Færsluflokkur: Bloggar

jæja

ég er löt, nenni ekki að blogga, nenni ekki að læra, nenni ekki að sitja, nenni ekki að standa, ætla samt að horfa á house og fara snemma að sofa

gaman

fórum í smá verslunarleiðangur í dag eftir að við fórum í sund ... fórum í útilíf en þar var óléttubikini auðvitað ekki á útsölu, tími ekki að borga 8000 kr fyrir það, þó að ég sé næstum komin með rassinn úr buxunum á hinu ... fer bara til Rósu á útsölu og gái hvort hún á brók í stíl við toppinn sem ég keypti í sumar ... eða nota bara þessar næstum rasslausu ... fórum í name it (við hliðina á vero moda) og keyptum slatta af buxum á baby og krúttlegasta heimferðargalla ever ... gleymdum reyndar sokkum, en þegar þeir eru komnir er allt reddí ... en nú verður þetta allt lagt til hliðar, skólinn byrjar á morgun og það er hann sem mun taka allan minn tíma næstu átta vikurnar, en þá verður líka meðgangan næstum búin og ekki annað eftir en að setja í vél og fara svo og spýta krakkanum í heiminn :) ekki meira í bili takk

ég er ljóska

og skammast mín sossum ekkert fyrir það ... ætla þess vegna að segja nokkrar vel valdar sögur hér ...

Einu sinni var ég í ræktinni að hamast á krosstreinernum og horfa á sjónvarpið, það var fótbolti ... liðin sem voru að spila voru BRA-POR ... ég hugsaði með mér, voðaleg tilviljun er það að það skuli nánast vera eintómir latino gaurar að spila hjá Bradford og Portsmouth ... svo rann upp fyrir mér að Ronaldo, sem fór mikinn í þessum leik, spilar alls ekki fyrir Portsmouth, heldur Portúgalska landsliðið ... Portúgal-Brasilía ... gerist það meira latino??

Sumarið 87 eða 88 voru KISS tónleikar í Reykjavík ... ég fór á þá og mér til undirbúnings ákvað ég að hlusta nú plötuna sem ég átti með þeim til að vera með alla textana á hreinu ... þannig að vikuna fyrir tónleikana hlustaði ég og stúderaði textana og kunni þá að lokum nokkuð vel ... doltið spæld þegar ég fattaði að ég átti enga kiss plötu, var aftur á móti búin að læra allan Bon Jovi utanbókar ...

Vorum að ræða það hjónin í gær að nú þyrftum við að fara að koma okkur í gírinn bráðlega, með að fata upp krakkann tilvonandi og koma öllu sem því fylgir fyrir á heimilinu ... ég stakk upp á að við reyndum að fá lánaða kommóðu undir fötin hennar í smá tíma ... maðurinn minn benti mér kurteislega á að við erum ekki að fara að leigja barn í smá tíma ... heldur mun það koma til að vera 

 

 

 

 


á morgun

Vika 30

  • Barnið getur nú bæði fundið bragð og skynjað sársauka.
  • Það er 27 sm og vegur 1,5 kg.
  • Höfuðið er næstum 8 sm að þvermáli.
  • Fæturnir næstum 6 sm langir.
  • Hrukkótt húðin sléttist mikið.
  • Hjá drengjum eru eistun nú komin niður í pung.
  • Barnið stjórnar nú sjálft líkamshita sínum.
  • Hægðatregða er algengur kvilli á meðgöngu.  Hreyfðu þig reglulega, borðaðu trefjaríkt fæði og drekktu vel. 

30 Week Old Fetus


nýtt ár

á því síðasta komst ég í gegnum klásus, hóf sambúð, varð ófrísk, vann á spítala og gerði fullt skemmtilegt ... á þessu ætla ég að eignast barn, læra, vera góð og gera fullt skemmtilegt


heyr heyr

ég borða mikla fitu, mikið kjöt og fisk, mikið grænmeti, drekk nýmjólk, borða ávexti ... ég er 40kg léttari en ég var og er búin að vera í kjörþyngd í bráðum þrjú ár ... drekk reyndar ekki brennivín því ég kann mér ekki hóf í því ... en það er hægt að grennast og vera ekki með kaloríureikninginn í hausnum alla daga, það er hægt að borða góðan mat og grennast, ég er aldrei svöng og mér hefur aldrei liðið betur, ég hef fengið nýjan líkama og nýjan huga

feit_sized_760506.png  088_760512.jpg


mbl.is Etum, drekkum og verum glöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

einkunnir

þrjár komnar, tvær í lagi ein ekki, á eftir að fá eina ... meira seinna

Annar í jólum

hér átti að vakna eldsnemma í morgunmat svo ég gæti borðað með fólkinu í jólaboðinu sem við fórum í klukkan tólf ... en neiiii hér rumskaði ekki nokkur sála fyrr en klukkan ellefu ... ég þurfti þessvegna að borða morgunmat rétt áður en við fórum og fá svo hangikjöt í nesti heim úr boðinu ! en það var hrikalega gott að fá hangikjöt og ótrúlega jólalegt nammi namm ... hvað viðvíkur mat hef ég fundið sterkt fyrir vanmætti mínum þessi jólin ... hér er búið að vera til konfekt og malt og ís og allur þessi djass og þó það fari sem slíkt ekkert í taugarnar á mér fyndist mér alveg eins gott að vera laus við að hafa þetta í kringum mig ... ég er ekkert á leiðinni að fara að fá  mér neitt af þessu, hvort mig langar í hefur þar ekkert með neitt að gera ... en ég finn líka sterkt fyrir eigingirninni, hvað hún væri auðveld leið út úr þessu, einfalt mál að banna bara að þetta komi inn á heimilið og neita að fara í boð þar sem svona er á boðstólnum ... æðruleysið skilar þó meiru til lengri tíma litið, að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, að það er enginn annar en ég sem geri þetta fráhald, ég þarf að bera ábyrgð á því, hinir eru ekki að fara að breyta sínum venjum til að þóknast mér ... ég ákvað að breytast og þarf að taka 100% ábyrgð á því, standa með mér og vera til friðs, sama hvað mér finnst um það :) en núna ætla ég að reyna að ákveða mat morgundagsins og skriða svo upp í rúm, það eru liðnir heilir ellefu tímar síðan ég vaknaði og það gengur auðvitað ekki að vaka svona lengi í einu

Gleðilegustu jólin

Vá hvað þetta er dásamlegt, ég vaknaði rúmlega níu og nú er ég búin að fá mér ís og kaffi og ávexti í morgunmat, er að búa mig undir að skríða aftur upp í rúm og leggjast undir nýju sængina sem ástin mín gaf mér í jólagjöf ... vorum hjá tengdó í gær, fullt hús af fólki, æðislegur matur og fullt af pökkum, Jóhann Jökull fékk það sem hann var búinn að óska sér (og tala um stanslaust allan desember), Gummi ákvað að gefa honum Guitar Hero leikinn fyrir playstation, hann var svooo glaður að ég held að Gummi sé búinn að ávinna sér rokkstig út ævina ... við verðum bara heima í dag, að kúra okkur og svo er jólaboð á morgun, mér finnst æðislegt að taka því bara rólega, lesa og glápa á tv ... einkasonur er vaknaður og byrjaður að spila þannig að ég sé hann ekkert meira í dag ... en nú ætla ég semsagt að fara undir nýju sængina ... jól og friður þar til næst

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94134

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband