Færsluflokkur: Bloggar
23.12.2007 | 12:27
röddin aðeins að koma

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 23:51
ég er ekkert að grínast
ég má í ALVÖRUNNI ekki tala og ef ég tala verð ég bara þreytt...ég er mjög slöpp og vorkenni mér mjög mikið, ég á norðurlandamet í sjálfsvorkunn án atrennu innanhúss þegar ég er lasin, ég fæ líka aldrei pest, heldur svartadauða, ekki hausverk heldur heilaæxi, er aldrei pínulítið slöpp heldur hreinlega við dauðans dyr ... you get the pic
ég er búin að vera að lesa hin og þessi blogg, allskonar umræður í gangi og mis heitar ... ég er alveg ofsalega fegin að hafa ekki byrjað að blogga fyrr en ég var komin svona almennt séð í ágætis andlegan jafning ... ég býð ekki í hana mig með mínar far out skoðanir á hinum ýmsu málum hér á blogginu hefði nú alveg örugglega einhvern tíma fengið á mig nokkur vel valin ...
ég er búin að pakka inn öllum jólagjöfunum, var að klára þær síðustu ... er að hugsa um að fara að skríða upp í bæli, lausaleiksbarnið er í sturtu, svo ætla ég að koma honum niður, það er kominn þónokkur spenningur í hann, en hann er voða góður og þægilegur við mömmu sína þegar hún er svona á sig komin ... gummi er heima hjá sér að taka til, búinn að snúa öllu við í þrifnaðaræði, hann ætlar að lána systur sinni íbúðina, hún kemur á annan í jólum og verður í viku held ég, þannig að hann ætlar að vera hjá mér á meðan ... gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 16:08
fór á læknavaktina
fékk pensó, má ekki tala, engum finnst það leiðinlegt nema mér fór svo bara í bólið og lagði mig
rak augun í jólakort sem drengurinn fékk, það er frá kfum&k þar sem honum er óskað gleðilegra jóla og þakkað fyrir samveru i vatnaskógi í sumar og svo fylgir 10% afsláttarmiði í flugeldasöluna hjá þeim, mér finnst það ósmekklegt, finnst alltaf takkí þegar auglýsingum er beint að börnum, þó ég sé nú nokkuð viss um að sonur minn muni alveg bera þess bætur þó hann hafi fengið þennan afsláttarmiða, nú ef ekki ... he'll work it out in therapy ... farin aftur upp í rúm að segja ekki neitt ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 11:03
ég játa mig sigraða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 11:42
æ ó aumingja ég
ég á sjaldan eins bágt og þegar ég er lasin, sem er einmitt núna *hóst* *snít*
en ég á ekki meira bágt en það að ég svaf til 10:18, borðaði skyr&abmjólk með steiktu epli og er skriðin aftur upp í ból með tvær sængur og tölvu ... ég bið ekki um meira
einkasonur minn situr við hina tölvuna með heddfóna, svona litla inn í eyrunum, hann heldur því fram að þeir detti alltaf úr svo að ég setti jólaeyrnaskjólin bara yfir ... allir sáttir
ég er í jólafríi og með flensu, en fékk samt samviskubit yfir því að sofa "út" eða þ.e.a.s. hugur minn fór að reyna að selja mér það að ég væri ómöguleg og ekki að standa mig, en ég bað hug minn lengstra orða að halda sér saman, það eru engin aðkallandi verkefni sem bíða mín og ég ætla að vera rúmliggjandi í dag, lesa, tölva og hafa það næs, ná þessu ógeði úr mér svo ég verði hress um jólin ... ég er búin að taka ákvörðun um að senda ekki jólakort í ár, mér finnst leiðinlegt að skrifa þau og ætla bara að hugsa fallega til allra sem mér þykir vænt um og vera þá kannski bara duglegri að hringja og heyra hljóðið í fólkinu mínu ... það eru margir að spyrja mig hvort ég sé ekki rosalega stressuð að fá út úr prófunum, hvað það sé glatað að hanga í óvissu yfir jólin hvort ég komist áfram eða ekki og allt það ... vitiði, að mér er bara slétt sama, ég skildi þetta eftir niðri í Eirbergi þegar ég gekk út úr síðasta prófinu og hef ekki áhyggjur af einu eða neinu, ef mér er ætlað að læra hjúkrun þá kemst ég áfram, annars ekki og ekkert sem ég geri, hugsa, geri ekki eða hugsa ekki yfir hátíðirnar mun breyta niðurstöðu prófanna ... þetta er búið og gert og ekki ástæða til að hanga í því ... ég er ekkert smá þakklát og hamingjusöm fyrir að hafa þó lært þetta á tæplega sex ára göngu í sporunum tólf, að skilja hismið frá kjarnanum og skipta mér af því sem mér kemur eitthvað við og láta annað í friði ... skál í botn fyrir því !! Megið þið eiga góðan og kærleiksríkan dag ... unz síðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 22:54
miðvikudagskvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 11:23
miðvikudagur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.12.2007 | 15:58
þriðjudagur
fór til doksa í morgun og ég er bötnuð húrra !! ætlaði heim að borða morgunmat og leggja mig en í staðinn hefur þetta gerst ... borðaði morgunmat, bar átta stóla niður í gang (bý á fjórðu og þetta eru þungir stólar), hreinsaði út úr skápum, gekk frá grillinu, hengdi upp jólaógeðið sem þarf að hanga á svölunum svo blokkin sé í stíl, fór í sorpu með 4 svarta af fötum, tíu pör af skóm og dagblöð, fór niður í geymslu með flöskur&dósir úr skápnum (nennti ekki með það í sorpu því maður þarf að vera með debetkort til að fá peninginn, svo þær verða bara niðri í geymslu þar til einhverjir íþróttakrakkar koma að safna eftir áramótin) kláraði (næstum því alveg) að taka til, og núna er klukkan fjögur, ég var að borða hádegismat, og er komin upp í og ætla að fá mér síðdegislúr, á bara eftir að ganga frá einum bala af þvotti og strauja, ætla svo að fara til Bobbu tengdó á morgun að hjálpa henni að þrífa og sjæna fyrir jólainnrásina miklu ... ekki meira í bili held ég ... unz síðar ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.12.2007 | 21:58
Djíngúl bells djíngúl bells
Jú Silla mín ég var einmitt að hamra þetta próf í morgun, gekk þrælvel bara, sem þýðir að ég er semsagt komin í jólafrí húrra húrra húrra...
Ég ætlaði aldeilis að taka mér góðan tíma í þetta og var ekkert að flýta mér, sat heillengi og glápti út um gluggann og hugsaði um daginn og veginn, svaraði öllum spurningum og gerði þriggja blaðsíðna ritgerð eins og beðið var um, samt var ég búin tíu mín yfir tíu ... alveg makalaust, ég er ALLTAF fyrst út, þetta hefur alltaf verið svona, skiptir engu hvort ég fæ núll eða tíu á prófi, alltaf fyrst... quick thinker eða eitthvað ... sumfin or nuffin ... allavega þá brunaði ég niður í bæ eftir prófið, fór í spron og tiger (þar sem einn fallinn félagi kom inn og var alveg blekölvaður og að auki alveg rasandi hissa að klukkan væri hálfellefu AÐ MORGNI ... hann hlyti að vera á New York tíma eða eitthvað...góð áminning) og brunaði svo í IKEA, búðina í Garðabænum þar sem er ekki hægt að keyra með kerruna nema tvo metra út úr búðinni og þaðan verður maður að ganga með vörurnar, þó að það séu tveir kerrustarfsmenn á vakt, og þó að maður sé með fulla kerru af vörum og með pínulítið barn á handleggnum (ég var ekki með barn, heldur bara vörur en það var önnur kona að koma út á sama tíma og ég) og mér finnst þetta GLÖTUÐ þjónusta ... allavega fór svo heim og setti í vél, tók á móti Jóhönnu Body í kaffi og slúður, vaskaði upp, setti í vél, þreif baðið og stofuna, setti í vél, setti upp jólaskraut, setti í vél ... you get the pic, það þurfti sko að þvo ... svo fór ég og sótti ástmann minn í vinnuna og eldaði vont kjöt handa þeim og nú er drengurinn syngjandi í sturtunni, gamli í PS2 og ég að blogga ... nú ætla ég að hvíla mig, er alveg gjörsamlega búin á því og massa spennufall í gangi eftir fyrstu (og vonandi ekki síðustu) prófatörn mína í Háskóla Íslands hallelúja og ætla ekki að gleyma að minnast á að ég elska lífið mitt og er svo þakklát fyrir allt, fortíðina mína, nútíðina og framtíðina ... góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.12.2007 | 18:21
sunnudagur
og síðasta prófið er á morgun...heimspekileg forspjallsvísindi...ég er búin að vera sæmilega dugleg að lesa...aðeins duglegri að sofa ofan i bækurnar þó...ég er búin að fá nóg í bili og langar í jólafríið mitt...mamma hans Gumma var að hringja og biðja um óskalista frá drengnum svo að nú situr hann sveittur og velur sér bækur og leikföng til að setja á lista...ég hlakka svo til á morgun um hádegið þegar ég get farið að þrífa og sjæna og jóla hjá mér húrra húrra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 94137
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar