Færsluflokkur: Bloggar

Sjö ára í dag !

27.janúar 2002 vaknaði ég um miðjan dag, ég held mér hafi aldrei liðið eins illa og þá ... kvöldið áður hafði ég drukkið, drukkið ótæpilega ... ég varð mér ekkert til skammar, var bara full ... ég hafði farið út með síðustu aurana, þeir kláruðust þetta kvöld ... þegar ég kom fram í eldhús opnaði ég ísskápinn, hann var tómur, sem var slæmt því að von var á fimm ára syni mínum heim úr sveitinni seinna um kvöldið ... ég skalf, skalf þegar ég steig fram úr rúminu, ég skalf í sturtunni og ég skalf þegar ég hringdi í vinnuna til að biðja samstarfskonu mína að leysa mig af aðeins lengur, hennar svar : er þetta ekki orðið gott, drullaðu þér í vinnuna ... og ég fór í vinnuna, get ekki ímyndað mér að gagn hafi verið að mér þennan daginn, frekar en marga aðra, mér fannst nefnilega ekki tiltökumál að mæta timbruð til vinnu ... ég tók ákvörðun þennan dag, ákvað að leita mér aðstoðar ... viku seinna var ég komin í meðferð, hef ekki drukkið síðan ... mér þætti gaman að geta sagt frá því að síðan hafi ég dansað á regnbogum, kúkað fiðrildum og allir verið vinir ... þannig er það ekki ... lífið hefur gerst, ég hef misst foreldri, misst aleiguna, lent í slysi og glímt við aðra fíkn sem náði næstum að eyðileggja líf mitt upp á nýtt ... en þetta hefði ég ekki komist í gegnum, nema af því að ég fékk lausn, lausn við vandamálinu, sem þegar upp er staðið, er ég sjálf ... ég átti aldrei við drykkjuvandamál að stríða (enda óttalegur hænuhaus og léleg fyllibytta svona heilt á litið), heldur átti ég við lífsvandamál að stríða, gat aldrei fundið mig í eigin skinni ... lausnin sem ég fékk (ókeypis og þurfti sossum ekki mikið að hafa fyrir) tók á þessu vandamáli, mér, ég breyttist og varð önnur en ég var, sumir segja betri, aðrir hata mig eins og pestina, en mér er slétt sama, málið er að í dag hef ég yfir að ráða verkfærum, sem gera mér kleift að lifa eðlilegu lífi, taka ábyrgð á tilveru minni og leysa aðsteðjandi vanda til lykta ... ég er hamingjusöm, glöð og frjáls, myndi hvergi annars staðar vilja vera en akkúrat hérna, akkúrat núna ... og það er besti staður sem ég veit, að vera bara alltaf hérna, núna ...


Sunnudagur

ég ætlaði alls ekki að sofna aftur eftir morgunmatinn ... bara hlýja mér áður en ég færi í sturtu, ætluðum sko í sund gömlu hjónin en þá komst ég að því að baywatch bolurinn hafði orðið eftir í bumbusundinu á föstudaginn, svo ég skreið uppí ... en svo bara vaknaði ég hálftvö og þá var kominn tími á hádegismat ... eftir hann fór ég að læra, er búin að sitja við síðan, þori varla að standa upp því ég er öll stíf, en ég ætla að drífa mig á lappir, fara í sturtuna loksins og fá mér svo kvöldmat og læra meira ... semsagt mjöööög spennandi líf, baða,borða,sofa,læra ... heyrði í Marilyn áðan, það bólar ekkert á hennar snáða, þeir ætla að setja á hana startkaplana á fimmtudaginn ef ekkert hefur gerst, tek mér bessaleyfi að setja þetta hérna inn því hún nennir ekki að blogga sjálf buddan þessi ... eins og gefur að skilja er heldur ekkert að ske hjá  mér, enda ekki næstum kominn tími, en það er mikið stuð í bumbunni, það er hnoðast og hnoðast, bara gaman þar greinilega ... meira síðar

Billa Sigga Bolla Sigga Ella Sigga

Ég er hér Edda mín, ég er bara svo löt að blogga og hef ekkert að segja ... en skal stikla á stóru

Ég er 33 vikur gengin í dag ... heyri á hverjum degi: "VÁ þú ert nú bara alveg að fara að eiga" ... "Ertu viss um að þetta séu ekki tvö?" og þar fram eftir götunum

Ég er doltið í skólanum, ekki eins löt og oft áður, en betur má ef duga skal, próftaflan var að koma, fyrsta próf 23.feb, búin 27.feb ... þá verður, eins og áður hefur komið fram, ekkert eftir nema setja í vél og sækja vöggu áður en baby kemur

 Held það sé ekki fleira að sinni, set inn óléttu síðan í byrjun vikunnar 

012.jpg


Stubbur í feluleik

Hann Stubbur gerir þetta í hvert skipti sem við tökum upp úr innkaupapokum, treður sér ofan í og heldur að enginn sjái sig ... svo fær hann sér iðulega epli eða þykkmjólk eftir leikinn :)

005.jpg

 


smá krútt

í ljósi skoðanaskipta okkar badda í þarsíðustu færslu verð ég að segja eina krúttsögu ... sonur minn ellefu ára kom til mín um daginn og var mjög áhugasamur að vita hvar hann ætti að vera á meðan við gömlu færum á fæðingardeildina að sækja litlu baun ... ég sagði honum eins og var, að ég væri nú ekki búin að gera ráðstafanir enn, en líklegast myndi hann bara gista hjá ömmu og afa (sem búa í sömu götu) eða ef þetta væri að degi til væri hann bara í skólanum og sinnti sínum daglegu störfum ... en mamma, ef þetta verður um nótt er þá ekki best að ég komi bara með ykkur? ... neiii það myndi aldrei ganga, í fyrsta lagi bara tíðkast það ekki og svo myndi honum bara leiðast ... já en ég get bara tekið með mér nintendo ds og beðið frammi ... hvað ef við verðum þarna í tíu tíma? ætlarðu að vera í nintendo allan þann tíma?? ... hugs hugs hugs ... TÍU TÍMA ?? AUMINGJA GUMMI EF ÞIÐ ÞURFIÐ AÐ VERA Í TÍU TÍMA !!!

Reyniði að geta hvort hann fékk vasapening þá vikuna Angry


sunnudagur

vaknaði eldsnemma til að reyna að hafa smá stjórn á matartímum, er svo södd á kvöldin að ég á erfitt með að sofna ... ætti reyndar ekki að gerast núna þar sem ég var búin að borða kl sjö og nú er komið fram yfir miðnætti ... verð að fara að sofa ekki seinna en núna til að vakna til náms í fyrramálið, ætla ekki að missa af kidda krafti með blóð á skónum !

styttist

Vika 32

  • Barnið vegur 1,9 kg og lengd þess nálgast 30 sm
  • Þvermál höfuðsins er 8,2 sm.
  • Fitulagið undir húðinni þykknar og því breytist húðlitur barnsins frá rauðum yfir í bleikan lit.
  • Táneglur vaxa.
  • Í sérhverri mæðraskoðun er fylgst með blóðþrýstingnum og athugað hvort þú hafir eggjahvítu í þvagi eða vaxandi bjúg.   Þá er m.a. verið að leita að einkennum um meðgöngueitrun.

 

 


Komin heim af fæðingardeildinni

... vorum þar bara í tæpan klukkutíma, gekk mjög vel :)

 

Vorum semsagt að klára fæðingarfræðslunámskeiðið og fórum í skoðunarferð á fæðó ... fínt að vera búin að koma þangað svo maður komi ekki alveg af fjöllum þegar stóra stundin kemur ... skoðuðum fyrst fæðingarganginn, fengum meira segja live nýfæddan grát sem smaug í gegnum hurð ... ótrúlega krúttað, ég fékk allavega gæsahúð ... skoðuðum tvær fæðingarstofur þar, eina litla með potti sem er alveg af partístærð, svo aðra þar sem enginn pottur var en mér fannst hún nú bara kósí samt ... fórum á Hreiðrið og skoðuðum þar stofu með potti, ég verð að segja alveg eins og er að ég var búin að búast við að vera bara ohh ahh yfir Hreiðrinu, en mér fannst það bara ekkert spennandi ... við ræddum þetta gömlu hjónin á leiðinni heim og vorum sammála um að finnast venjuleg fæðingarstofa bara meira aðlaðandi og stefnum að því að vera þar í fæðingunni ... vil samt hafa pott, er alveg búin að bíta í mig að allavega prófa að vera í vatninu og fæða í því ef allt gengur vel ... ég stefni líka á að gera þetta au natural ... ganga allavega inn í það með því hugarfari, hvað sem svo verður þegar á hólminn er komið ... eníhú ... ég hlakka bara til, finnst þetta allt orðið frekar raunverulegt núna, enda ekki nema rúmar átta vikur eftir ... vííí


Sunnudagur

... ég skrifa svo leiðinlegar færslur að ég þarf alltaf að vera að setja nýja og nýja svo ég þurfi ekki að lesa þessar gömlu ... vítahringur !!

Litli maðurinn er kominn úr sveitinni, kvefaður en dásamlegur að vanda, hann hringdi í morgun bara af því að hann saknaði mömmu sinnar svo mikið þessi elska ... ji hvar væri ég ef ég hefði ekki eignast þennan gullmola ??

Við gömlu fórum í bió í gær, sáum Changeling í Laugarásbíó, snilldarmynd og alltaf gaman að koma í Laugarás og rifja upp prakkarastrik í huganum ... það voru nú oft góðir tímar ... hef svolítið verið að hugsa þann tíma út frá ofátinu mínu og matarfíkninni ... þvílíkar eðalaðstæður fyrir manneskju eins og mig að hafa eeeendalaust aðgegni að dópinu mínu ... enda var það notað út í ystu og rúmlega það, engar hömlur og þá meina ég engar !

Fór í skemmtilegan löns-hitting í dag, rosa gaman og geggjaður matur auðvitað!

Ég er að hugsa um að fara að skríða uppí bæli, langur dagur á morgun, förum á foreldranámskeið annað kvöld, ég hlakka til ... það er svo langt síðan ég gerði þetta síðast að mér veitir ekki af að hressa aðeins upp á minnið, verður gaman að fara að skoða fæðingardeildina, það hafa að mér skilst orðið gríðarlegar breytingar síðan þarna seint á síðustu öld þegar ég stóð síðast í barneignum !

Dúnn og friður

 


Föstudagur

Við gömlu erum ein heima, litli fór í sveitina. Ég fór í skólann í morgun og svo í sund, er svo bara búin að hanga heima, leggja mig og svona kósí ... Ég byrja að skrifa fjórða um helgina og svo ætlum við í bíó annað kvöld, aðeins að bregða okkur af bæ ... ég hef ekkert spennandi að segja, líður vel, er 31 vikur gengin í dag svo að það styttist ískyggilega í að litla stýrið komi til okkar ... við erum svo spennt :)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94134

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband