búin að hafa af Dannielynn litlu ... en nú er allt gott á ný, veit annars einhver hvað er að frétta af Howard&Larry? eru þeir ennþá par ?
mbl.is Dóttir Önnu Nicole Smith erfir móður sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er búið ...

... eða svona að mestu sko, þ.e.a.s. hann er að verða kominn með allt dótið sitt hingað ... bara gaman, eins gott ég tók til í skápunum ehemm ... hélt að strákar ættu bara nærur til skiptanna og roll on ... fyrsta nóttin í nýja rúminu var ekkert sérstök ... ég var með þvílíkar martraðir og átti ofsalega bágt þegar ég vaknaði ... en gulla mín segir að mann megi alveg dreyma illa fyrstu nóttina í nýju rúmi ... sem bæþevei er dásamlegt rúm, miklu betra en brakandi skronsterinn sem fór beinustu leið á haugana ... nú eru drengirnir mínir að borða kvöldmat, ég þarf að bíða aðeins lengur eftir mínum, þar sem ég fór ekki á fætur fyrr en seint og um síðir ... finnst ótrúlega kósí að sofa út á sunnudegi, hef ekki átt þess kost síðan snemma í haust, nú er það greitt og eintóm sæla hér eftir ... hence sunnudagur til sælu ... jæja best að fara að gera eitthvað af viti, búa til nesti og eitthvað ... unz síðar

ekki lengur einstæð ...

 ... ástmaður minn er fluttur inn ... búinn að búa hér í 19 klst og enn er allt gott ... no drama yet ... vöknuðum über snemma í morgun til að flytja rúmið, þvottavélina, lazyboyinn og fleira smádót ... ákváðum að segja tengdapabba ekki að við byggjum á 4.hæð fyrr en hann var kominn hingað og við búin að taka af honum bíllyklana ... hehe ... svo skruppu þeir að flytja eeeldgamlan ísskáp á Strikið og á meðan setti ég í vél og setti saman rúmið ... nú liggur elskan mín í sófanum með lummu og horfir á handbolta ... mér finnst þetta æðislegt, pínu skrítið og eflaust ekki alveg búið að sinka inn að hann sé fluttur ... en fyrsti sólarhringurinn lofar góðu eins og ég sagði ... annað ekki nýtt ... farin að borða hádegismat og svo förum við í barnaafmæli sem ég bauð mér sjálf í ... já og Bobba mín velkomin hingað alltaf ... en að sinni ... lipstick all over all of yous ...

Ég er ekki að fara að tjá mig um ...

... auglýsinguna hér til hliðar, truflar mig ekki neitt ... hvort ætlaður rasisti sé kjáni að hafa farið í mál, mér finnst hann lummó, þó að ég þekki hann ekki neitt og hann hafi aldrei gert mér neitt, sumt fólk finnst mér bara kjánalegt og hef eins og oft áður ekkert á bak við þá skoðun mína en mína eigin fordóma (for-dómur = að dæma fyrirfram) ... að það sé ekki búandi á íslandi því að allt kostar svo mikið og endalaust sé verið að níðast á okkur aumingjunum, ég les stundum færslur þar sem fólk er að kvarta yfir því að klipping og litun hafi hækkað ... úr 16 í 22 þúsund smackers ... bíddu fyrirgefðu hver hefur efni á að láta klína lit í hausinn á sér fyrir þessa peninga verandi á venjulegu kaupi ... ekki ég, ég kaupi mér lit á 1800 kr þegar rótin er orðin ca 1,5 cm, fór einu sinni í klippingu á síðasta ári (reyndar 2x, fékk þá fyrri í afmælisgjöf) og ég læt þetta bara duga ... ég reyki ekki, ég drekk ekki, ég borða ekki sælgæti, en samt er rétt svo að mánaðarlegar greiðslur mínar dugi fyrir nauðsynjum. Ég nota ekki dýr sjampó, ég versla alltaf í bónus (kaupi steik í nóatúni ca 1x í mánuði) ... en ég er ekkert að væla, ef ég læt plata mig úti í búð er það sjálfri mér að kenna. Ég var að lesa okursíðuna hjá dr.gunna og mér finnst hún snilld, en málið er bara að á meðan við sem heild erum ekki að láta í okkur heyra þá gerist ekki neitt ... Halla mágkona sagði okkur frá snilld í Noregi, þar er sjónvarpsþáttur sem er svona neytendavakt, held m.a.s. að hún hafi sagt að það væru tveir frekar en einn, en þar eru þáttastjórnendur að gera það sama og neytendasamtökin hérna heima, nema að hér fær neytendavaktin frímerkisstóran bút í fréttablaðinu til að bera saman vöruverð ... sem er efni í margra blaðsíðna færslu ... hvernig stendur á því að fólki dettur t.d. í hug að kaupa í matinn í 10-11 þar sem verð er frá 60% og uppúr hærra en í bónus t.d.  Ef einhver er geim í að hætta þessu rugli og gera eitthvað í málunum, vertu í bandi ... í stórborgum erlendis t.d. hættir fólk bara að kaupa bensín ef verðið er hækkað fram úr hófi ... og pressan sem myndast á seljandann skilar sér ... verðið er lækkað ... við blótum bara háu verði, á meðan við keyrum framhjá bensínstöðinni á jeppanum, alein í bílnum á leiðinni út í búð sem tæki okkur tvær mínútur að labba .... dísös kræst ég er í kasti, veit ekki afhverju ég fór endilega að pæla í þessu, finnst þetta bara svo kjánalegt að sitja úti í horni og kvarta og gera ekkert til að bera hönd yfir höfuð sér ... ekki að segja að ég sé eitthvað skárri, þó að ég sé búin að taka til á mörgum sviðum ... lærði það the hard way að maður getur ekki veitt sér hvað sem er ... farin að gera eitthvað af viti ... hasta luego


úthreinsun

eða sko ekki þannig, heldur er ég að rýma til fyrir tilvonandi sambýlismanni mínum ... búin að vera að henda og henda og henda, jesús pjétur hvað ég safna af drasli ... ég á til dæmis hverja einustu skólabók síðan úr FB ... allar bækur Jóhanns frá fyrsta bekk og uppúr ... öll leikföng, bæði mín (30+ ára) og hans ... þetta er auðvitað klikkun ... hver er til dæmis að fara að lesa bækurnar úr Anders And bogklub ... á dönsku ... sem ég var áskrifandi að 1983 ... ég veit ekki einu sinni hvort sonur minn kemur til með að læra dönsku hvað þá meira ... svo á ég fulla poka af garni og hálfprjónuðum verkum ... ætla með þetta allt í sorpu, það má þá senda þetta eitthvað þar sem fólk nennir að prjóna úr forljótu akríl garni ... kræst ... farin að taka meira til og draga einkason minn organdi úr tölvunni ... nei djók, það gengur mjög vel með hálftíma mörkin, smá væl en annars hlýðir hann alveg ... adios

breytingar

uuu já engar smá ... michelle er komin aftur og tony er í erfiðleikum með að taka skipunum frá henni, audrey elskar ennþá paul, hún komst að því þegar hún sá að jack var ekki sami maður og hún hélt hann væri ... við gummi erum búin að ákveða að rugla saman reitum og hann ætlar að flytja til mín ... ekki er ráðlegt að nota trefjaríka fæðu sem meðferð við harðlífi nema hinn stíflaði drekki a.m.k. 1500 ml af vatni á dag ...

púkaleg mamma

í morgun spurði ég son minn "jæja elskan, hvernig leggst svo dagurinn í þig?" ... svarið kom um hæl ... "mamma, þetta er það hallærislegasta sem þú hefur nokkurn tíma sagt" ... þannig var það, og hér með staðfest að ég er hallærisleg mamma ... þetta eins og annað gengur í ættir, ég fékk kast ef pabbi minn heitinn leyfði sér að opna munninn utan veggja heimilisins "pabb bi ég er að fá kast" ... þangað til ég var komin langt á þrítugsaldur ... þegar ég var tíu/ellefu ára fór ég í bíó með gamla settinu á Terms of Endearment í Háskólabíó og hún var hryllilega sorgleg og þau táruðust ... mér var nóg boðið og ég fór fram í anddyri og sat þar þangað til myndin var búin ... í mörg mörg ár sat ég minnst fimm bekkjum frá þeim þegar við fórum í bíó ... stjúpmóðir mín segir bara jesúsminn þegar ég minnist á unglingsárin mín svo að ég veit að hún vorkennir mér ekkert að þurfa að ganga í gegnum það sama og þau ... ég þarf víst að fara að sætta mig við að ég fer að verða móðir unglings ... take it or leave it ... get auðvitað hringt í pabba hans og sagt ... jæja góði, nú er röðin komin að þér, þú verður með hann næstu tíu árin ... glætan að ég myndi tíma því !!!


í dag er ég þakklát ...

fyrir svo margt ...

til dæmis

  • að geta setið uppi í rúmi þegar rok og rigning er úti ... setið undir sæng með tölvuna í fanginu og pikka inn ritgerð, leggja kapal og blogga ...
  • að sonur minn er sofnaður og sefur værum svefni þar til í fyrramálið ...
  • að vita að þegar ég vakna fæ ég dásamlegan morgunmat ...
  • að vita að í árbænum liggur herramaður og horfir á fótbolta, hann saknar mín samt ...
  • að hafa fengið sjö símtöl í dag þar sem verið var að bjóða mér í atvinnuviðtöl fyrir sumarvinnu í faginu sem ég ætla að leggja fyrir mig í framtíðinni ...
  • að vera með fullt af sponsíum sem hringja í mig til að tilkynna matinn sinn og eru með milljón spurningar sem ég get oftast svarað af því að ég er búin að vera í fráhaldi í 931 dag ...
  • að vera búin að vera í fráhaldi í 931 dag ...
  • að eiga í dag líf sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi nokkurn tíma eiga ...
  • að vita að í krananum er nóg heitt vatn til að ég geti baðað mig í fyrramálið ...
  • að vita að í fyrramálið mætir út í fellaskóla kona sem hefur gert það að ævistarfi sínu að sjá til þess að einkasonur minn læri eitthvað nýtt á hverjum degi ...
  • að kærastinn minn hringdi í mig og vakti mig af eftirmiðdagsblundinum mínum akkúrat þegar mig var að dreyma illa ...
  • að vita að þarna úti er algóður guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, sem er með skráða lífsbókina mína fyrir framan sig og stýrir mér samkvæmt því handriti ... ef ég leyfi honum ...
  • að vita að þeir sem lesa þetta þekkja mig það vel að þeim heldur áfram að þykja vænt um mig þó að ég sé über væmin svona rétt fyrir svefninn ...
  • að vera frjáls fyrir því hvað fólki finnst um mig ...
  • að hafa næga hugarró til þess að geta setið í nokkrar mínútur kyrrlát og hljóð og einbeitt mér að því að skrifa niður fullt af atriðum sem ég get verið þakklát fyrir ...
ég vona að þú sem lest þetta, gefir þér smá stund til þess að leggja lífið til hliðar og hugleiða hvað það er margt í þessum heimi sem er hægt að vera þakklátur fyrir ... trúðu mér, það mun koma þér á óvart ... góða nótt

góða nótt ...

ég á að vera löngu sofnuð ... þarf að vakna sextuttugogfimm, en það er nú ekki komið miðnætti enn svo að það eru ekki hundrað í hættunni ... ég er eitthvað lítil í mér og óörugg, átti gott samtal við stóra bróður í dag og fékk ágætis vinkil á hin og þessi mál ... ég þarf að gera breytingar hérna heima, sem ég er sossum alltaf að gera, en í þetta skiptið þarf ég að halda þeim til streitu, ekki bara gera breytingar og gefa svo eftir þegar ástandið er farið að skána ... betur sjá augu en auga og ástmaður minn er búinn að vera mjög hjálplegur og yndislegur við mig í þessu öllu saman, hann tekur mikinn þátt og það skiptir mig ótrúlega miklu máli ... litli maðurinn var í sveitinni um helgina og þegar ég sagði honum upp og ofan af þessu máli, yppti hann bara öxlum og sagði jájá ... mamma, er tinni barnalegur? ... en family guy? ... hahaha ég dó næstum úr hlátri, gummi þú skilur þetta en örugglega enginn annar hihi ... jæja best að búa um sig í koddafjallinu í bólinu, ég er ein (+köttur) í bóli í nótt og ætla að dreifa úr mér ... takk fyrir innlitið og máttu eiga góðar stundir ... unz næst ...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband