Færsluflokkur: Bloggar
4.1.2008 | 13:21
föstudagur
var að lesa blöðin í morgun og þar er allt fullt af hvatningu til að fara nú að hrista af sér aukakílóin og koma sér í form ... gott og blessað, það er örugglega fullt af fólki sem hefur það sem þarf til að borða minna og hreyfa sig meira ... ég er ekki ein af þeim ... reynsla mín af því að vera í 12spora samtökum fyrir matarfíkla hefur líka sýnt að í febrúar kemur til okkar holskefla af fólki sem sprakk einu sinni enn á áramótaheitinu, búið að vera í aðhaldi og skoppi í 2-3 vikur en er enn varnarlaust gagnvart fyrsta hömlulausa bitanum, ógod hvað ég þekki þann stað vel ... ég er ein af þeim sem byrjaði í megrun á mánudegi ... hverjum einasta held ég frá því ég var 12-13 ára ... foreldrar mínir voru þá reyndar búnir að reyna ALLT til að fá mig til að hætta að borða hömlulaust ... og héldu því áfram, ég var ekki tilbúin að gefa baráttuna upp á bátinn fyrr en ég var rúmlega þrítug, þetta voru skelfilegir tímar, en í dag á ég dásamlegt líf, allt 12 sporum og æðri mætti að þakka ... en varðandi formið, þá ætlum við litla fjölskyldan að skella okkur í fría prufutíma í hnefaleikum í næstu viku ... já as in boxing ... verður örugglega ekki leiðinlegt ... drengurinn er æstur í þetta og ég er tilbúin að gera hvað sem er fyrir hann sem stuðlar að meiri hreyfingu og bættri líðan fyrir hann, hann er ég og ég er hann, ég veit svo nákvæmlega hvernig honum líður og geri mér líka svo nákvæmlega grein fyrir því að það er ekkert sem ég get gert nema að vera fyrirmynd og halda í taumana án þess að meiða hann ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2008 | 22:31
alveg magnað
ég var búin að skrifa heillanga færslu, svona skoðanafærslu, mína skoðun á hitamáli ... svo þegar ég las það yfir, fór allur vindur úr mér, nenni ekki að vera að básúna mína skoðun ... því að ég geri mér svo vel grein fyrir því að mín skoðun skiptir ekki máli ... hvað mér finnst skiptir bara engu "#$% máli fyrir gang lífsins, það eina sem skiptir máli er hvernig ég held á spilunum hjá mér sjálfri og í kringum mig, ég ber ábyrgð á að halda hreinu í mínu nánasta umhverfi ... vera til friðs, vera hæf móðir og kærasta, vera fyrirmynd, koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig ... ó hvað ég elska það þegar ég geri þessa uppgötvun ... og svo er tólf sporum fyrir að þakka, að ég geri hana oft, stundum oft á dag ... og annað sem ég sé alltaf betur og betur ... lífið mitt er 10% hvað gerist, 90% hvað ég ákveð að gera við það sem gerist
og dagáll ...
keyrði gkg í vinnuna - hann var ekkert búinn að sofa, ég hraut og sonurinn talaði upp úr svefni : þríhyrningur, kassi, þríhyrningur, go go go (of mikið í play station much ??)
borðaði morgunmat - skyr, abmjólk og steikt epli (einsog ALLA morgna)
lagði mig - ætlaði að vakna ellefu, svaf til 11:40
fór á fund - ákvað í gær að fara á fund ALLTAF þegar ég kæmist, var samt alveg .... tja ég fór nú í gær ...
fór í bónus&hagkaup holtagörðum - bónus til að versla, hagkaup til að skoða
borðaði hádegismat - soyapönnsu og salat (as usual)
tölvaði - lagði mig - sótti gkg, hann fór heim til sín að sofa, enda alveg stjarfur af þreytu
borðaði kvöldmat og er núna að dúlla mér þangað til ég fer að sofa, voða sybbin eitthvað
góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2008 | 23:02
einn búinn, 365 eftir ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2008 | 10:46
nýtt ár ... fullt af fyrirheitum
hef a.m.k ekki ástæðu til að ætla annað þar sem hið síðasta var dásamlegt og það stendur í aa-bókinni að líf mitt muni verða betra ... ég ætla að fara á fund á eftir, byrja þetta ár á því að rusla mér af krafti í prógrammið, hef fundið það upp á síðkastið hvað það vantar, það eru fáir og einfaldir hlutir sem ég þarf að gera til að halda mér í lagi og af því að þeir eru svo fáir og einfaldir, læt ég sjálfa mig trúa því að þeir skipti ekki máli ... gú gú
Í ár ætla ég, einn dag í einu, að vera góð við aðra, halda mig á mottunni, einbeita mér að því sem ég er að gera hverju sinni og öðru fremur að gera mitt besta, hvert svo sem verkefnið er.
Áskorun dagsins :
Compassion will cure more sins than condemnation
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 13:27
léleg pressa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2007 | 18:58
einu sinni...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2007 | 22:53
áfengismisnotkun
vorum með matarboð í kvöld, systir hans gumma og konan hennar komu í mat, ég eldaði lambalæri með öllu tilheyrandi og rann það ljúft í noregsbúana ... þær komu með rauðvínsflösku og ég bauð þeim auðvitað að fá sér með matnum ... vildi ekki betur til en að ég þurfti að fara niður í geymslu og ná í rauðvínsglös, glösin sem ég fékk í jólagjöf jólin 2001 sko ... þau voru enn í kassanum þau voru þrjú um flöskuna og það er nóg í henni enn ... enda sagði ég þeim að þetta væri kallað að misnota áfengi á mínu heimili ... druslast ekki einu sinni til að klára úr einni flösku ... þrjár fullorðnar manneskjur ... mikið hneyksluð ... en svona í alvöru talað, fannst mér þetta ekkert mál ... ég er algjörlega frjáls þegar kemur að áfengi ... og það er ekki neinu að þakka nema aa-samtökunum og æðri mætti samkvæmt mínum skilningi á honum ... en allavega, matarboðið heppnaðist frábærlega og ég er alveg yfir mig hrifin af þeim turtildúfum höllu&halldísi ... en nú er ég sest uppí sófa í náttfötunum, mennirnir sem ég elska eru að leika sér í tölvunni, ég er með flakkara með tugum bíómynda og það eina sem mér dettur í hug að horfa á er Lethal Weapon eitt ... ég á bágt ... óska ykkur alls hins besta elskurnar ... lipstick all over you
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 16:15
föstudagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 19:34
annar í jólum
þvílík leti ... erum búin að liggja í fótbolta í allan dag, já meira segja ég ... held reyndar að þetta hafi verið í síðasta skipti sem elskan mín nennir að horfa á fótbolta með mér ... hann vill hafa hljóð
ég er svooo ánægð með þessi jól, ekkert stress, engar veislur eða vesen ... bara afslappelsi og ást ... eina sem er að pirra mig eitthvað er heilsan, ég er ennþá slöpp, búin að vera með hitavellu í dag og finnst þetta heldur lengi að jafna sig ... en ég tek bara ábyrgð á minni heilsu og held mig innan dyra... gamli fer að vinna á morgun svo við verðum bara tvö í kotinu mæðginin, getur verið að ég dúði mig og fari í smá göngutúr ... ná upp þreki ... líka til að þjófstarta nýársheitinu ... sem er meiri (einhver) hreyfing ... næsta ár verður fitness ár aldarinnar hjá litlu fjölskyldunni nokkuð týpískt áramótaheit hehe ... farin að horfa á shrek the halls ... unz síðar elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 23:53
Dásamlegt aðfangadagskvöld

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar