Færsluflokkur: Bloggar

28 vikur + 3 dagar

006.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

eitthvað hálf skrítin á svipinn, enda var myndasmiðurinn voða mikið að gera grín


tíu níu átta sjö ...

búin að eiga þvílíkan slökunar næsheitadag ... vaknaði uppúr tíu, borðaði morgunmat og fór svo bara upp í rúm að lesa ... pakkaði inn restinni af jólagjöfunum upp úr hádegi og eftir hádegismat lagði ég mig meðan unnusti minn horfði á Lpool ... eftir leikinn fórum við litla fjölskyldan í sund, fórum í pottinn, busluðum í innilauginni og skemmtum okkur konunglega ... einkasonur okkar var úti að leika sér hluta úr degi og var svo trítilóður í sundinu ... hér kemur vísanin í fyrirsögn færslunnar, en við erum nokkrum sinnum gömlu hjónin búin að þurfa að telja niður síðustu daga, drengurinn er alveg við það að fara yfir um af spenningi fyrir jólahátíðinni ... hann á afskaplega erfitt með sig þegar kemur að spennuástandi, til að mynda hringdi amma hans um daginn og bað hann að gera óskalista fyrir jólin og það bara endaði í hálfgerðri andarteppu fyrir framan tölvuna ... ég á allt eins von á því að hann fari að vakna með uppköstum næstu kvöld, en er fegin að vera að fatta tiltölulega snemma að ferlið er að fara í gang svo ég geti gert ráðstafanir til að hjálpa honum við slökun fyrir svefninn ... það byrjar að bera aðeins á kækjunum hans þegar svona ástand er, en ekkert sérlega mikið, enda vöndum við okkur við að hafa rólegheit hérna heima, það skiptir öllu máli fyrir stráka eins og minn, að ekki séu endalaus læti og hávaði ... jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti, lesa, hvíla mig og leggja kapal ... er það ekki þannig sem jólafrí á að vera ??

hann mun vel fyrir sjá

góðar fréttir í dag, mér er létt ... fór í mæðraskoðun, allt í fínu þar, fékk afrit af gömlu skýrslunni minni, gaman að lesa hana ... ég man á sínum tíma þegar ég lá sængurleguna, ljósmóðirin kom til mín síðasta daginn og fór yfir allt með mér, fæðinguna og allt það ... þegar hún las "klukkan 04:59 fæðist lifandi drengur ... hann andar strax og grætur" þá fór ég bara að hágráta, og í dag, tæpum tólf árum seinna fékk ég alveg gæsahúð ... þvílíkt kraftaverk, að eignast heilbrigt barn án þess að hafa nokkuð fyrir því ... ég er svo yfir mig þakklát og hamingjusöm með lífið mitt, það eru endalaus verkefni í gangi og það er ekkert að fara að hætta, lífið heldur áfram að gerast en ég er í stakk búin að mæta því vegna þess að ég er að mestu að gera sem mér er sagt, svo hefur alltaf reynst mér best að halda  að mér höndum og vera ekki að fikta í málum sem mér koma ekki við, þá gengur alltaf allt upp ... nú ætla ég að kúra með kisa mínum, segjum gott í bili

búið batterí

vá hvað ég er þreytt ... ég er algjörlega útkeyrð eftir þessa törn, missti stjórn á skapi mínu, missti stjórn á sjálfri mér, komin alltof langt inn í framtíðina með hausinn á mér, það skilar mér aldrei á góðan stað ... það sem mér finnst verst er að ég verð örg og leiðinleg (understatement aldarinnar) við þá sem ég elska mest, sonurinn fer undan í flæmingi og karlinn stingur af í sturtu ... en ég gat játað mig sigraða, fengið lánaða dómgreind og hreinsað til, nú ætla ég að tilkynna matinn minn og fara svo að sofa, ég ætla að nota daginn á morgun til að hvíla mig, fara á fund í hádeginu og svo í mæðraskoðun eftir hádegi ... ég ætla að borða góðan mat og síðast en ekki síst ætla ég að vera góð við mennina mína, það er kominn tími á það ... já og ég var að fá einkunn í örveru&sýklafræði, fékk sex, það verða engar toppeinkunnir þessa önnina, ég verð glöð ef ég skríð hvert fag ... ást&fiður

jó hó hó hó hólafrí

loksins er þessi törn búin

þessi próf eru búin að ganga svona og svona

ég er búin að þrífa

ég ætla að láta karlinn og krakkann um að skreyta í kvöld 

ég get ekki meira í bili 


helv. fótbolti ...

við hjónakornin borðuðum dásamlegan kvöldverð saman ... fengum okkur steik, hann fékk piparnauta, bakaða kartöflu og bernjés ... ég fékk lamba ribeye, sultaðan lauk og steikta sveppi ... við erum svo södd að við getum varla talað ... ég sá fram á að njóta kvöldsins yfir sjónkunni, finna góða bíómynd eða eitthvað ... en nei ... þá er eitthvað tuðruspark sem ég nenni ekki að horfa á og er þessvegna tilneydd að halda áfram að læra ... eða blogga eða vera á feisbúkk eða eitthvað ... best ég reyni að læra allavega eitthvað smá ... ég er alltaf að gera mér betur grein fyrir því (ekki að það sé ekki orðið frekar augljóst á útliti mínu sossum) að ég verð áður en langt um líður orðin móðir tveggja barna, það eru svo margar að eiga í kringum mig og ég er búin að vera að sjá myndir af þessum krílum og ég fæ bara kökk í hálsinn og fyllist af tilhlökkun ... hlakka ekkert smá til að hitta þennan einstakling sem er að vaxa og dafna inni í mér, samkvæmt einhverju preggó dæmi á netinu er barnið núna að slaga í 40cm og orðið um kíló að þyngd ... er þetta ekki ótrúlegt ?? jæja, verð að halda áfram með lyfjafræðina ... vonandi að mér endist aldur til að taka prófið, þar sem steikti lambið ekki alveg í gegn og það á (skv þessum sömu preggó síðum) að vera stóóóórhættulegt ... guð sé oss næstur

einbeitingarskortur

er farinn að gera vart við sig, það er eitt próf eftir og ég bara nenni þessu ekki, samt finnst mér lyfjafræðin vera léttasta fagið og mest svona beisik og skemmtilegt ... les þetta bara og les, kann sossum ekkert að lesa undir próf, ég var allan veturinn í fyrra á leiðinni á námstækninámskeið en bara er ekki komin þangað enn ... vantaði einbeitingu til að muna eftir að mæta síðast þegar ég skráði mig ... en ég verð að  halda áfram ... ekkert slór

Mamma mín

 

fæddist 12.desember 1935, hún hefði átt 73 ára afmæli í dag ... hennar afmæli urðu þó ekki nema fjörutíu og sex ... hún dó 16.október 1982 ... þá var hún búin að vera gift pabba mínum í sennilega tuttugu og sex ár, eiga með honum þrjá stráka og mig ... mamma mín var falleg, dugleg og fyndin ... hún eldaði góðan mat og gerði fallega handavinnu ... ég vildi óska þess að hún hefði lifað það að verða amma barnanna okkar systkinanna ... í dag sakna ég hennar óskaplega og ylja mér við minningu hennar 


illt í efni

eða samt eiginlega bara illt í grindinni ... er með endalausa samdrætti líka, vona að þeir hætti þegar prófstressið er búið ... búin með þrjú próf, búið að ganga illa í þeim öllum ... ógeðispróf í ónæmis&meinafræði í dag, ákvað að hætta í skólanum þegar ég kom út úr því ... hætti svo við að hætta og lofaði sjálfri mér eina ferðina enn að taka námið fastari tökum ... er bara ekki í neinum gír þessa önnina ... lyfjafræðin er á mánudaginn, finnst ég ekki þurfa að lesa fyrir hana, hafandi unnið í vörumóttöku í apóteki fyrir nokkrum árum ... en það virkar víst ekki þannig ... ég er ekki eins svöng í dag og í gær ... ég er jafn ástfangin og hamingjusöm í dag og í gær ... ég er svo þakklát fyrir allt sem ég hef öðlast ... finnst ég óttalega vanþakklát að nenna svo ekki að sinna því sem ég á að vera að sinna, eins og náminu til dæmis ... jæja, ætla að lesa lyfjafræði, eins langt og það nær liggjandi í bólinu getandi mig hvergi hreyft ... ef einhver á lítið notaða grind á lausu endilega látið mig vita takk

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband