Færsluflokkur: Bloggar
29.11.2007 | 09:19
ég veit ekki afhverju
ég fæ bjánahroll þegar ég heyri eftirfarandi...
...ég fór á skeljarnar...
...tók í spaðann á honum...
en svona er ég nú bara skrítin
en af mér er það að frétta í dag að ég er í peysu af syni mínum (hann er tíu ára) og hún er alltof lítil á mig, þ.e.a.s. ermarnar eru of stuttar og peysan sem ég er í innanundir stendur framúr...smart... og ég er obbosslega glöð að mitt helsta áhyggjuefni sé einmitt það að vera í of lítilli peysu, þvílíkur lúxus... hringdi í morgun í úrsúlu til að panta tíma fyrir JJ hjá GÁs, hann sér víst ekkert í skólanum...og þegar hún spurði hvort ekki væri bara allt gott að frétta fékk ég næstum hláturskast því að það eru núna akkúrat fjögur ár síðan ég hætti hjá þeim og breytingarnar sem hafa orðið í mínu lífi eru ÓTRÚLEGAR, þannig að ég sagði auðvitað jú bara allt fínt...sem er rétt og svo verður hún bara að sjá mig og fá öppdeit þegar við hittumst 19.des, en fyrir þá sem ekki þekkja mig (ein dolti kokkí að halda að það sé bara fullt af fólki að lesa þetta sem ekki þekkir mig...eins og ég sé einhver ellý) þá eru breytingarnar á mörgum sviðum og mest áberandi er þetta...
http://ellasigga.myphotoalbum.com/view_album.php?set_albumName=album09
vonandi eigið þið góðan dag, ég er búin að biðja um einn slíkan fyrir mig og af því að ég er prinsessa þá fæ ég allt sem ég vil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.11.2007 | 09:28
alki eða ekki??
ég var að reyna að sýna Gumma eitthvað (örugglega mjög merkilegt) á leiðinni í morgun...hann vildi nú bara einbeita sér að akstrinum, þannig að ég fór að tala um hvað ég væri glöð að það væri píkuspegill bílstjóramegin og hann sagðist viss um að ég væri að drekka kaffi, tala í símann og mála mig allt í einu meðan ég væri að keyra....hvaða vitleysa?? eníhú, þá sagði ég honum frá því þegar ég var einu sinni á leiðinni í partí, á sjötíu á hringbraut á gullescortnum, að drekka bjór, reykja og mála mig allt í einu, hefði örugglega verið í símanum líka nema það voru ekki komnir gemsar þetta er svo langt síðan hahaha... allavega barst talið að akstri undir áhrifum og ég skil ekki að ég hafi aldrei verið tekin fyrir slíkt...var aldrei stoppuð, ekki einu sinni þegar stelpurnar hringdu eitt sinn í lögguna til að láta taka mig þegar ég rauk eitthvað á bílnum...nema hvað þá sagðist minn heittelskaði hafa keyrt einu sinni undir áhrifum og fengið svo mikið samviskubit að hann kvaldist í margar vikur...ég fór að skellihlæja því að þetta er einmitt munurinn á ölkum og normies, þau læra af reynslunni og skammast sín...en ekki við... ónefndur maður missti einu sinni prófið og fékk svo vinnu útúr bænum og eitt sinn á leiðinni heim úr vinnunni stoppaði hann við hliðina á
á rauðu ljósi...nema hvað þar var auðvitað löggan sem hafði tekið hann á sínum tíma og honum fannst endilega að hann minntist þess að þessi maður ætti alls ekkert að hafa próf... svona gerist heldur ekki hjá normies þannig að ég er alveg klár á að sá maður er einn af oss
þetta eru tvær litlar ástæður fyrir því að ég þarf að sækja fundi og deila reynslu minni styrk og vonum með öðrum af mínu sauðahúsi, það þýðir ekkert fyrir mig að spegla mig í manninum mínum eða öðrum normies því að sá samanburður setur bara rugl í gang í hausnum á mér ...
svo langar mig að kommenta á leiðara fréttablaðsins í gær þar sem Jón Kaldal talar um að hamingjan eða góð heilsa sé ekki endilega falin í því að vera mjór, það er sko alveg rétt hjá honum, ég er í dag ca 35kg léttari en fyrir 2&hálfu ári og þó að lífið mitt hafi tekið stórkostlegum breytingum til hins betra, er ég enn sama manneskjan, ég fæ ennþá illt í liðina ef ég borða of mikið af tómötum og rófum, ég fæ ennþá magapínu ef ég borða of marga sveppi og ég get ekki borðað tyggjó því að ég fæ magakrampa af því...en það sem ég hef fengið með því að vigta og mæla þrjár máltíðir á dag þrátt fyrir allt sem gerist í lífi mínu, er það að ég er ekki lengur að deyja inni í mér og ég er ekki lengur í sykurrússi allan daginn og get gert það sem þarf að gera, sinnt mínum hversdagslegu störfum af alúð o.s.frv. ég upplifi það sterkt í allri umræðum um offitu, magaaðgerðir (og do i ever have skoðun á þeim) og átraskanir o.s.frv að það fyrir börnin okkar að missa okkur í dauðann útaf offitu og neyslu er ekki það versta sem gæti gerst, verra er að sitja uppi með mömmur/pabba sem eru kannski í hjólastól af offitu, á hæli útaf neyslu eða inni á heimilinu eins og hvirfilbylur sem leggur allt í rúst sem á vegi þeirra verður.... ÞESS VEGNA stunda ég prógrammið mitt og vigta og mæli þrjár máltíðir á dag, einn dag í einu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 13:43
barnabótafærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2007 | 09:33
Kobe Bryant nautakjöt
Var að lesa um nautakjöt sem kostar 16000 kr kg, já sextán ÞÚSUND krónur íslenskar...og einhvern kokk (some cock) sem var alveg handviss um að það myndi renna út eins og heitar lummur ... gott og vel, jú það er örugglega fullt af fólki sem kaupir það og áætla ég að hlutföll kaupenda skiptist svona...
1,5% fólk sem hefur vit á góðu nautakjöti og lætur þetta ekki fram hjá sér fara, sama hvað það kostar
98,5% fólk sem myndi ekki finna mun á eðal nautakjöti og framparti af sjálfdauðri geit EN GETUR EKKI VERIÐ ÞEKKTUR FYRIR ANNAÐ EN AÐ KAUPA EITTHVAÐ SEM KOSTAR SVONA MIKLA PENINGA OG KOM Í BLÖÐUNUM
any thoughts?
Annars hef ég oft borðað gott nautakjöt og finnst það fínt, hef reyndar verið meira í lambi síðustu mánuði og ár. Eitt sem ég uppgötvaði í sambandi við verð og annað. Nú borða ég mjög mikið grænmeti, oft rúmt kíló á dag og kaupi það bara í bónus enda alveg hægt að fá gæðavöru þar á ekki neinum geðveikum prísum, ég bara vanda valið og læt ekki selja mér rusl, ég passa líka að fylgjast með kílóverði og bla bla bla allt sem hagsýn húsmóðir gerir, en svo ég komi mér að efninu þá sé ég fólk kaupa blandað salat í pokum dýrum dómum og allt í góðu með það, ég splæsi mér stundum í spínatpoka ef ég er í stuði, en ef ég skoða verðið á þessu salati, t.d. 75g poki af rucula kostar kannski tæpar fjögurhundruð krónur sem segir mér að kílóið af þessu salati kosti í kringum fjögurþúsund krónur... og ég læt ekki bjóða mér það heldur kaupi ég mér bara iceberg og tómata og gúrkur og paprikur og fer svo kannski 2x í mánuði og kaupi mér djúsí lamba rib-eye sem kostar rúman þrjúþúsund kall kílóið og elda geðveikan veislumat... ég er nefnilega fátæk námsmey og er búin að læra ýmislegt til að hafa lífið gott og gómsætt án þess að það kosti hönd&fót...
en núna er umþóttunartími dagsins búinn og ég ætla að fara að læra, fyrir þá sem vilja ná góðri tengingu við sjálfa sig og sinn æðri mátt mæli ég með morgunhugleiðslu og hér er ein góð sem ég fékk senda í morgun ...
http://www.gratefulness.org/brotherdavid/a-good-day.htm
megið þið eiga dásamlegan dag elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 09:10
mér finnst...
gott að vakna hálfsjö, borða morgunmat og ná að læra í klukkutíma áður en ég vek morgunfúlu mennina mína...þurfti alveg að halda í mér að vera ekki með morgungamanmálið í morgun, þeir voru allt annað en móttækilegir fyrir skemmtiatriðum þessar elskur...
bjánahrollur dagsins: ég með eyrnatappana á hlöðunni (andlega meinið segir mér að ALLIR séu að horfa á MIG því að ÉG er með eyrnatappa, skítt með að fólk sé ekki hér til að fylgjast með mér, heldur að læra :) )... sem ég á að gera núna líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2007 | 11:05
einn dag í einu
ég er í fráhaldi í dag vegna þess að ég vigta og mæli þrjár máltíðir á dag af cgs, skrifa þær niður og tilkynni til sponsors einn dag í einu þrátt fyrir allt sem gerist í lífi mínu, ég fæ mér ekkert á milli mála nema svart kaffi og sykurlaust gos (hef t.d. ekki borðað tyggjó í tvo mánuði og þvílíkur sigur húrra húrra) og fráhaldið er það mikilvægasta í lífi mínu í dag vegna þess að ef ég er ekki í fráhaldi á ég mér ekkert líf og það er alveg satt...
það er vesen í gangi, það er steinn í vegi mínum og það er svo skrítið að ég er ekkert að fá kast yfir því þannig séð...ég er kvíðin og óttaslegin en samt treysti ég bara...ég treysti því að allt verði í lagi og geri það sem ég þarf og get til að það verði þannig...meira get ég auðvitað ekki gert...en það er rosalega fín lína á milli þess að gera EKKI NEITT og að GERA ÞAÐ SEM ÞARF þó að það sé lítið...og mér finnst (alltaf þegar ég segi/skrifa "mér finnst" fæ ég rödd sponsorsins míns í hausinn "það skiptir ekki nokkru einasta máli hvað þér finnst, hvað þér finnst mun ekki breyta gangi mála" og ég geri mér svo innilega grein fyrir því hvað það er rétt) semsagt mér finnst svo gott að geta hvílt í því að hafa gert það sem í mínu valdi stendur og þurfa ekki að gera meir annað en að bíða átekta og fá svo leiðbeiningu um næsta skref...
nema hvað...ég hef skoðun í dag, í morgun glotti ég yfir bakþönkum DÞJ um ólík viðhorf svía og íslendinga og svía til peninga, allehubba hvað það var sneddí og rétt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 17:42
Rosa hress
Viðskiptavinurinn : þetta er nú meira helvítis draslið þessi batterí sem þið seljið
Tölvubúðarafgreiðslumaðurinn: Nú? Hvað er vandamálið?
V: Nú krakkarnir mínir þjösnast svo á þessu að þetta eyðileggst strax...hvað er hægt að gera til að láta þetta drasl endast lengur?
T: Kannski reyna að passa að krakkarnir fari ekki svona illa með þetta..
V: ERTU AÐ SEGJA AÐ BÖRNIN MÍN SÉU EINHVERJIR VILLIMENN??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
ég hef alveg skoðun...
Tenglar
Það er til lausn
Þetta þarf ekki að vera svona erfitt
Bloggvinir
-
addahelga
-
helgadora
-
marilyn
-
brussan
-
bobbaff
-
hafrunkr
-
huldalind
-
marylinda
-
sykurmolinn
-
bleiksteik
-
marias
-
thoradora
-
teygjustokk
-
supermamma
-
drottningar
-
jonaa
-
hugarfluga
-
ellasprella
-
baldvinj
-
kjarninn
-
marra
-
asgerdurjoh
-
skrudur
-
bellastar
-
melabraut
-
tibet
-
griman
-
ingabesta
-
siggadrofn
-
blattafram
-
sigrunhuld
-
siggiholmar
-
imp
-
olofdebont
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 94139
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar