Færsluflokkur: Bloggar

ég svaf út

við erum barnlaus gömlu hjónin, ákváðum að sofa út ... hjá mér að sofa út er að sofa til níu hehe en ég ætlaði aldeilis að pína mig og stillti klukkuna á ellefu, til að ég næði að borða morgunmat fyrir tólf ... nema hvað að kötturinn tók eitthvað kast um níuleytið og við vöknuðum bæði ... gummi sofnaði aftur en ég fór á stjá, fékk mér morgunmat og hreinsaði upp ælu eftir köttinn og las blöðin, fór svo aftur upp í rúm og var að deyja úr samviskubiti að vera ekki að læra, en ég skyldi sofa út ... guð hvað þetta er leiðinleg færsla, hver nennir að lesa lýsingar á mér að sofa út ... en svo sofnaði ég og vaknaði kortérítvö sem var alveg dásamlegt og ég er búin að borða hádegismat og er á leiðinni í IKEA með ástinni minni, þetta samband er að komast á mjög alvarlegt stig, við erum að fara þangað í annað skipti saman ... hvar endar þetta ... elsku fyrirgefiði hvað ég er að skrifa ógeðslega leiðinlega færslu ég nenni ekki einu sinni að lesa hana sjálf, ég er farin að klæða mig og sjæna mig ómægod ég á mér ekkert líf ég hlakka til að fara í ikea ...

bara í sólbaði á daginn

hroki minn og dómharka koma í veg fyrir það að ég sé að nýta mér það sem ég á að vera að læra í þessum tíma ... en þá nota ég bara tímann til að skrifa hér um það sem gengur á í dagsins önn ... heimalærdómur sonar míns hefur verið bitbein á heimilinu í nokkra daga, það liggur við að það séu handalögmál þegar stærðfræðiheftið "Mörgæsir" er annars vegar ... það hefur verið grátið, snökt og ekkasog hafa verið hávær ... ég slúttaði þessu með því að fara á fund í gærkvöldi og lét Guðmund um málið ... ég er að hugsa um að flytja bara í Árbæinn og láta þá vinina um heimilishaldið í Vesturberginu, fá smá húsmæðraorlof ... ég sótti um vinnu á lsh í gær, strax búin að fá tvö símtöl, verð ekki í vandræðum með að fá vinnu, langar að vera frekar á hringbraut, það er minna mál að fara þangað í strætó heldur en í fossvoginn, þó að það sé lengra ... alltaf sami stemmarinn í strætó ... reyndar er mér að detta í hug í þessum töluðum að auðvitað get ég hjólað í fossvoginn (glætan ég eigi eftir að nenna því ...) eða tekið strætó hluta leiðarinnar og hjólað rest ... bla bla hvað er ég að bulla, eigandi kærasta sem á þennan fína jeppling ??? svo er ekkert víst að ég muni verða á morgunvöktum, kannski verð ég bara í sólbaði á daginn og vinn á kvöldin Cool ég hugsa að það verði ekkert vandamál að fá að ráða soltið sínum vöktum ... þetta er samt ekkert sem þarf að taka ákvörðun um í dag ... nægur tími ... ég ætla ekki að taka bara það fyrsta sem býðst ... ætla að velja vandlega, hvar ég fæ bestu reynsluna o.s.frv. annars gengur allt sinn vanagang, ástin blómstrar, við ætlum að kaupa okkur fleiri kodda, þarf aðeins að hækka hægindastuðulinn við 24-áhorf ... svo erum við búin að leita að náttborðslömpum um allan bæ, þeir eru ýmist rusl, rándýrir eða ljótir ... endar örugglega með því að við fáum okkur lampa á vegginn, sem er jákvætt að því leiti að hægt er að safna meira af nauðsynlegu dóti á náttborðið ... áhersla á nauðsynlegu ... jæja best að leita að slúðri á netinu, ég er að drepast í þessum &%$@#! fyrirlestri ... á að ganga frá manni ???

NoNNi Nósörrí Nef eNNi

ó já ég er búin að fá nýtt enn ... ekkert smá glöð ... er vöknuð fyrir allar aldir því að ég er að fá konu í 5.spor eftir nokkrar mínútur ... þetta verður góður dagur ... drengirnir mínir fóru heim til GKG og svo ætlar hann að keyra JJ á boxæfingu og fara svo með hann í keilu ... er ég ekki heppin ??? á morgun er næstsíðasti dagurinn í vinnunni svo að sunnudagarnir verða lausir hér eftir ... fyrir lærdóm hehe ... jæja best að koma sér í leppana ... vonandi eigið þið dásamlegan dag

vantar enn

... allt í læ með ennið á mér sossum, en ég þarf að berja á ennið á lyklaborðinu til að fá eitt stykki ... en ég fæ nýtt lyklaborð í dag ... gott að eiga kærasta sem vinnur í tölvubúð ;)  talandi um kærasta ... það eru einhverjar nokkrar hræður sem lesa bloggið mitt ... verið velkomin ... og mér er alveg slétt sama hverjir lesa, hvort það eru vinir og vanda eða fólk sem ég þekki ekki neitt ... nema hvað svo fer ég alveg í kleinu þegar Gummi les það ... maðurinn sem ég treysti fyrir öllu og þar á meðal sjálfri mér ... svona er ég nú skrítin ... er í skólanum, við Adda ætlum að fara að læra fyrir verklegt í lífeðlisfræði ég fattaði í gær að það tengist EÐLISfræði sem ég er ekki svo góð í ... er hægt að vera meiri ljóska ???

öskudags-drama

sonur minn kom heim í gær og tilkynnti mér að hann færi með bekkjarfélaga sínum að sníkja nammi í dag, mamma vinar ætlaði að koma og sækja hann kl 12 ... mér fannst það nú af fenginni reynslu frekar seint, en gerði ekki athugasemdir ... nema hvað í morgun fórum við gömlu hjónin bara af stað að sinna okkar verkum og drengurinn varð eftir heima, við vorum búin að kaupa búning og rosa spenningur í mínum, hann var alveg á útopnu hér í gærkvöldi og búinn að spenna sig upp kl hálfátta í morgun ... svo leið á morguninn og hann hringdi í vininn um tíuleytið og þá var allt í einu allt dottið uppfyrir ... einkasonur hringdi þá í mig alveg gjörsamlega miður sín, grét og grét og var bara ekki mönnum sinnandi ... ég hringdi í alla sem ég þekki sem mér datt í hug að gætu verið að fara með börnin sín, en allir löngu farnir af stað eða svöruðu ekki ... svo hringdi ég í mömmu vinarins og þá var þetta allt einn misskilningur, þau höfðu farið af stað kl 8 og hún ekki heyrt minnst orði á það heima hjá sér að til stæði að JJ kæmi með þeim ... þetta endaði þannig að ég skippaði bæði lærdóm og ræktinni og rauk heim, fór í mjóddina og keypti fullt af nammi og nú situr elskulegur og maular það inni hjá sér ... hann fær þó altént sitt sykursjokk, og ég benti honum á að þetta væri súperfínt, hann slyppi m.a.s. við að fara og gera sig að fífli í einhverjum búðum !! búningurinn verður alveg í gildi á næsta ári ... eru ekki annars zombies alltaf inni ??

massa köggull ...

... og gerði mér lítið fyrir og hlussaðist í ræktina ... keypti mér einn mánuð og ætla að sjá hvernig þetta fittar inn í prógrammið ... tók rosa fína æfingu og er alveg slituppgefin :) fór svo í bónus, fyllti ísskápinn ... sem mig grunar reyndar að hafi sungið sitt síðasta ... það heyrist amk ekkert í honum ... hringi í Árna á 108 og fæ hann til að kíkja á þetta fyrir mig ef ekki batnar ... er að fara að leggjast í rosalegt skipulagstripp ... ef ég nenni vúhú ... góðar stundir

ein officially í ruglinu ...

eins og glöggir lesendur taka eftir er klukkan orðin mjög margt, hún er hálftvö eftir miðnætti ... ég er alveg í tómu tjóni ... eða eins og tjón verður tómast hjá mér ... ég semsagt sá mér ekki fært að mæta í skólann í morgun af persónulegum ástæðum (semsagt leti) og þegar ég var búin að koma einkasyni í bælið fékk ég mér morgunmat og datt svo í svæsið ER-maraþon ... til kl 13 ... þá lagði ég mig í tvo tíma og rankaði við mér eftir fáránlegar draumfarir (sem innihéldu m.a. uppblásin risasel, döðlur og fyrrverandi kærasta auk sjálfrar mín á háum hælum að hlaupa e-s staðar úti í sveit ... don't ask) klukkan var semsagt orðin þrjú og ég glooorhungruð, borðaði nestið sem hafði verið ætlað í skólann uppi í rúmi ... algjört stjórnleysi í gangi ... svo fór ég að læra, glósaði eitthvað í lífeðlisfræði og svaraði nokkrum sponsíum í símann ... ástmaður minn keypti 5812345 handa sér og lausaleiks svo að ég þurfti ekkert að elda, en ég druslaðist nú frammúr á endanum og baðaði mig ... svo fór ég að vaska upp og á meðan var í gangi krúttlegast í heimi ... lausaleiks og kæróið mitt fóru að taka til í herbergi drengsins ... eitthvað sem ég geri ALDREI og drengurinn ekki heldur ... algjörir snillingar, G fór svo að skila hallamálinu, drengurinn í ps2 og ég tók á móti nýrri sponsíu klukkan 20, við kjöftuðum frá okkur allt vit og ég setti hana inn í prógrammið og hún fór að verða ellefu ... er normalt að hitta manneskju í annað skiptið og blaðra í þrjá tíma ... maður spyr sig ... en nú er ég semsagt í bælinu og þarf að vakna hálfátta í fyrramálið til að fá lánaðan bíl elskhugans til að ég komist í ræktina ... vííí hlakka til að byrja ... er samt að upphugsa afsakanir til að þurfa ekki að fara ... er maður ekki spes?? dísös kræst hvað er með þessar ofurlöngu færslur mínar um ekki rassgat ?? fyrir ykkur sem hafið áhuga á tólfspora bisness ... kíkið á þetta

ég er farin að sofa ... góðar stundir 


baðaði sig bara og allt varð gott á ný

sko ... ég er í fráhaldi í dag vegna þess að ég vigta og mæli ... o.s.frv. ... vá hvað ég á æðislegt og einfalt líf í dag, ég hreinlega elska það ... ég var að vinna í dag og er ógeðslega þreytt ... ætlaði að leggja mig þegar ég kom heim rúmlega fjögur en það varð ekkert úr því og ég held að ég fari bara að lúlla um níuleytið ... vaknaði sjöfimmtán í morgun og áttanúllnúll í gærmorgun, ég lak útaf yfir 24 í gærkvöldi þó að það hafi verið óg.spennandi ... erum búin með fimmtán þætti af seríu tvö ... hef ég sagt frá því áður að ég ELSKA jack bauer?? ... nema hvað ... lausaleiksbarnið hringdi í mig í vinnuna í dag og var algjörlega miður sín ... kattarkvikindið hafði gert sér lítið fyrir og sprænt á hann og ekki nóg með það heldur fékk ræfillinn bununa framan í sig ... gvöð hvað hann var sár þessi elska ... en hann baðaði sig bara og allt varð gott á ný ... af öðru ... við gömlu hjúin fórum í ikea í gær ... rosalega rómantískt ... versluðum slatta og það var gaman ... ég var sko búin að hlakka til í tvær vikur ... svona þarf lítið til að gleðja mig ... ástmaður minn er heima hjá sér að þvo og horfa á fótbolta ... ég get ekki ákveðið mig hvort ég á frekar að fara í fýlu yfir að hann skuli ekki vera hér til að kela við mig eða að ég geti ekki fengið að horfa á j.bauer í tölvunni hans ... þetta eru nú helstu áhyggjurnar sem ég hef þessa dagana ... sannkölluð lúxusvandamál ... og ég er búin að taka ákvörðun ... ætla bara í enga fýlu ... það er best ... já úúúú svo er ég líka búin að ákveða annað ... byrja í ræktinni á þriðjudaginn, hef fengið nóg af sleni og hangsi ... og svo ætla ég að skrifa um eitt hér sem má aldrei minnast á við mig og harðbannað að nudda mér upp úr því ... maðurinn minn er búinn að stríða mér ógeðslega mikið og hann ætlar ALDREI að hætta því og látum það duga ... þið munið eftir dularfulla strætókortshvarfinu ... ég sneri öllu við hérna heima en nennti ekki að drusla mínum lata (litla) rassi yfir til ömmu&afa til að leita í bílnum sem ég er oft með í láni ... þannig að ég sendi drenginn ... og afi hans fór út í bíl að leita ... ekkert fannst og allir sáttir ... ég fór til strætó og fékk kortið endurnýjað ... fyrir tíuþúsundkrónursléttar ... í gær þurftum við svo að fá bílinn lánaðan þar sem boran var rafmagnslaus ... af því að lausaleiksbarnið var að fikta og skildi eftir ljós ... og við kíktum í hólfið milli sætanna ... viti menn ... þar var #$@*#$ strætókortið ... ég fór alveg í gírinn og fór að leita sökudólga (sem ég hefði getað sleppt þar sem ég er greinilega ekki mjög fundvís) en mér var bent pent á það að ástæðan fyrir því að það fannst ekki í bílnum var sú að ég nennti ekki sjálf að leita að því ... sem er rétt, ég gengst við því, ég er sek, guilty as charged ... og mun súpa seyðið af þessu máli það sem eftir er ... nú er alveg sama hvað ég segi við elskuna mína ... hva!! þú tekur bara strætó ... arrrrggghghghhhh aumingja ég ... pulsa með öllu í pottinum fyrir þann sem nær að lesa alla þessa færslu ... góðar stundir

stundum skammast ég mín fyrir að vera íslendingur

og ég lýg engu um það ... t.d. núna þegar umræða er hávær um reykingabann á krám, finnst mér alveg merkilegt að við sem þjóð getum aldrei drullast bara til að fara eftir reglum...í Noregi voru reykingar á almenningsstöðum bannaðar fyrir uppundir tíu árum, þá bara hætti fólk að reykja þar, og ekkert mehe með það ... í mörgum ríkjum USA er algjörlega bannað að reykja á almannafæri og fólk fer bara eftir því ... en á íslandi...nei við erum svo ógeðslega frek og þrjósk og látum ekki segja okkur hvað við megum og hvað ekki ... þetta er alltaf þetta "mér finnst algjörlega ótækt að fólk leggi í fatlað stæði ... en ÉG verð rosa fljót, ætla bara rétt að stökkva inn" ... íslendingar bera enga virðingu fyrir reglum, hvorki skráðum né óskráðum, mér finnst þetta gjörsamlega óþolandi ... ég er oft alveg í spesveiki dauðans og finnst út í hött að reglur samfélagsins eigi að gilda um mig líka, en það er yfirleitt þegar ég er í gremju,hroka og hef ekki verið að sinna mínu andlega lífi ... þannig að ég er laaangt frá því að vera fullkomin enda stefni ég ekki að fullkomnun, heldur framförum ... haldið þið ekki að okkur myndi bara líða betur ef við færum eftir þeim reglum sem okkur eru settar ??

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband