Færsluflokkur: Bloggar

einn dagur enn

ég er í fráhaldi í dag því ég vigta og mæli þrjár máltíðir á dag af CGS, skrifa þær niður, tilkynni til sponsors þrátt fyrir allt sem gerist í lífi mínu. ég fæ mér ekkert á milli mála nema svart kaffi og sykurlaust gos og fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu í dag

ég hef ekkert að segja frá í bili, er eitthvað löt, en allt gengur sinn vanagang ... verð í bandi þegar andinn kemur yfir mig (bandi-andi...það er nú ekki byggt á sandi...) ble ble alveg í ruglinu núna, þarf að fara að æfa mig fyrir próf.   


takk

fyrir sætu kommentin :)

smá misskilningur

maðurinn minn var næstum hættur með mér í gær þegar ég tilkynnti honum um JJónasar dæmið ... Júlíus Jónasson er að sjálfsögðu þjálfari landsliðs kvenna í handkasti ... afsakið fljótfærnina, en ég anda amk léttar ... símtalið getur þá enn komið ... áfram ísland ...

og að auki ....

Ég er sex ára í dag !!! Wizard


stungin í bakið?

Jú það er ekki laust við það að mér finnist það, þegar ég heyri í fréttum ... Júlíus Jónasson þjálfari íslenska handkastliðsins...hefði nú fundist allt í læ að láta mann vita...

Var á dásamlegri gsa afmælishátíð í dag, rosa gaman, rosa prógramm, rosa þreytt ... svo er aftur eldsnemma á löpp í fyrramálið, vinna vinna, en það er annað og merkilegra við daginn á morgun, þá á ÉG afmæli, SEX ÁRA edrúafmæli ... hvorki meira né minna. Ég hélt aldrei að ég myndi einu sinni endast árið...hugsa sér.... Þegar JJ minn varð sex ára, var ég búin að vera edrú í rúmt ár. Við héldum uppá afmælið og hann fékk m.a. kort sem innihélt barmmerki sem á stóð "6 ára", ég hugsaði með mér, best að geyma þetta EF ske kynni að ég yrði e-n tíma sex ára edrú ... og viti menn, á morgun ætla ég að fara með þetta merki í vinnuna, ég ætla að ganga með það allan daginn á morgun og nota það til að minna mig á hvaðan ég er að koma ... ég er alveg að detta í stuð til að hreinlega skrifa söguna mína hér og deila henni með ykkur, en ég ætla að láta það bíða, ég væri vís til að sitja langt fram á nótt þar til verkið væri fullkomnað ... en þið megið vita það kæru lesendur, að ég er gangandi kraftaverk ... ég ætla að setja inn tvær myndir og leyfa ykkur að sjá muninn á mér í dag og fyrir þremur árum ... seinna segi ég ykkur hvers vegna ég hef breyst svona mikið ... love ... esg


hvað er að

í landi þar sem nauðgarar fá fimm ára dóm og maður sem klippir lillaputta af öðrum fær þrjú ár ... ég er ekki að segja að það megi klippa putta af fólki og því síður að berja það með hafnaboltakylfum, en for kræíng át lád, það þarf að taka þessa helvítis handrukkaraaumingja og rassskella þá duglega, við eigum ekki að vera hrædd við þessi grey, þetta eru bara hræddir litlir strákar sem myndu örugglega brotna niður og grenja ef maður myndi taka utan um þá og veita þeim ást og hlýju ... ég hef séð ótrúlegustu menn verða að smjöri við að fá bara smá tlc...það er ekkert eins erfitt og að ganga um með töffaraskiltið og það er ekkert að hjá mér, látið mig bara í friði þegar maður er að deyja inni í sér úr ótta og ráðaleysi ... nauðgurum á að henda bak við lás og slá í minnsta kosti tuttugu ár og ekki myndi ég gráta það að þeir fengju greitt í sömu mynt ... fengju að fá að finna fyrir því hvernig er að láta misbjóða sér og traðka á sér ... aumingjar oj bara

ég er að bíða eftir

símtalinu frá HSÍ, reikna fastlega með því að mér verði boðið landsliðsþjálfarastarfið ... búin að lofa Gumma að hann fái að vera í markinu, sjálf mun ég verða spilandi þjálfari og verð með Fúsa á línunni ... er búin að þróa ný leikkerfi og mun nota júkkann líka ...

lífeðlisfræði er svoooo skemmtileg

í alvöru sko ... það þarf bara að venjast henni ... sem ég er að gera, er núna í eirbergi að peppa sjálfa mig upp í að byrja að læra, er búin að sitja hérna í rúman hálftíma og dúlla mér ... eða meira svona skipuleggja ... ætla að setja í gírinn núna, læra til tólf og fara þá á fund og svo í verklegt í aðferðir í hjúkrun, er að fíla skólann alveg í tætlur, mér "finnst" sossum ekkert að ég þurfi að mæta í alla verklega tíma, þar sem ég er nú búin að vera í þessum neðanþvottabransa í gegnum árin, en eins og svo oft áður, þá hefur það sem mér finnst ekkert svo mikið með hlutina að gera, svo er bara fínt að fríska upp á handtökin og gá hvort það er komin einhver ný tækni sem hægt er að nota ... líklegt ??

slys??

datt Heath um pilluboxið og þær duttu upp í hann?? maður spyr sig

kohmahhh shvooohhhhh

Kvittum fyrir okkur og látum þetta ekki deyja út eins og allt annað sem stuðar okkur ... ha?? plís?? 

http://www.petitiononline.com/nogbodid/petition.html


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband