kroppur

ég er kroppur ... kroppur sem var ógeðslega smart í gær í joggingbuxum af manninum mínum, sérstaklega smart þegar ég var búin að borða kvöldmatinn og gat ekki haft buxurnar uppi á bumbunni lengur, heldur þurfti að hafa þær undir henni ... mjööög smart ... ég er orðin eitthvað fatalaus, eða sko á fullt af flottum óléttufötum (tengdó fór með mig í leiðangur fyrir nokkru) en mig vantar eins og tvennar brækur til að vera í heima ... já og auðvitað sundbuxurnar sem áður voru nefndar ... ég er búin að pakka niður slatta af fötum sem ég veit að ég mun ekki geta notað fyrr en í fyrsta lagi í mars/apríl, finnst það fínt, ég er með svo stutt attention span að þegar ég opna pokann mun ég örugglega fíla mig eins og ég sé að vinna í lottó, man ekkert eftir neinu af þessu (nema auðvitað handklæðabuxunum, sem ég held ég sæki áður en ég fer á fæðó og fari í þær um leið og ég er búin að spýta stelpukrakkanum út) ... en ég er semsagt núna á brókinni og hlírabol, í flíssokkum að læra inni í eldhúsi ... ég þarf að fara að klæða mig því að ég þarf að komast út í búð að kaupa pepsimax og epli, eplið mitt í morgun gleymdist á pönnunni og varð þessvegna krispí og svart, en ég varð að éta það, eini ávöxturinn sem var til og ekki búið að opna búð ... no matter what :D

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 6.11.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Marilyn

Játs - nó matter what.

Komdí heimsókn og ég skal lána þér einar heimabuxur ef þær passa. 

Marilyn, 6.11.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Helga Dóra

Ég get komið með Tai buxurnar sem ég var í um helgina og vð getum tékkar hvort þær bindist vel undir bumbu......

Helga Dóra, 6.11.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

samt var eplið alls ekki vont, allavega ekki saman við skyr út á pönsu ... endilega thai buxur (þó að það séu vissulega blendnar tilfinningar sem tengjast þeim hehe) og já takk budda min

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Hafrún Kr.

sko ég er ennþá það heppin að íþróttafötin mín síðan ég var upp á mitt feitasta í janúar passa vel yfir kúluna og meira segja er að mæla til að fara með rétt mál er ég núna 110 cm utan um bumbuna þar sem ég er breiðust í janúar var ég 118 cm um sama stað eini munurinn núna er ég er komin 34 vikur+ og rúmum 20 kílóum léttari :)

Þannig mínu einu áhyggjur eru mun ég hafa einhver föt eftir fæðinguna.

Ég myndi láta þig hafa föt ef ég myndi halda að það væri fræðilegur að þú myndir komast í þau eða sko halda þeim uppi. 

Hafrún Kr., 6.11.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

hehe Hafrún mín þetta er allt í lagi, ég er svosem ekkert alveg berrössuð allan daginn, þetta bjargast ... mér fannst reyndar doltið fyndið að vera í þessum buxum af manninum mínum því að hann er náttúrulega örmjór. ryndar er ég frekar lasin með allt sem varðar stærðir eins og alþjóð veit ... þegar ég stend á móti honum finnst mér ég vera stærri en hann ... þó að ég sé 172 og berfætt og hann 184 og í inniskóm ... svo var ég að muna eitt atvik úr barnaskóla úr vikunni, í átta ára bekk voru krakkarnir einhvern tíma að tala um hvað þau hefðu verið stór þegar þau fæddust, og ég þorði ekki segja að ég hefði verið sextán merkur (sem þótti frekar myndarlegt á sínum tíma) því það var í mínum litla ofætuhaus svo mikil staðfesting á að ég væri jú spikfeit ... kræst hvað hægt er að vera lasin

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:10

7 Smámynd: Hafrún Kr.

ójá þekki það ég fæddist 1900 gr og 45 cm og mér fanst æði að vera alltaf minst og léttust sko með fæðingarþyngdina því það getur enginn breytt því eftir á. Vá ég var klikkuð.

Hafrún Kr., 7.11.2008 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

ég hef alveg skoðun...

Höfundur

Elín Sigríður Grétarsdóttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir

er frekar til friðs en hitt

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...avel_894003
  • ...0242
  • ...dsc00286
  • ...026
  • ...012_821512

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 94066

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband